Slæmt

Þarvaldseyri undir Eyjafjöllum er eitt af stærstu búum landsins. Það eru til nokkur bú sem eru talin stærri en þau eru flest í eigu bankanna eða á leið í þeirra eigu. Það eru flest bú sem byggð hafa verið á síðustu árum, oft í nafni einhverra eignarhaldsfélaga sem til var stofnað af græðgi og byggð upp með lánum.

Á Þorvaldseyri hefur verið markviss og ábyrgð uppbygging frá upphafi síðustu aldar og til dagsins í dag. Segja má að bændur á Þorvaldseyri hafi verið leiðandi í kornrækt og ýmsu því er snýr að sjálfbærum búskap. Það er því slæmt að þar skuli ekki vera hægt að stunda búskap í sumar.

Ég efast ekki að þessi ákvörðun Ólafs er tekin að vel hugsuðu máli, og ég efast heldur ekki að hann mun snúa aftur með sinn bústofn svo fljótt sem hann getur og hefja bú sitt upp til fyrri vegsældar. Það er vonandi að honum verði hjálpað til að komast yfir þennan hjalla, hann á það skilið.

Nú er það svo að það eru fleiri bú á þessu svæði, við megum ekki gleyma því. Það er hætt við að ekki geti allir staðið þetta af sér, þó aðstoð verði veitt. Ólafur hefur bent á að ekki verði búandi á svæðinu næsta sumar, það á væntanlega einnig við um hina.

Það þarf mikinn kjark, vilja og getu til að flytja heilt bú milli svæða og ætla síðan að koma til baka síðar. Það er vonandi að sem flestir bænda á svæðinu hafi þennan kjark og fylgi Ólafi eftir og reyni að komast yfir þessa raun, þannig að þessi fallega sveit verði aftur söm og áður. Hætt er þó við að einhverjir detti út og gefist upp. Það er skiljanlegt.

Nú veltur á að standa að baki þessa fólks. Landbúnaðarráðherra hefur gefið út að hann muni sjá til þess að bjargráðasjóður muni koma að málinu, það er gott en engan veginn nóg. Það þarf fleira að koma til. Þó beint tjón verði bætt, þá er ýmis annar kostnaður sem fellur til við að flytja bú milli staða. Einnig er siðferðilegur stuðningur mikilvægur, láta þetta fólk finna það að það hefur stuðning frá okkur hinum. 

Bændur undir Eyjafjöllum, gangi ykkur allt í haginn í þessari baráttu ykkar við náttúruöflin.


mbl.is Gerir hlé á ræktun og búskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband