Grunnlaun - heildarlaun

Það er sitt hvað, grunnlaun og heildarlaun. Grunnlaun eru þau laun sem launþegi fær að lágmarki, fyrir þá vinnu sem hann ræður sig til. Heildarlaun eru aftur þau laun sem hann fær greitt fyrir eftir að búið er að bæta við þeim greiðslum sem launamaðurinn á rétt á að auki.

Þær greiðslur geta verið mismunandi, t.d. vaktaálag eða eitthvað annað sem launamaðurinn leggur atvinnurekanda til með sínu vinnuframlagi. Í dag er það svo að lágmarkslaun eru sögð 300.000 krónur fyrir fulla vinnu í mánuð. En þetta er ekki svona einfalt, þar sem einhverjum snilling datt það snjallræði í hug að þarna væri um heildarlaun að ræða.

Það segir að grunnlaun geta verið mun lægri, eða um 260.000 kr fyrir fulla vinnu í mánuð. Þannig er launþegi á lægstu launum, en skilar sínu vinnuframlagi á öllum tímum sólahrings, alla daga ársins, er í vaktavinnu, að greiða sér sjálfur vaktaálagið að hluta. Vinnufélagi hans, sem skilar eingöngu vinnu á virkum dögum og dagvinnutíma, fær hins vegar 40.000 kr í tekjutryggingu, til að ná 300.000 kr! Atvinnurekandinn þarf þá ekki að greiða vaktavinnumanninum nema 40.000 kr í vaktaálag í stað um 80.000 króna, þar sem vaktaálag er ákveðin prósenta af grunnlaunum, rétt eins og yfirvinnukaup reiknast einnig sem ákveðið hlutfall af þeim.

Þetta dæmi, sem er alls ekki einsdæmi heldur kaldur raunveruleiki hjá mörgum atvinnurekendum, sýnir og sannar að í kjaraviðræðum eru það grunnlaun sem skipta máli, ekki heildarlaun.

Þeir sem ekki skilja þessa einföldu staðreynd ættu alveg að láta vera að tjá sig um kjaramál, svona yfirleitt!!

Hér fyrir neðan geta lesendur séð hvernig þetta er orðað í kjarasamningi SGS við SA, en þar segir skýrt að til lágmarkslauna teljist m.a. álags og aukagreiðslur.

 

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, fullar 173,33 unnar stundir á mánuði (40 stundir á viku), skulu

vera sem hér segir fyrir þá starfsmenn sem eftir að 18 ára aldri er náð hafa starfað a.m.k. sex

mánuði hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir):

1. maí 2017  kr. 300.000 á mánuði.

• Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná

framangreindum tekjum, en til tekna í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t.

hverskonar bónus-, álags- og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma.

Launauppbót vegna lágmarkstekjutryggingar skerðist ekki vegna samningsbundinnar

launahækkunar vegna aukinnar menntunar sem samningsaðilar standa sameiginlega að.

• Laun fyrir vinnu umfram 173,33 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði

reiknast ekki með í þessu sambandi.

 


mbl.is Rifist um mismunandi staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband