Misjafnt hafast þingmenn að

Meðan þingmaður Framsóknarflokks hefur áhyggjur af því að norskir stórútgerðamenn fái ekki að að stunda laxeldi við strendur okkar og óskar eftir eftir fundi í atvinnuveganefnd til að reyna að bæta þeim norsku skaðann, þá vill annar þingmaður, einnig í sömu nefnd en öðrum flokki, kalla nefndina saman til að ræða nýjasta útspil landbúnaðarmála. Í því útspili sínu ætlar ráðherra að demba íslenskum landbúnaði ofaní skúffu, svo hann þurfi nú ekkert að velt þeirri atvinnugrein meira fyrir sér.

Ef einhver hefði sagt við mann, fyrir nokkrum árum síðan, að ráðherra úr Sjálfstæðisflokki myndi leggja niður íslenskan landbúnað, bara rétt sí svona og það með einu pennastriki, hefði maður samstundis talið þann mann eitthvað undarlegan, jafnvel ekki heilann á geði. Kratar jú og þau æxli sem frá þeim hefur vaxið, eins og t.d. Viðreisn, væru vissulega trúandi til þessa, jafnvel varlegt að treysta VG til að standa vörð um hagsmuni landbúnaðarins eftir að Jón Bjarnason stimplaði sig út af Alþingi. En ekki móðurflokkur landsmanna. Ekki er neinu að treysta hjá Framsókn lengur, þó þeirra aðal vígi hafi alla tíð verið á landsbyggðinni. Þar er nú við völd fólk sem erfitt eða útilokað er að treysta, enda með meiri huga við að hjálpa norskum stórútgerðum en íslenskum bændum.

Að setja íslenskan landbúnað undir skrifstofu alþjóðamála sýnir annað af tvennu; þekkingarleysi ráðherrans á landbúnaði eða vísvitandi niðurlæging hans gegn þessum málaflokk. Hvort heldur er skiptir í sjálfu sér litlu máli, ráðherrann er greinilega ekki hæfur til síns starfs! Hann hefði allt eins getað afhent SVÞ yfirráð yfir þessum málaflokk.

Það fer að verða fátt um fína drætti fyrir okkur kjósendur. Þegar þessi ríkisstjórn loks fellur getur landsbyggðafólk afskrifað strax 6 af 8 stjórnmálaflokkum sem hafa menn á þingi. Þingmenn þessara sex flokka eru svo órafjarri fólkinu í landinu, sérstaklega því fólki sem býr utan borgarmarkanna, að óhjákvæmilega mun kvarnast verulega úr fylgi þeirra í næstu kosningum, sem vonandi verða haldnar sem fyrst svo ekki hljótist enn frekari skaði af.

 


mbl.is Hætt við ráðningu skrifstofustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband