Grænni borg

Dagur B Eggertsson boðar grænni borg. Nokkuð undarlegur boðskapur af þeim sem leitar uppi hvern grænan blett í borginni, til að færa vinum sínum byggingarrétt á. Kallar þessa vinavæðingu sína þéttingu byggðar.

Einn er þó sá blettur innan borgarmarkanna sem virðist friðhelgur, en það er umhverfi lóðarinnar á horni Óðinsgötu og Spítalastígs. Þar væri auðveldlega hægt að koma fyrir þokkalegu hóteli eða jafnvel einhverri dýrindis íbúðablokk fyrir þá best settu og það án þess að þurfa að fella eitt einasta hús. En það er víst búið að tryggja að þarna verði ekki byggt, einn íbúinn á svæðinu búinn að festa sér lóðaréttinn umhverfis hús sitt, til að tryggja sér "speis" og gott bílastæði!

En aftur að grænu borginni hans Dags. Auðvitað má gera borgina fallega græna með því að mála alla steinkumbaldanna sem verið er að troða niður á milli og yfir eldri fallegri hús miðborgarinnar, græna. Það yrði ekki amalegt að aka niður Geirsgötuna með fjallhá hús, fagurgræn að lit, á báða bóga og síðan til baka eftir Tryggvagötunni með jafnvel enn hærri fagurgræna steypukassa á alla vegu. Miðborgin fengi sannarlega sérstak ásýnd og víst að ferðamenn myndu flykkjast í hópum til landsins, til að berja þetta undur augum!!


mbl.is Vill breytt stjórnkerfi og aðalskipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband