Hver græðir svo á þessu helví... rugli?

Verslun með kolefniskvóta er eitthvað mesta rugl sem nokkrum manni hefur dottið til hugar. Þetta er eins og að sópa ruslinu undir teppið hjá sér.

Fyrir það fyrsta þá er stór merkilegt að örfáum einstaklingum hafi tekist að fífla alla heimsbyggðina. Þetta er gert í nafni vísinda, sem jafnvel vísindi miðalda myndu skammast sín fyrir. Að einhver faktor í andrúmslofti jarðar, agnarsmátt brot af enn minna broti, skuli geta leitt til veðurfarsbreytinga, er auðvitað algerlega út úr kú. Sá orkugjafi sem sér um að halda jörðinni byggilegri, sjálf sólin, er auðvitað þar í aðalhlutverki og ansi lítið sem mannkynið getur þar við gert.

Fyrir það fyrsta þá sýna borkjarnar m.a. úr Grænlandsjökli, sem ná tugi þúsund ára aftur í tímann, að oft hefur verið mun hlýrra á jörðu en nú. Þetta segir manni fyrst og fremst að Grænlandsjökull bráðnar ekki, jafnvel þó hitastig jarðar sé mun hærra en nú og standi yfir í nokkrar aldir. Þó fullyrða menn að jökullinn muni hverfa á innanvið einni öld, ef hitasig jarðar hækkar örlítið meira!

Í öðru lagi, ef menn leggja trúnað á þetta rugl, þá væri fróðlegt að fá að vita hvernig verslun með kolefniskvóta á að minnka losun þessa efnis. Flugvélar munu fljúga um loftin blá áfram og skip sigla um höfin. Það eina sem skeður er að viðskiptavinir flug- og skipafélaga þurfa að borga meira fyrir þjónustuna og einhverjir útvaldir fá þann pening.

Mest er þó fásinnan í þessu öllu þegar eyja norður í miðju Atlantshafi er farin að framleiða sitt rafmagn að mestu með olíu- og kolakyntum orkuverum, auk kjarnorku. Þó finnast slík orkuver hvergi á eyjunni og þarf að fara yfir 1000 km út fyrir landsteina hennar til að finna slík ver!! Þeir íbúar eyjunnar sem vilja nota vistvæna orku þurfa nú að greiða auka peninga til að svo megi vera. Og einhver út í hinum stóra heimi græðir síðan á þeim viðskiptum!

Kannski á eftir að hlýna enn frekar á jörðinni, kannski fer að kólna aftur, það mun tíminn leiða í ljós. Þar verður sólin í aðalhlutverki, ekki mannskepnan.

https://www.youtube.com/watch?v=oYhCQv5tNsQ

 


mbl.is Verð losunarheimilda í sögulegu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband