Samgöngubót

Nú geta íbúar norðanverðra Vestfjarða farið að hlakka til, það styttist í að Dýrafjarðagöng opni.

Þá mun verða greiður vegur suður í Arnarfjörð, aldeilis ágæti sunnudagsrúntur. Vonandi sér Vegagerðin sóma sinn í að gera síðan hringtorg Arnarfjarðar megin við göngin, til að auðvelda mönnum að snúa við. Það er víst einhver bið eftir áframhaldi á vegabótum og nýjustu fregnir herma að bensín og díselbílar verði löngu úreltir, þegar loks næst að klára tenginu gangnanna við umheiminn, að sunnan verðu.

Vegamálaráðherra hefur nú gengið til liðs við hreppstjóra Reykjavíkurhrepps og ætlar að vera honum innan handar við að koma fjármunum í lóg. Borgarlína er nú fremst á dagskrá þeirra félaga svo kannski má ætla að ekki einungis bensín og díselbílar verði úreltir, heldur verði rafbílar búnir að fá sinn heiðurssess á byggðasöfnum landsins, þegar loks er hægt að klára þjóðveginn um Vestfirði!

 

 


mbl.is Lengd ganganna orðin 3.658 metrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband