Hvað á Sigmundur við ?

Er hann að tala um þjóðstjórn eða nýja stjórn Framsóknar Samfylkingar og VG?

Ef hann er að tala um þjóðstjórn væri athugandi að skoða málið, þó aðeins ef um skammtímastjórn væri að ræða um mjög takmarkað markmið. Stjórn til nokkura mánaða og síðan kosningar. Það yrði að vera skýrt hversu lengi slík stjórn ætti að vinna og hvert markmið hennar væri.

Ef Sigmundur er að tala um nýja stjórn Framsóknar Samfylkingar og VG, getur hann gleimt því strax! Það yrði banabiti Framsóknar. Það er ekki hægt að vera í stjórn með Samfylkingu, einungis hægt að fá að fljóta með!

Hvað sem skeður í stjórnmálum næstu daga, er ljóst að til að sætta mismunandi öfl í þjóðfélaginu verður að endurskoða ESB umsóknarferlið. Eina leiðin til þess er að stöðva frekari viðræður þar til þjóðin hefur fengið að segja sitt álit. Ef það er vilji meirihluta þjóðarinnar að halda þessu ferli áfram, verðum við sem á móti því eru, að sætta okkur við það. Eins verða aðildarsinnar að sætta sig við það ef ekki er vilji til að halda áfram umsóknarferlinu. Í öllu falli er með öllu óviðunnandi að þessu sé haldið til streytu við óbreitt ástand, það mun sundra þjóðinni enn frekar og gerir í raun þeim sem eru að semja fyrir Íslands hönd ófært að vinna sitt verk.

Það er ljóst að flest þau vandamál sem að stjórnvöldum snýr, eru vegna þessarar umsóknar. Hún sundraði þingflokk VG við upphaf stjórnarsamstarfsins þannig að stjórnin hefur verið óstarfhæf frá upphafi. Þá hefur icesave sundrað þjóðinni. Staðfesta stjórnarinnar í því að leggja þá snöru um háls landsmanna er einungis til þess gert að liðka fyrir ESB umsókninni. Það er sama hvað hver segir, icesave og ESB er eitt og hið sama!

Núverandi stjórn hefur staðið sig með eindæmum illa, ekki bara á einu svið heldur öllum. Það er ekki hægt að finna eitt atriði sem hægt er að hrósa henni fyrir. Að ástandið í landinu skuli þó ekki vera verra en það er, er ekki stjórninni að þakka, heldur þrátt fyrir hana!!

Því er engin ástæða fyrir Sigmund Davíð að vera að velta fyrir sér einhverjum björgunaraðgerðum fyrir þessa stjórn!!

Því spyr ég; hvað á Sigmundur við?!!

 

 


mbl.is Vill nýja ríkisstjórn um tiltekin verkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það verður engin að sætta sig við að ganga í ESB það hreinlega er brot á æðstu lögum landsins.  Það má engin sætta sig við þessi lögbrot. Í dag er það  eru mögulega upp undir 14 lög sem þau Össur Jóhanna og Steingrímur. http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/

Valdimar Samúelsson, 31.12.2010 kl. 10:20

2 Smámynd: Ásta Hafberg S.

http://utanthingsstjorn.is/ Þetta er líka leið.

Ásta Hafberg S., 31.12.2010 kl. 10:38

3 identicon

Jóhanna er ekki leiðtogi frá náttúrunnar hendi og hefur hætt sér inn á svæði sem hún á ekki heima á. Hún er of leiðitöm, og áhrifagjörn og of hégómleg (hún roðnar þegar sumar fréttakonur skjalla hana!) til að geta hagað sér eins og leiðtogi. Leiðtogi er klettur sem stendur óhaggaður af lasti, en sérstaklega af lofi, óvinum, en sérstaklega vinum. Jóhanna hefur ekki þennan innri styrk og þennan innri frið sem einkennir sannan leiðtoga, heldur er hún sem rekald er hrekst í vindi. Það versta af öllu er að Jóhanna stjórnast af ótta, en það á hún sameiginlegt með Steingrími og fleirum. Þess konar fólki lýsir einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna, upplýstur maður, með orðunum "Those who are willing to give up essential liberty, to find a bit of temporary safety, deserve neither and will lose both." Og ef aðeins þjóðin hefði treyst þessu fólki meir, tekið þau trúanlegar, gefið þeim meira "tækifæri" og sýnt minni mótstöðu, þá hefðum við verið óverðug að sjálfstæði okkar og frelsi og hefðum þegar glatað báðu, því ótti sem kallar á smá öryggi sama hvað stírir Jóhönnu og Steingrími og það var óttinn sem hrakti þau til að vera með endalausan áróður fyrir Icesave I, neita að skoða aðra möguleika, reyna að telja þjóðinni hughvarf að mæta á kjörstað og spá dómsdegi, eldi og brennisteini ef við beygðum okkur ekki strax undir svipu gömlu heimsveldanna sem nú herja á okkur, og hafa þegar knésett hálfa Afríku í eilíft skuldafangelsi og hindra með því alla uppbyggingu (Átak Bono og fleiri MAKE POVERTY HISTORY er enn í gangi, kynnið ykkur það! Að samþykkkja EKKI Icesave er innlegg í þá baráttu, því það hjálpar hrjáðustu þjóðum heims með að setja nýtt fordæmi um lausn úr skuldavanda og mun hafa afdrifarík áhrif á alþjóðalöggjöf.......horfið fram í tíman! Þá mun allur heimurinn elska Ísland fyrir staðfestu sína!)

Helsta einkenni alvöru leiðtoga er ÓTTALEYSI. Hann lætur ekki hræða sig til að taka ákvarðanir byggðar á stund og stað og hvað þá grýlum og blekkingum og blindþokum og ryki sem aðrir þyrla upp og slá í augu hans, eins og er raunin með Jóhönnu og AGS, ESB etc hvers hvert einasta orð hún tekur jafn trúanlega og leiguliðinn í gamla daga, hræddur um að vera annars brenndur á báli, orð biskups og kóngs, því hún er að eðlisfari þræll, og Steingrímur líka, og því vanvirða þau frelsi annars fólk og traðka í svaðið, þó réttur hvers manns, meðfæddur sé frelsið.

Það er HÆTTULEGT að hafa "leiðtoga" sem ekki búa yfir réttum eiginleikum.

Ef við losnum okkur ekki mjög fljótt við þetta fólk, þá fara þau að verða agressívari heltekin af ótta sem þau eru, og munu hoppa á fyrsta tilboð um að selja íslensku þjóðina. Þetta er bara þeirra eðli, þau eru ekki merkilegri eða betri manneskjur en það, þau eru í ánauð og fjötrum blekkinga og sjúklegrar hræðslu sem lætur þau taka rangar ákvarðanir og fékk þau nánast til að tortýma þjóðinni.

Ísland er kúgað af gömlu heimsveldunum og þarf nýja leiðtoga fyrir nýja tíma. Leiðtoga sem eru óttalausir að standa uppi í hárinu á þeim sem fara með völd í heiminum og breyta þannig gangi sögunnar. Ísland sem hefur verið hlunnfarið af sömu öflum og Indland, verðandi miðstöð heimsins, þarf mann sem er alvöru leiðtogi, hugrakkur, samkvæmur sjálfum sér og haggast ekki frekar en klettur hvað sem líður hótunum og hræðsluáróðri, mann eins og Ghandi.

Jóhanna og Steingrímur eru eins fjarri Ghandi og komist verður. Þau minna frekar á gyðingana í útrýmingarbúðunum sem fengu örlítið betri meðferð (hærra kaup etc) í skiptum fyrir að fara illa með sína eigin samlanda og urða lík þeirra. Mér þykir það leitt en svona fólk er ekki hægt að bera saman við neitt annað. Þau eru heiglar og svikarar. Fyrirgefum þeim, eyðum ekki orku í að hata þau, en finnum þessu sálsjúka og fárveika fólki með sinn sjúklega Stockholms syndrome, sem laug því hér Íslandi bæri "siðferðileg skylda"  til að borga Icesave I (og Afríkönunum þá til að svelta undan skuldafangelsi gömlu nýlenduherranna samkvæmt sömu rökum og sömu lífssýn!), á að finna störf við hæfi, þar sem þeirra góðu eiginleikar, sem vonandi eru einhverjir nýtast, án þess þau geti skaðað aðra með valdi, því vald eiga áhrifagjarnir heiglar aldrei að fá í hendur. 

XXX (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 14:44

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl öll og gleðilega hátíð.

Valdimar, það er rétt hjá þér að aðildarumsóknin stenst ekki stjórnarskrána og auðvelt að benda á að hún sé einnig brot á lögum um landráð. Hvað varðar þá fullyrðingu þína að við þurfum ekki að sætta sig við að ganga í ESB, er hún rétt að því leiti að við þurfum þess ekki miðað við núverandi framkvæmd. Ef hins vegar í þjóðkosningu kæmi sú niðurstaða að sækja ætti um, verðum við að sætta okkur við það. Ég óttast ekki slíka kosningu, er sannfærður um að aðildarumsókn yrði kolfelld í slíkri kosningu.

Ásta, utanþingstjórn leysir ekki vanda okkar. Fyrir það fyrsta þarf slík stjórn að koma öllum lagafrumvörpum gegn um þingið, það er auðvelt að hugsa sér að það yrði verulegur þröskuldur að fá þingið, sem svipt hefur verið stjórn landsins, til að samþykkja öll lög frá utanþingsstjórn. Annar annmarki er að það mun aldrei ríkja sátt í þjóðfélaginu um stjórn sem handvalin er af einum manni, jafnvel þó skynsamur sé. Það er því miður erfitt að finna það fólk sem ekki er tengt einhverjum stjórnmálaflokkum og því yrði það alltaf tengt þeim, með tilheyrandi andúð sumra en samþykki annara. Utanþingstjórn er einungis nothæf til að brúa stutt bil að kosningum, ef ekki næst samstaða milli stjórnmálaflokka á þingi til að mynda starfsstjórn fram að boðuðum kosningum.

XXX, þakka góðan pistil. Það sem þú segir lýsir vel ástandinu. Mér þykir verst að þú skulir ekki setja nafn þitt við athugasemdina, þú þarft að minnsta kosti ekki að skammast þín fyrir neitt sem þar stendur.

Gunnar Heiðarsson, 31.12.2010 kl. 18:17

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei XXX, sá fróði maður þarf ekki að skammast sín fyrir neitt. En gaman væri að heyra frekari útlistanir hans á kaupi og kjörum gyðinga í útrýmingarbúðum nazista

Jón Bragi Sigurðsson, 31.12.2010 kl. 20:39

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef þú þekktir eitthvað örlítið til sögunnar Jón Bragi, vissir þú að kaup og kjör gyðinga í útrýmingarbúðum nazista fólst einkum í því hversu stór matarskammturinn var og ekki sýst af því hversu lengi þeir fengu að lifa.

Gunnar Heiðarsson, 31.12.2010 kl. 23:17

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég þykist þekkja sæmilega til sögunnar og í fyrsta lagi var alls ekki til neitt sem hét kaup fyrir þá sem dvöldu í útrýmingar-/vinnubúðum nazista. Ég vona að við séum sammála um það. Og að sjálfsögðu fengu þeir meira að borða sem fengu að halda lífinu um hríð sem vinnudýr en þeir sem fóru beint í útrýmingu...

Jón Bragi Sigurðsson, 31.12.2010 kl. 23:57

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kaup er hægt að mæla í fleiru en einhverjum bleðlum sem kallast gjaldmiðill. Jón Bragi!!

Varla ertu svo ungur að þú vitir það ekki!!

Gunnar Heiðarsson, 1.1.2011 kl. 02:29

9 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég held að aldur minn breyti engu um það að það að tala um kaup og kjör í útrýmingarbúðum nazista í hvaða formi sem vera má er algjörlega útí bláinn.

Jón Bragi Sigurðsson, 1.1.2011 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband