Eru ráðherrar ekki með heilli há?

Í umræðum á Alþingi var samgönguráðherra inntur svara um hvort hann hefði ekki áhyggjur af stöðu íslenskrar garðyrkju, komi til samþykktar op3.

Í stuttu máli svaraði ráðherrann því að orkuverð hefði ekki hækkað svo mikið, að mesta hækkun hefði orðið vegna flutnings orkunnar. Hann nefndi að garðyrkjubændur fengju niðurgreiðslu á orkuflutningi og bauð upp á frekari umræður um hvort auka ætti þær. Að lokum ítrekaði ráðherrann að þetta kæmi ekki orkupökkunum við, þetta væru íslensk lög.

Er ráðherrann virkilega svo fáfróður um málið?! Hefur hann ekkert kynnt sér um hvað op3 snýst, eða um hvað op1 og 2 snerust?

Með op1 var sett fram krafa um skiptingu orkufyrirtækja upp í framleiðslu, flutning og sölu. Við þessa breytingu hækkaði orkureikningur landsmanna, bæði vegna þess að kerfið varð dýrara í framkvæmd, þar sem nú sinna þrjú fyrirtæki því sem eitt gerði áður og einnig vegna þess að við stofnun Landsnets var aukinn kostnaður færður frá framleiðslu yfir til flutnings. Því þurfti að auka niðurgreiðslur til stórnotenda og dreifbýlis. Því eru þessar hækkanir og auknu niðurgreiðslur bein afleiðing af op1, þó vissulega lögin sem ákváðu niðurgreiðslurnar séu íslensk.

Við samþykkt op3 mun þetta breytast nokkuð. Landsnet mun ekki lengur hafa heimild til að ákveða sjálft með hvaða hætti eða hvort orkufyrirtæki sem stofnuð verða, t.d. vindmilluskógar, verði tengd landskerfinu, heldur ber skylda til að gera slíkt. Þá er skýrt tekið fram í op3 að þann kostnað beri Landsneti að setja inn í sínar verðskrár. Orkustofnun, verðandi undirfyrirtæki ACER, mun hafa eftirlit með framkvæmdinni og ef einhver meinbugur er á, mun málið kært. Þetta mun leiða til mikillar hækkunar á flutningskostnaði orkunnar og við neytendur þurfum að greiða, einnig garðyrkjubændur. Þá er tekið til í op3 að ekki sé heimilt að niðurgreiða orkuverð eða flutning, þannig að ekki verður annað séð að jafnvel þó enginn strengur verði lagður, muni orkuverð hækka verulega, sérstaklega hjá þeim sem hafa verið að fá einhverja lækkun í formi niðurgreiðslna á flutningi.

Mann rekur í rogastans að hlusta á ráðamenn tala með þeim hætti sem ráðherra gerði og veltir virkilega fyrir sér hvað veldur. Við vitum að nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa beinan persónulegan hag af samþykkt op3, en það á vissulega ekki við um fjöldann, eða hvað?

 


mbl.is Alþingi samþykki ákvæði um auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert hlægilegt við að fórna sjálfstæði heillar þjóðar

Rafstrengur milli Íslands og meginlands Evrópu mun koma, bara spurning hvenær. Þegar sú stund rennur upp, skipir öllu fyrir okkur sem þjóða að hafa allt vald yfir öllum þáttum orkunnar okkar, framleiðslu, flutning og sölu. Það er því grátlegt, svo ekki sé meira sagt, að Alþingi Íslendinga skuli vera að koma því svo fyrir að það vald verði skert eða jafnvel afnumið með öllu. 

Samþykki Alþingi orkupakka 3 frá ESB mun lagning á slíkum streng verða fyrr en seinna. Op3 er jú saminn og ætlaður til stjórnunnar á flutningi orku milli landa. Strax við samþykkt op3 verður stofnað nýtt embætti, eins konar landsreglari. Ríkisstjórnin hefur gefið út að Orkustofnun muni taka það verk að sér. Þetta embætti mun ekki hlíta valdi Alþingis eða ráðherra, heldur ACER, yfirstofnun ESB um orkumál. Vegna veru okar í EES mun þó verða settur einn milli liður, ESA, sem mun taka við skipunum ACER og koma þeim til Orkustofnunar. Þarna er klárlega verið að færa vald úr landi og það hlýtur að teljast brot á stjórnarskrá. Að auki munu öll mál sem ágreiningur kemur um, verða dæmd fyrir EFTA dómstólnum. Því er einnig verið að færa dómsvald úr landi, sem einnig telst brot á stjórnarskrá. Ríkisstjórnin hefur ekki andmælt þessu en telur þessi atriði minniháttar.

Þegar kemur að öðrum málum tilskipunarinnar hefur ríkisstjórnin tekið þá ákvörðun að þeim skuli frestað, þar til strengur hefur verið lagður og að sú ákvörðun muni verða í höndum Alþingis. Ég veit ekki með þingmenn, en fyrir aumum almúganum gengur þetta einfaldlega ekki upp. Annað hvort afsalar þú þér einhverju eða ekki. Lögmenn hafa hins vegar verið á öndverðum meiði um hvort þessi ætlun ríkisstjórnarinnar gangi, en það kemur vart á óvart. Lögfræðingar eru jú menntaðir í að flækja lögin sem mest og eru sjaldnast sammála. Á því lifa þeir og launaður lögfræðingur velur jú alltaf að verja málstað þess er borgar. Því ætti kannski að leggja eyrun við þegar lögfræðingur sem ekki fær borgað fyrir sitt álit, gefur það út.

Þá er ljóst að jafnvel þó þessi ætlun ríkisstjórnarinnar stæðist, er einungis um frestun að ræða og á endanum mun öll stjórn orkumála færast úr landi. Það er jú kosið til Alþingis á minnst fjögurra ára fresti og ekki fjarlægt að ætla að yfirlýstir ESB flokkar muni á einhverjum tímapunkt komast til valda og þá verður fjandinn laus.

Velji þingmenn hins vegar að nýta þá fáu kosti sem EES samningurinn gefur okkur og vísa málinu aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar, munum við sjálf getað ráðið hvort eða hvenær sæstrengur verði lagður. Þegar sú stund rennur upp munum við sjálf ráða verði orkunnar og því magni sem við kærum okkur um að selja úr landi. Við munum áfram ráða framleiðslu, flutningi og sölu orkunnar okkar. Orkustofnun verður þá áfram undir stjórn Alþingis og ráðherra og öll deilumál sem upp kunn að koma á þessu svið, munu verða leyst fyrir íslenskum dómstólum. Við munum áfram verða sjálfstæð þjóð.

Þessa leið, að vísa máli aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar, telur formaður utanríkismálanefndar vera "handbremsu", en er í raun bara hluti af þeim samningi sem Alþingi nauðgaði gegnum þingið þann 12. janúar 1993, með minnsta mögulega meirihluta. Þann meirihluta var hægt að berja saman með því að telja þingmönnum trú um að aldrei kæmi sú staða að gengið yrði nærri stjórnarskránni og að í samningnum væri skýr ákvæði um að hægt væri að vísa málum aftur til sameiginlegu nefndarinnar, ef Alþingi kysi svo. Reyndar voru orkumál utan þess samnings í upphafi, ásamt landbúnaði og sjávarútvegi. Nokkuð er víst að ekki hefði náðst meirihluti á Alþingi án þessa. Ef þingmenn hefðu haft grun um hversu víðtækt brot á stjórnarskrá hann hefði för með sér, ef ekki hefði verið ákvæði í samningnum um að snúa mætti til baka einstökum tilskipunum, ef þingmenn veldu slíkt og ef minnsti grunur hefði verið um að orkumál ættu eftir að verða hluti þessa samnings, er ljóst að stór meirihluti þingmanna hefði fellt hann, í upphafi árs 1993. Þeir sem muna umræðuna vita þetta, þó unglingar nútímans, sem ekki þekkja Ísland utan EES þykist vita betur.

Þingmenn Miðflokksins hafa verið duglegir við að standa vörð sjálfstæðis okkar. Þeim tókst í tvígang að fresta afgreiðslu tilskipunar ESB um orkumál, er kallast op3. Með elju þeirra á Alþingi varð það úr að ríkisstjórnin ákvað að setja fyrirvara um op3, í raun að samþykkja tilskipunina en fresta upptöku hennar að mestu leiti og telur sig þannig vera að koma í veg fyrir brot á stjórnarskrá. Ferðamála- iðnaðar- nýsköpunar og dómsmálaráðherra kallaði þetta "að koma til móts við andmælendur orkupakkans".  Því miður kemur þetta ekki í veg fyrir brot á stjórnarskránni. Eins og áður segir mun sá hluti sem stjórnvöld ætla að taka upp strax, vera brot á stjórnarskránni og að auki eru litlar líkur á að þeir svokallaðir fyrirvarar muni halda gagnvart EFTA dómstólnum. Ástæða frestunar málsins á Alþingi, í tvígang, var af nauðsyn en ekki góðmennsku stjórnvalda.

Í vor, þegar Miðflokksmenn stóðu vaktina á þingi, sáu aðrir þingmenn ekki ástæðu til að hlusta á mál þeirra. Því var salur þingsins stundum fámennur, jafnvel heilu sólahringana. Nú er umræðan hafin að nýju og þingmenn annarra flokka neyðast til að sitja í þingsal. Það merkilega er að þeir sem mest voru fjarverandi umræðuna á þingi vor, þykjast þó vita hvað sagt var og telja umræðuna nú vera endurtekningu. Þykir þetta jafnvel hlægilegt. Það væri gaman, eftir að þeir þingmenn sem nú ætla að samþykkja op3, standa frammi fyrir því hvað þeir hafa gert, að geta sagt "sá hlær best er síðast hlær".

En því miður verður fáum þá hlátur í hug, það er ekkert hlægilegt við að missa sjálfstæði þjóðarinnar!!

 

 

 


mbl.is Hlógu að ummælum Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband