Eðlilegra að boða til kosninga !

Ekki virðist Sigmundur Ernir vaða í vitinu. Hann segir að af hans viti hafi ekki verið rætt við Framsókn og að af hans viti sé eðlilegast að snúa sér í þá átt!!

Það sér hvert mannsbarn að auðvitað er löngu farið að ræða við Framsóknarmenn. Það hefur legið fyrir um nokkurn tíma að stjórnin er mjög völt, svo vægt sé til orða tekið. Samfylking sér fram á að aðildarviðræðurnar eru komnar í hættu og því liggur beinast við að ná tangarhaldi á þeim þingmönnum Framsóknar sem aðhyllast þá vegferð. Sterkari stjórn væri bara bónus!

Sú fullyrðing Sigmundar um að eðlilegast væri að snúa sér í átt til Framsóknar ber ekki merki um mikinn skilning á Íslenskri pólitík. Hvert annað ætti hann að snúa sér?

Eðlilegast er að boða til kosninga. Það finnst Sigmundi Erni að sjálf sögðu ekki, hann veit sem er að litlar líkur eru á að hann komist á þing aftur!!

Ekki er heldur mikið vit að sjá í orðum Sigmundar Ernis þegar hann segir að næst á eftir VG og SF hafi Framsókn gengið gegn um mesta endurnýjun eftir hrun.

Endurnýjun VG eftir hrun var nánast engin, enda töldu þeir sig ekki þurfa þess.

Endurnýjun Samfylkingar var fyrst og fremst í því formi að færa menn til í ábyrgðarstöðum flokksins. Lítil endurnýjun átti sér stað meðal þingmanna. Svo má ekki gleima þeirri staðreynd að SF telur sig enn algerlega óháða hruninu, Sjálfstæðisflokkur eigi þar alla sök!

Framsóknarmenn fóru strax í skoðun á sínum málum og þætti í undanfara hrunsins, endurnýjuðu stóran hluta þingmannaliðsins og flokksforustuna. Betur hefði þó mátt gera, eftir urðu nokkrir steingerfingar sem enn eru að draga þann flokk niður. Það er til þessara steingerfinga sem Sigmundur Ernir biðlar og það eru þeir steingerfingar sem að lokum munu endanlega ljúka verki Halldórs Ásgrímssonar í þeirri vegferð að þurka flokkinn út úr Íslenskum stjórnmálum, ef þeir fá að ráða. Það sést á næstu dögum. Ef Framsókn fer í samstarf við Samfylkingu, er ljóst að gamla klíkan innan Framsóknar hefur enn tögl og haldir og nær að þurka út flokkinn!!

Þegar stjórnin springur, sem virðist verða á allra næstu dögum, er eðlilegast að boða til kosninga!! Allt annað er moðsuða, til þess eins að festa okkur enn frekar í neti ESB!!

Fyrir þær kosningar verða þó Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur að koma fram með skýra stefnu í ESB málinu. Þeir verða að gera upp við sig hvoru megin þeir vilja vera í því máli, svo fólk hafi skýran kost í kosningum. Svo kjósendur geti gefið þingmönnum skýr skilaboð um hvort halda eigi áfram á þessari óheillabraut eða ekki!!

Við getum ekki leift þingmönnum að halda þjóðinni í deilum um þetta stóra mál. Það verður að komast á hreint hvort vilji þjóðarinnar er fyrir hendi eða ekki. Fyrr getum við ekki hafið uppbygginguna að neinu viti. Við erum búin að eyða allt of löngum tíma í þras um þetta mál!!

 


mbl.is Framsókn eðlilegur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi ekki að framsókn láti ekki gabba sig í annað sinn með þessa ríkisstjórn. Þeir vita vel að fólkið í landinu vill kosningar og ekkert annað.

Björn (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 23:46

2 identicon

Sigmundur á ekki að láta dægurmál líðandi stundar, valdagræðgi eða annað smásálarlegt ná tökum á sér. Svikurum verður refsað. Lifi byltingin! Lifi frelsið! Hugsum stórt. Þeir farast sem hugsa smátt á tímum sem þessum.

Moggablogg (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 07:41

3 identicon

Ég skora á þig Sigmundur að koma öllum á óvart og sýna þig meiri en þetta óupplýsta pakk. Og þá á ég ekki við Lilju. Þú skallt ekki dirfast að halda með hræsnurum á kostnað hugsjónamanna. Þá er þinn tími liðinn áður en hann hófst. Manni eins og þér hæfir ekki annað en það besta í framgöngu.

Moggablogg (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband