Talaðu varlega, kona

Það er vissulega krafa allra, að þeir sem tæmdu bankana verði dregnir fyrir rétt.

Það er hinsvegar dálítið hjáróma rödd ef hún kemur frá þeim sem tóku þátt í og áttu hlut að máli. Jóhanna ætlar seint að viðurkenna sinn þátt, hún var í ríkisstjórn síðustu mánuðina fyrir hrun og ber því fulla ábyrgð. Að skýla sér bak við það að hún hafi ekki haft um þessi mál að segja er eins og hvert annað grín.


mbl.is Draga á þá sem tæmdu bankana fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er nú bara þannig Gunnar minn, með þetta samsafn flokka afganga sem nú heitir Samfylkingin að þar eru innan dyra afgangar frá fyrri tíð og eru eins og annað ónítt drasl sem þú geimir í þínum bílskúr eins og ég í mínum.  En ég hef lofað mér að fara nú í vor og loka augunnum og henda öllu sem er meira en fimm ára.  En því miður þá er Jóhanna ekki í bílskúrnum mínum.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.4.2010 kl. 16:59

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Æ,æ, þar fór í verra, það hefði nú verið gott ef hún leyndist einhverstaðar hjá þér, og kannski Össur líka. Ég hefði verið fljótur til að hjálpa þér að koma þeim í endurvinnslu. Þó það hefði kostað útlát í þykkum gúmmivettlingum, því ekki er þorandi að koma við þau berhenntur.

Gunnar Heiðarsson, 17.4.2010 kl. 17:17

3 identicon

Jóhrannar er eins og blómavasi frá látinni ömmu.

Lifað af margar tiltektir í "ruslakompunni".

1978 var árið sem hún kom inn. Látum 2010 verða árið sem hún fer út!

Óskar (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 17:50

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

32 ár á þingi er allt of langur tími. Allir alvöru stjórnmálamenn láta slíkt ekki koma fyrir.

Gunnar Heiðarsson, 17.4.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband