Bull og vitleysa

Svandís Svavarsdóttir er tilbúin að spreða peningum í svona vitleysu! Henni væri nær að hugsa frekar um kjósendur sína og standa vörð um hagsmuni þeirra.

Að einhverjum skuli láta sér detta til hugar að tökulið BBC sé að offra lífi og limum sinna manna er út í hött!

Að einhverjum skuli láta sér detta til hugar að tökulið BBC brjóti lög og fari framhjá þeim leyfum sem það fær til upptöku á efni, er út í hött!

Að einhverjum skuli láta sér detta í hug að vanir fjallamenn og hjálparsveitamenn sem voru tökuliðinu til halds og trausts, skuli horfa aðgerðarlausir á ef menn fara að storka örlögunum, er út í hött.

Staðreyndin er að tökuliðið fékk leyfi frá réttum yfirvöldum til að mynda á svæðinu. Þegar upp komu misvísandi fréttir af starfi þeirra, fóru fjölmiðlar hamförum og gerðu úr þessu "stór frétt" án þess að kanna staðreyndir. Í kjölfarið vildu þau yfirvöld sem leyfið gáfu ekki kannast við gerðir sínar.

Hvers vegna eru lögregluyfirvöld á Hvolsvelli ekki búin að ransaka málið? Einfaldlega vegna þess að þau geta það ekki. Þá kemur í ljós að þau sjálf gáfu leyfið!!

Það er fróðlegt að lesa blogg Sigurðar Sigurðsonar, þar sést best hverjir eru að spilla náttúrunni.

Því miður man ég ekki hver það var sem bloggaði um daginn um sóðaskapinn á Fimmvörðuhálsi, en þar var meðal annars mynd að olíutunnu sem skilin hafði verið eftir á hálsinum. Tunnan er full af olíu og er ekki lokuð. Ekki var það eftir Top Gear liðið.

Svandísi Svavarsdóttur væri nær að taka á þessu, hún gæti sent menn á hálsinn til að taka myndir að spjöllum sem þar hafa orðið. Öruggt er að ekki munu finnast nein ummerki eftir tökulið BBC.

BBC er með mjög strangar öryggis- og umhverfisreglur, mun strangari en hér þekkist. Eftir þeim verður tökulið að vinna.

Íslendingum er nær að bjóða þá velkomna til landsins sem vilja taka upp efni hér. Sérstaklega þegar um vinsæla þætti er að ræða, Top Gear er einhver vinsælasti þáttur BBC og talið að allt að 300miljón áhorfendur horfi á hann víðsvegar um heiminn. Ástæður vinsælda þáttarins er ekki eingöngu vegna þess að þetta er bílaþáttur, heldur einnig og ekki síður vegna húmorsins sem stjórnendur þáttarins hafa.

 


mbl.is Löggan skoðar Top-gear
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona mál eru því miður sorglegt dæmi um að skrifstofublók nútímans er úr takti við allt sem ekki er samkvæmt stöðlum, og helst vottað frá Brussel.  Að gera úlfalda úr mýflugu á hér ekki við, nær væri að tala um að fábjánarnir séu að gera úlfaldahjörð úr mýflugulöpp. Þetta er okkur til háðungar og vonandi að Top-Gear menn frétti af þessu. Þá hafa þeir efni í heilan skemmtiþátt.

Hj (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 12:18

2 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Steypan hér er sko engu lík, hér er um að ræða þvílíka landkynningu þar sem milljónir manna horfa á þáttinn og ráðherra röflar yfir því að það hafi verið keyrt þarna utanvegar - ég segi nú ekki annað en - helvítis hálfviti er þessi manneskja

Steinar Immanúel Sörensson, 3.7.2010 kl. 13:40

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Smá efins um þetta sem þarna er á ferð finnst að það sé verið að gera lítið úr okkur með því að sýna að það sé ekkert mál að keyra að eldstöð á smá bíl.

Áttið þið ykkur ekki á því hvað þeir sem sjá þetta myndband fá ranga mynd af því sem er að gerast hjá okkur!

Sigurður Haraldsson, 4.7.2010 kl. 03:10

4 identicon

Þetta er ókeypis landkynning, og kannski meira virði en Inspired By Iceland kynningin. Og síðan á að kæra þá, og það jafnvel þótt málið sé á ansi gráu svæði lagalega.

Bjarni (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband