Að vera alsgáður um áramót

Óska öllum lesendum þessa blogg gleðilegs árs og þakka innlitið á liðnu ári.

Að vera allsgáður og í vinnu á nýársnótt er erfiðara en margur heldur. Ekki að vinnan sé slæm eða að einhver leiðindi sæki að manni, heldur hitt að allt virðist fara úr skorðum í þjóðfélaginu. Fréttir verða undarlegar og skemmtiþættir eitthvað annað en skemmtiþættir.

Áramótaskaupið náði engu hylli þess er þetta ritar, sennilega ekki samið fyrir allsgáða. 

Þegar litið er yfir fréttir síðasta dag síðasta árs, eru þar á meðal áramótahugvekjur stjórnmálamanna. Nú ber svo við að formaður landsbyggðaflokksins þeysir um víðan völl en minnist varla orði á landsbyggðina meðan formaður flokks menntafólksins gerir ójöfnuð landsbyggðarinnar að sínu aðalsefni.

Hellst dettur manni í huga að þeir félagar hafi byrjað snemma að fagna nýju ári, kannski saman á góðum bar og ruglast á ræðum.

 


mbl.is Hvað sagði Twitter um Skaupið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband