Herjólfur

Nú er kominn til landsins og reyndar nokkuð síðan, nýr Herjólfur. Ekki reyndist unnt að fá notað skip í stað eldri Herjólfs og því var ákveðið að byggt skyldi nýtt skip, sem hannað yrði sérstaklega til siglinga milli Landeyjarhafnar og Vestmanneyja. Vissulega var þetta mun dýrari lausn en talin nauðsynleg. Skipið kom til landsins fyrir rúmum mánuði síðan og átti að hefja siglingar skömmu síðar. En þá kom babb í bátinn. Þetta skip, sem sérstaklega var hannað fyrir þessar tvær hafnir, passaði bara alls ekki.

Nú er spurning hvað misfórst. Hafnirnar eru jú eins og þær voru þegar skipið var hannað, engin breyting orðið þar. Fyrst kom í ljós að ekjubrúin var allt of brött, síðan að landgangur passaði bara alls ekki og nú er komið í ljós að viðlegukantur er fjarri því að passa fyrir þetta skip. Er hægt að gera stærri hönnunarmistök?

Að vísu hefur það verið frekar regla en undantekning að sérfræðingum vegagerðarinnar mistekst í hönnum og má nefna fjölmörg dæmi þar um. En að skip sem sérstaklega er hannað fyrir tvær ákveðnar hafnir skuli ekki passa, er nokkuð kómískt.

Og nú segir fjölmiðlafulltrúi vegagerðarinnar að þetta sé bara allt í lagi, að ekkert liggi á að bæta úr. Gamli Herjólfur sinni þessu bara ágætlega! Til hvers í and... var þá verið að láta byggja nýjan?!!

Vestamanneyingar hafa verið nokkuð utan kerfis þegar að samgöngumálum kemur. Stjórnvöld hverju sinni hafa verið ótrúlega dugleg að humma fram af sér bætur fyrir þetta sveitarfélag, sem telur jú á fimmta þúsund íbúa. Allar lausnir miðast við að kostnaður sé sem minnstur og leiðir það gjarnan til að úrbætur verða í mýflugumynd. Þegar upp er staðið eru lausnir fáar og lélegar og kostnaður fer langt fram úr hófi.

Engan hefði þó grunað að sérhannað skip fyrir þessar tvær hafnir myndi ekki passa þegar það loks kom til landsins.


mbl.is Segir þolinmæði á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband