Hver var að ljúga og hvenær ?

Þá er aðgerðarpakkinn loks kominn í ljós. Ekki er hægt að segja að hann veiti mikla bjartsýni.

Kostnaðurinn er sagður nema um 100 miljörðum. Af því þurfa bankar og lánastofnanir að taka á sig um 90 miljarða, Íbúðalánasjóður um 30 miljarða og lífeyrissjóðir um 15 miljarða. Dæmið gengur augsýnilega ekki upp! Hver er að ljúga og hvers vegna?

Undanfarna daga og vikur hefur því mjög verið haldið á lofti að lífeyrissjóðirnir kæmu til með að bera mestan kostnað leiðréttingarnar. Nú kemur í ljós að hlutir þeirr mun verða nálægt 10% af þessum aðgerðum. Arnar Sigmundsson viðurkennir að þessi kostnaður sé í raun lítill sem enginn, þar sem afskrifa hefði þurft hvort eð var þessa upphæð! Hver var að ljúga og hvenær?

Aðgerðirnar gera ráð fyrir leiðréttingu lána niður í 110% af veði, nokkuð sem hvort eð er þurfti að gera og jafnvel nokk betur.

Hætt við að skerða vaxtabætur og sagt að kostnaður við það nemi einhverjum miljörðum. Það er spurning hvort hægt sé að tala um kostnað þegar hætt er við skerðingu. Ekki er talað um að kostnaður við heilbrigðisþjónustuna hafi aukist um nærri 1,7 miljarð þó ákveðið hafi verið að draga úr skerðingum til þeirra.

Bæta aðgengi fólks til að nýta sér greiðsluaðlögunarferlið sem þegar er til staðar. Kerfi sem í raun setur fólki í gjaldþrot, með öllum göllum þess en ekki kostum.

Loks á að hætta við skerðingu húsaleigubóta og kostnaður sagður um 600 miljónir. Kostnaður?

Nú segja stjórnvöld að þessar aðgerðir muni koma allt að 60000 manns til góða, tala sem mjög er hægt að efast um. Hugsanlega mun sá fjöldi geta nýtt sér þessar aðgerðir að hluta en að þær komi þeim fjölda út úr vændræðum er fráleitt!

Fréttamenn RUV héldu varla vatni yfir þessum fréttum og að sjálf sögðu var leitað álits sérfræðings um málið. Hver var svo boðaður í viðtal? Jú að sjálfsögðu Þórólfur Matthíasson, einn helsti stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og sá sem helst hefur talað gegn leiðréttingu lána, af hvaða tagi sem er! Það hefði eins verið hægt að leita álits hjá Hrannari Arnarsyni fyrrverandi fyrirtækjafrömuð. Að sjálfsögðu endaði Þórólfur mál sitt á að nauðsynlegt væri að skipta krónu út fyrir evru! Væntanlega verður evran þó orðin liðið lík nokkru áður en við hefðum tæknilegan möguleika á að taka hana upp.

Aðgerðapakkinn er um að lækka höfuðstól lána, reiknaður kostnaður í raun sá sami og raunverulegur kostnaður hefði hvort eð er orðið.

Að hætta við skerðingar bóta til fólks og reiknaður kostnaður vegna þess!!

Niðurstan er því að kostnaðurinn verði í raun enginn og því má búast við að árangurinn verði í samræmi við það!

Þá eru þær upplýsingar sem fyrir liggja vægast sagt á reiki og mjög í ótakt við það sem fullyrt hefur verið hingað til!! Því er ekki von til að hægt verði að taka þessum aðgerðum alvarlega eða treysta því að stjórnvöld viti í raun nokkurn skapaðan hlut um hvað þessi mál snúast. Að stjórnvöld átti sig ekki á vandamálinu og hafi látið banka og lánastofnanir draga sig á asnaeyrunum eins og lamb til slátrunar.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að aðgerðapakkinn er í megin atriðum aðeins til tveggja ára. Er tilviljun að einungis séu rúm tvö ár eftir af kjörtímabilinu? Heldur ríkisstjórnin að hægt sé að kaupa sér aflátsbréf til tveggja ára?

Þessi aðgerðapakki leysir ekki vandamálið, einungis er um frestun að ræða. Þeir sem eru komnir fram af hengifluginu munu fá einhverja bót sinna mála, þeir sem standa á barmi hengiflugsins geta væntanlega haldið sér þar eitthvað lengur en allur sá fjöldi sem stefnir hraðbyr fram á brúnina munu halda áfram sinni feigðarför, ekkert í þessum tillögum mun koma þeim til raunverulegrar hjálpar. Þeir sem voru svo óheppnir að eiga svona 50-60% í sínum eigum fyrir hrun horfa upp á síðustu krónurnar brenna upp og munu hefja sína för fram á hengiflugið í framhaldi af því!!

 

 


mbl.is Skuldir færðar niður í 110%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband