Hvað ef?

Hvað ef einkafyrirtæki myndi haga sér á sama veg og sveitarfélagið Vopnafjörður gerir gagnvart starfsfólki sínu? Held að flestir viti svarið. Hví er þá ekki sömu meðulum beitt gegn sveitarfélaginu, hví er það ekki kært fyrir undanskot launa?

Þegar launagreiðandi lætur undir höfuð leggjast að greiða laun og launatengd gjöld er slíkt kallað þjófnaður. Ef slík undanskot eru gagnvart ríkinu, þ.e. innheimtir skattar, stendur ekki á aðgerðum skattstjóra.

Er einhver munur frá hverjum stolið er?

Er einhver munur hver stelur?

 

 


mbl.is Blaut tuska í andlitið á tryggum starfsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband