Einfeldningurinn Björn Valur

Það er gleðilegt að Björn Valur skuli vera búinn að átta sig á að hann er einfaldur!!

Nú vill þessi þingmaður endurnýja umboð alþingis fyrir aðildarumsókninni. Hvort hann sé þarna að koma á framfæri skilaboðum frá formanni flokksins er ekki gott að segja, en það væri þá ekki í fyrsta sinn sem Steingrímur notar hann til þeirra verka.

Björn Valur segir að ESB umræðan sé leiðinlegasta og tilgangslausasta umræða dagsins. Hvað er hann eiginlega að meina? Áttar hann sig ekki á að ESB aðild skiptir landið meira máli en nokkurt annað mál í dag, að bankahrun og jafnvel óstjórn landsins í nærri tvö ár mun verða hégómi miðað við þann hrylling sem ESB innganga er.

Björn Valur segir að í einfeldni sinni hefði hann haldið að með því að samþykkja umsóknina myndu raddir þagna um þetta mál og menn tækju saman höndum um að ná sem hagstæðasta samningi. Hvernig getur nokkur verið svo einfaldur að halda að umsókn sem stæðsti hluti þjóðarinnar er andvígur, meðal annars allir kjósendur hans eigin flokks, verði til þess að óánægjuraddir þagni. Það getur verið að hans hugsjón til stjórnmála sé með þeim hætti að ef stjórnvöld ákveða í algerri andstöðu við þjóðina, að fórna sjálfstæðinu, skuli allir þegja á meðan! Ef Björn Valur fylgist með ætti hann að vita að ekki er um neinn samning að ræða, einungis yfirlestur og samræming íslenskra laga og reglna við reglugerð ESB! Hversu hratt og vel það verk gengur, ræður því hvenær við verðum aðildarþjóð. Þetta hafa allir talsmenn ESB marg bent á!

Björn Valur vill endurnýja umboðið frá þinginu. Það er ekki þingið sem hann á að horfa til, heldur þjóðarinnar. Þjóðin veitir þinginu sitt umboð og þingmenn verða að fá umboð þjóðarinnar fyrir þetta mál. 63 einstaklingar hafa eingan rétt á að taka þessa ákvörðun, það er alfarið í höndum þjóðarinnar sjálfrar!!

 


mbl.is Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.1.2011 kl. 12:27

2 identicon

Þetta er nákvæmlega það sem Björn Valur er að segja: Klárum málið og hættum þessari tilgangslausu umræðu um að hætta við. Hann er að hæðast að þeim sem vilja hætta við og hóta því að fara með málið inn á þing og láta þingið taka aftur ákvörðun um að sækja um aðild enda veit hann eins og aðrir að það er meirihluti á þingi fyrir því. Kannski er þetta bara fín hugmynd hjá karlinum og myndi þagga endanlega niður í þeim sem vilja hætta við?

Steini (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 13:35

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mín vegna má björn Valur hæðast að stæðsta hluta þjóðarinnar og öllum sínum kjósendum ef það er það sem hann er að gera. Honum mun þá verða refsað við hæfi!

Ég hallast þó að því að þetta séu skilaboð frá formanninum til þeirra þingmanna flokksins sem enn stendur á gildum flokksins, í þeirri von að þeir verði viðráðanlegri.

Hvort þingmeirihluti er fyrir málinu er ekki gott að segja, þó er líklegt að hægt verði að koma því í gegn aftur með hótunum, eins og síðast. Það lægir þó engar öldur.

Einungis kosning meðal þjóðarinnar getur hugsanlega lægt þær óánægjuöldur sem við erum í!!

Þeir sem halda því fram að við eigum að "klára málið", eru í raun að segja að við EIGUM að ganga í ESB.

Gunnar Heiðarsson, 11.1.2011 kl. 14:15

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Tek undir með þér Gunnar! 63 Einstaklingar hafa ekki vald til að fara einhliða með svona mikilvægt mál án samþykkis þjóðarinnar! Það væru hrein og bein landráð!!!! Þar að auki hafa þeyr aldrei fengið umboð til að sækja um aðild og því síður aðlögun!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 11.1.2011 kl. 14:27

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nýleg könnun greindi frá því að atvinnumál er mikilvægasta málið hjá þjóðinni einsog er.... ekki ESB.

Og VG er að hindra allt sem kemur að atvinnumálum. 

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2011 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband