Að stinga hausnum í SANDINN

Vestmanneyjingar eru duglegt fólk, um það efast fáir. Það er gaman að koma til Eyja og með tilkomu Landeyjahafnar er enn auðveldara að ferðast þangað.

Varðandi Landeyjarhöfn þarf hins vegar að skoða málið alveg upp á nýtt. Þeir verkfræðingar sem hönnuðu þetta mannvirki gerðu mistök, því á að ýta þeim til hliðar og fá aðra að borðinu, ef ekki eru til þekking hér á landi á að leita hennar erlendis.

Það á að fá slíka menn til að skoða málið og koma með tillögur um hvort og þá hvernig hægt er að bjarga þessari höfn og fara síðan eftir því. Samgönguráðherra hefur gefið út að nota skuli 30 miljónir á mánuði í sanddælingu, varla er það uppbyggjandi og leysir ekki vandamálið. Talað er um nýja ferju, það leysir ekki heldur vandann, minnkar hann hugsanlega en leysir ekki.

Það er hugsanlega ásættanlegt að notaðar séu 27 - 30 miljónir á ári til að halda við innsiglingunni, en 30 miljónir á mánuði er út í hött. Þeim 30 miljónum væri betur varið til að gera mannvirkið betra, jafn vel þó það kostaði eitthvað meira. Ef núverandi ferja verður í notkun í ca 3 ár og ekkert annað gert en að dæla sandi, mun kostnaðurinn fara yfir einn miljarð.

Það er súrt að þurfa að sætta sig við mistök en þau eru staðreynd. Nú er því ekkert annað í spilunum en að reyna að laga það sem hægt er. Endalaus sanddæling er ekki lausn, heldur flótti frá staðreyndum. Sú bábylja að kenna eldgosinu í Ejafjallajökli um er út í hött.

 


mbl.is 30 milljónir á mánuði til að dæla sandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góðir punktar hjá þér!

Sumarliði Einar Daðason, 23.9.2010 kl. 09:17

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega og hjartanlega samála!

Sigurður Haraldsson, 23.9.2010 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband