Hver er dómarinn?

Hvers vegna er nafn dómarans ekki nefnt í fréttinni?

Það hlýtur að vera einhver hagsmunatengsl hjá dómara sem dæmir gegn hæstarétti. ´
Í raun er um sambærilegt mál að ræða, því ætti þetta að vinnast þar.

Það er umhugsunar vert hversu völd héraðsdómara eru þegar þeir geta fellt slíkan dóm, vitandi að hann mun ekki standast á æðra dómstigi. Það ætti að vera hægt að víta héraðsdómara fyrir slíkt athæfi, jafnvel setja þá af.

Því spyr ég; hver er dómarinn? Ástæðan er einkum sú að þá getur fólk sparað sér lögfræðikostnað ef það lendir fyrir honum, geimt þann kostnað þar til málið fer fyrir Hæstarétt!

 


mbl.is Byggði vörnina á forsendubresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Þetta er frekar ósanngjörn nálgun hjá þér. 

Erlend lán eru lögleg, fæstir efast um það. Nú hafa fallið Hæstaréttardómar þar sem lán af svipuðu tagi og þetta voru ekki talin erlend í raun, heldur íslensk með óheimilu gengisviðmiði. Í þeim málum voru ákveðin atriði nefnd sem leiddu til þeirrar niðurstöðu.

Ef héraðsdómarinn hefur ekki talið að þessi ákveðnu atriði hafi verið fyrir hendi í þessu máli, jafnvel þó það hafi verið svipað á yfirborðinu, þá er ekki sjálfgefið að því verði snúið við í Hæstarétti. 

Páll Jónsson, 30.10.2010 kl. 21:49

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Forsendur dómsins virðast ganga út á að lánþeginn hafi viðurkennt að um erlent lán væri að ræða því sé ekki um forsendubrest að ræða.  Dómarin tekur ekkert tillit til glæpa verka bankanna sem urðu til ess að lánið lenti í vanskilum.

Í Kína kom upp mál fyrir nokkrum árum þar sem framleiðendur mjólkurdufts blönduðu í það eitri, melamíni til að auka próteininnihald.  Ef það mál hefði farið fyrir Héraðsdóm Suðurlands á þeim forsemdum að sá sem keypti eitruðu þurrmjólkina væri ekki borgunarmaður fyrir henni vegna þeirra eituráhrifa sem kaupandinn varð fyrir, má ætla að dómarinn hefði dæmt eiturbyrlurunum í hag vegna þess að kaupandinn vissi að hann væri að kaupa mjólkurduft.

Í Kína dæmdu þeir eiturbyrlarana til dauða.  En Kína er nú bara Kína með réttarkerfi sem hið siðmenntaða Ísland á fátt skylt við.

Magnús Sigurðsson, 30.10.2010 kl. 23:14

3 Smámynd: Jónas Jónasson

Auðvitað er þetta hagsmunatengt! Dómarinn gæti auðveldlega misst vinnuna sína ef hann dæmir ekki eftir fyrirskipunum glæpasamtakana sem er allt heilaklabbið! 

Það eru dæmi um að glæpasamtök breyti vöxtum jafnvel tvöfaldi eða 10faldi. samt ekki öll glæpasamtök.

Jónas Jónasson, 31.10.2010 kl. 00:05

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Páll settu þig í spor þeirra sem þurfa að horfa uppá lán hækka um 100% á einu ári og komdu svo!

Sigurður Haraldsson, 31.10.2010 kl. 07:38

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má segja að þetta sé ósanngjörn nálgun hjá mér Páll, en þó ekki. Þarna er á ferðinni lán sem tekið var í erlendri mynt en greitt út í Íslenskum krónum. Lögfræðingurinn velur hins vegar að flytja sitt mál á forsendubresti. Hugsanlega vegna þess að hæstiréttur hefur þegar dæmt að lán sem greidd eru í krónum en tengd erlendri mynt séu ólögmædd.

Hvað telst forsendubrestur ef ekki hrun fjármálakerfis?

Þegar dómari dæmir með slíkum hætti á fólk rétt á að vita nafn hans. Það er ekki minni frétt en niðurstaða dómsins.

Gunnar Heiðarsson, 31.10.2010 kl. 09:26

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201000260&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=

 Hér er allt um dóminn. Nafn dómara og þar fram eftir götunum.  

Líklegast þarf að sanna það fyrir dómi að um stöðutöku gegn krónunni var að ræða til þess að forsendubrestur gangi upp í máli sem þessu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.10.2010 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband