Vísindi, sjórnmál og peningar

Fyrst af öllu ætla ég að taka upp breytt orðalag. Fram til þessa hef ég talað um efasemdarfólk og fólk sem trúir, þegar loftlagsmál eru rædd. Orðið afneitunarsinnar hefur sífellt orðið algengara á efasemdarfólk, jafnvel þingmenn farnir að skrifa greinar til réttlætingar þess orðs og ríkisútvarpið notar það í sinni umfjöllun, tel ég rétt að kalla þá sem trúa á manngert loftslag, hamfarasinna. Mér er illa við þessi bæði orð, en til að tolla í tískunni verður maður jú að spila með.

En þessi pistill átti ekki að vera um orðnotkun, heldur vísindi, stjórnmá og peninga. Mjög hefur verið haldið á lofti að vísindamenn þiggi ekki greiðslur fyrir sín störf, að þeir séu engum háðir og vinni allt út frá vísindalegum forsendum. Í hinum fullkomna heimi væri svo, en svo er þó alls ekki. allir þurfa jú salt í grautinn, einnig vísindamenn. Þeir sækja því vinnu, oftast hjá einhverjum stofnunum og því merkilegri sem stofnunin er, því virtari telja vísindamenn sig vera. Auk þess sem launin hækka eftir því sem stofnunin verður virtari. Ekki ætla ég að halda því fram vísindamenn, almennt, séu að taka við aukagreiðslum ofaná sín laun, en starfið getur vissulega verið í húfi, ef ekki er gert það sem ætlast er til.

Hins vegar er vitað að þær stofnanir sem vísindamenn vinna hjá eru alfarið háðar fjárframlögum. Þau fjárframlög koma bæði frá ríkissjóðum landa sem og frá þeim sem eiga mikla peninga. Því er víst að það skiptir miklu máli fyrir stofnanir að frá þeim komi það sem hentar þeim er með fjármagnið fara, hvort heldur það eru þeir sem tímabundið fara með fjármál ríkja eða einhverjum sem beinlínis hagnast á "réttum" niðurstöðum vísindamanna. Því eru vísindamenn gjarnan bundnir við að "réttar" niðurstöður séu framreiddar, þó ekki væri nema til að halda stöðu sinni.

Sem dæmi flutti kanadískur vísindamaður, Susan Janet Crockford, prófessor í mannfræði og dýrafræðingur við Viktoríuháskóla, erindi þar sem hún benti á hið augljósa. Að Ísbirnir væru í mestri þörf fyrir mat eftir að þeir skriðu úr híði að vori, að það væri þá sem sem líf húna hennar réðust og því ætti hlýnun loftlags og minnkun heimskautaíss einmitt að auka lífslíkur ísbjarna, að þá yrði auðveldara fyrir þá að afla sér matar. Fyrir þennan fyrirlestur var hún rekin frá háskólanum!

Það er ljóst öllu hugsandi fólki að peningar hafa áhrif á vísindamenn. Hellst að þeir sem eru komnir á eftirlaun og engum háðir geti talað út frá vísindum á hlutlægan hátt. Enda er það svo að flestir þeirra sem tala gegn því að veðurfar jarðar sé manngert, að ekki sé talað um hamfarahlýnun, eru vísindamenn á efri árum, komnir á eftirlaun. Hafa engu að tapa og eru engum háðir.

Aðeins um stjórnmál. Ef eitthvað skiptir stjórnmálamenn máli, eru það peningar. Hugsjónir og stefnur eru einskis virði þegar völdum er náð. Því skipir öllu máli fyrir stjórnmálamenn að hlíða í einu og öllu því sem peningamenn sega. Þetta eru auðvitað ekki ný sannindi, hefur þekkst um nokkuð langan tíma. Hin síðari ár hafa fjármagnöflin þó sífellt verið að gera sig gildari í stjórnmálum. Því skiptir máli fyrir stjórnmálamenn hvernig þeir haga sér. Litið er fram hjá tali þeirra um stefnumál og hugsjónir fyrir kosningar, en eftir þær skulu menn spila rétt!

Að halda því fram að peningar skipti ekki máli í vísindum, eins og haldið var fram í svokölluðum borgarafundi um loftlagsmál, á ruv, er firra. Á þessu ári nema styrkir frá ríkisstjórnum og fjármálamönnum, vegna global warming um 400 milljörðum bandaríkjadala. Þá er ótalinn óbeinn kostnaður. Ríkisstjórnir sækja þetta fé í vasa þegna sinna og ef einhver heldur að fjármálamenn leggi fram peninga af hugsjón, er það mikill misskilningur. Þeir nota sína peninga til að ávaxta þá.

Vísindi byggjast á rannsóknum og tilgátum. Vísindamenn eiga að vera tilbúnir að skipta um skoðun, komi í ljós að fyrri tilgáta var röng eða að nýjar rannsóknir gefa til kynna að svo hafi verið. Á þessu verður stundum misbrestur, það er þekkt úr sögunni. Ætíð hefur þó sannleikurinn opinberast þó á stundum þeir sem héldu honum fram væri burtu flognir meðal lifandi manna.

Enginn efast um að hlýnað hefur á jörðinni frá lokum litlu ísaldar. Einnig er vitað að oftar en ekki hefur verið hlýrra á jörðinni í sögu hennar. Reyndar er það svo að sá upphafspunktur sem valin er til mælinga hlýnunar jarðar er í lok eins kaldasta skeiðs jarðar um þúsundir ára og reyndar kaldasta tímabil fyrir utan alvöru ísaldarskeiða jarðarinnar. Við lifum því í dag mun nær ísöld en hlýskeiði, enda benti fyrrum veðurstofustjóri á að hann hefði svo sem ekki miklar áhyggjur þó hitastig hækki um tvær gráður, mun alvarlegra væri ef það hefði lækkað um þær tvær gráður.

Frá aldamótum hefur hitastig jarðar staðið nokkuð í stað, þ.e. samkvæmt mælingum á jörðu niðri. Mælingar gervihnatta segja reyndar annað, en þær mælingar hefur reglulega þurft að leiðrétta, allt frá því þær hófust, seint á sjötta áratugnum.

Nokkuð er víst að þessi stöðugleiki í hitastigi jarðar, sem verið hefur frá aldamótum, mun ekki haldast. Hvort enn frekari hlýnun verði, jafnvel svo að svipuðu hitastigi verði náð og við landnám eða jafnvel svipuðum hita og var er Rómaveldi varð til, er útilokað að segja til um. Allt eins gæti kólnað aftur, aftur orðið sú staða að firðir hér á landi og ár og skipaskurðir Evrópu yrðu ísilagðaðir stóran hluta vetrar. Eitt er þó ljóst að um stóran hluta norðurhvels jarðarinnar, þ.e. í Rússlandi og Norður Ameríku, hefur árið í ár verið hið kaldasta í áratugi og sumstaðar hafa jafnvel kuldamet allt frá nítjándu öld fallið. Hvort um einstakt ár er að ræða eða hvort þetta er vísir að því að það fari kólnandi, get ég auðvitað ekki sagt til um.

Hamfarasinnar kenna auðvitað hlýnun jarðar um þennan kulda, en það er önnur saga.

 

 


Bloggfærslur 24. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband