Enn er hoggið í sama knérunn

Aldrei hefur þjóðin verið spurð að því hvort hún vilji að framsal valdheimilda verði rýmkað í stjórnarskránni. Þó ætla þingmenn að standa saman sem einn um slíka breytingu. Hvers vegna?

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta mál kemur upp. Eftir hrun var farið í ítarlega vinnu um breytingu stjórnarskrár, þar sem tilgangurinn var fyrst og fremst að afnema þennan varnagla úr henni, enda þáverandi stjórnarflokkar búnir að afreka að kljúfa þjóðina í tvennt með umsókn að ESB. Frumskilyrði slíkrar umsóknar var auðvitað að þurrka úr stjórnarskránni þau ákvæði sem hömluðu aðild að erlendu ríkjasambandi.

Þá hefur stundum heyrst að vegna þess að EES samningurinn er sífellt farinn að brjóta meira á þessu ákvæði stjórnarskrár, þurfi að afnema það. Svona rétt eins og ef breyta ætti lögum til samræmis við þarfir afbrotamanna. Þvílíkt bull!

Nú er staðan hins vegar sú að af einhverjum óskiljanlegum ástæðum vilja stjórnvöld endilega afhenda öll yfirráð yfir stjórn raforkumála til ESB og svo slíkt megi gerast verður auðvitað að laga stjórnarskránna aðeins til. Auðlindin verður ekki framseld með núgildandi stjórnarskrá og henni skal því breytt!

Auðvitað er það svo að stjórnarskrá er ekkert heilagt plagg og henni þarf að viðhalda. Breyta og bæta það sem þarf, miðað við þróun og þarfir. Slíkt hefur verið gert gegnum tíðina. Þegar núgildandi stjórnarskrá var samin voru hugtök eins og mannréttindi túlkuð á annan hátt en í dag og því lítið eða ekkert um það nefnt í frumútgáfunni. Í dag fjallar stór hluti stjórnarskrár um mannréttindi. Fleira mætti telja sem talist getur breyting til batnaðar á stjórnarskránni, frá því hún fyrst var skrifuð.

Framsali valdheimilda úr landi má þó ekki breyta í stjórnarskrá. Stjórnmálamönnum er fráleitt treystandi fyrir slíku. Það verður alltaf að vera í valdi þjóðarinnar sjálfrar að ákveða hvort eða hversu mikið af valdheimildum verði afhent erlendum aðilum, hvort sem þar er um að ræða erlend ríki, ríkjasambönd eða jafnvel erlendum auðkýfingum!!

Störf íslenskrar stjórnmálastéttar sanna svo ekki verður um villst, að hún hefur ekki vit til að fara með slíkt vald!!

Það versta er þó, að nauðsynlegum breytingum á stjórnarskrá, til að færa hana nær nútíma, gætu verið hafnað af þjóðinni. Ekki er ákvæði um að kosið sé um hverja efnislega breytingu stjórnarskrár fyrir sig, einungis kosið um breytinguna í heild sér. Því gætu nauðsynlegar breytingar hennar fallið af þeirri einu ástæðu að verið er að læða með afnámi til varnar afsali á valdheimildum til erlendra aðila. Taka varnagla þjóðarinnar og færa hann til misvitra og mis heiðarlegra stjórnmálamanna!


mbl.is Stjórnarskrárvinnan gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband