Svívirða !!

Þetta er hrein og klár svívirða. Olíufélögin stunda sjálftöku og verðsamráð, samt er ekkert gert.

Þó Olís hafi riðið á vaðið núna, er ljóst að hin félögin fylgja á eftir. Nú hafa þessi glæpafélög fundið ný rök fyrir gjaldhækkunum; álagning þeirra sé um fimm krónum lægri á hvern líter miðað við eitthvað ákveðið tímabil. Því sé ljóst að nú þurfi hækkun!! Bull og vitleysa! Ef þessi rök verða tekin gild mun álagningin sjálfkrafa hækka endalaust!!

Ef álagning olíufélagana dugir ekki fyrir rekstri þessara glæpafyrirtækja, ber þeim eins og öllum öðrum hér á landi að laga til í sínum ranni. Til dæmis gætu þau fækkað aðeins afgreiðslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar lagt niður stóran hluta afgreiðslustaða út um landið, sumstaðar þarf fólk að aka meira en hundrað kílómetra til þess eins að ná sér í eldsneyti! Á höfuðborgarsvæðinu er varla hægt að finna þann blett sem ekki sést til að minnsta kosti einnar afgreiðslustöðvar!! Hvaða vit er í þessu?!!

Hvergi erlendis hef ég séð annan eins fjölda bensínstöðva eins og á stór Reykjavíkursvæðinu. Í bílalandinu USA, þar sem bifreiðaeign er mun meiri en hér og enginn hreyfir sig spönn frá rassi nema á bíl, eru mun færri afgreiðslur á hvern íbúa.

Þessi stórmennska olíufélaganna er skaðleg. Hún leiðir til þess að verð verður að vera mun hærra en ella. Þörfin á öllum þessum fjölda afgreiðslustaða í Reykjavík og nágrenni er engin, ekki yrði neinn skaði fyrir bíleigendur þó þeim fækkaði um meir en helming, olíufélögin gætu eftir sem áður stært sig af því að eiga heimsmet í fjöda afgreiðslustaða per íbúa!!

Svo er spurning hvers vegna þurfi að vera fjögur fyrirtæki í innflutningi og sölu á eldsneyti fyrir þjóð sem telur einungis rúmlega 300.000 manns, svona eins og eitt lítið hverfi í stórborg í USA, hverfi sem með heppni hefur kannski eina bensínstöð!!

Fjögur fyrirtæki væri svo sem ágætt ef einhver samkeppni væri stunduð, en þegar þau mynda með sér samráð er þetta í raun eins og eitt fyrirtæki. Því væri alveg nóg að hafa eitt fyrirtæki starfandi á þessu sviði, en tvö væri mikið meira en nóg og gæti það friðað þá sem eru svo einfaldir að halda að samkeppni sé virt!!

Það er ljóst að þessi fyrirtæki hafa engan áhuga á að gera neitt til að létta á með fólkinu í landinu. Það er ljóst að þau ætla að halda áfram á braut stórmennsku og græðgisvæðingu. Því miður getur fólk lítið gert, enda flestir búnir að skera sinn akstur niður fyrir skynsamleg mörk. Þetta vita glæpamennirnir sem stjórna olíufélugunum. Þeir telja sig hafa tögl og haldir, en ekki er það þó víst. Það eru takmörk fyrir því hvað fólk lætur pína sig, afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar!!

 


mbl.is Enn hækkar eldsneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband