Spámaðurinn mikli

Hinn mikli spámaður Eiríkur Bergmann Einarsson, evrópufræðingur, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi Samfylkingar, hefur nú fellt sinn dóm. Öllum til huggunar er einstaklega sjaldgæft að spádómar þessa mikla spámanns rætist.

Skoðanakannanir eru ekki kosningaúrslit og því fráleitt að velta sér upp úr hugmyndum um meirihlutasamstarf samkvæmt þeim. Það eru getgátur einar sem engu máli skipta. Eftir að talið hefur verið upp úr kjörkössum kemur tími svokallaðra stjórnmálafræðinga, að segja sitt álit. Þar til eiga þeir að hafa vit á að þegja, nema auðvitað þeir séu að hygla einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokk.

Svo oft höfum við gengið að kjörborðinu síðastliðinn áratug, með tilheyrandi flóði skoðanakanna, að allir landsmenn ættu að vita að slíkar kannanir eru ekki marktækar. Jafnvel kannanir sem gerðar hafa verið örskömmu fyrir kosningadag, hafa verið svo fjarri raunveruleikanum að furðu sætir.

Hitt er annað mál að útgáfa skoðanakanna er vissulega skoðanamyndandi, þó sérstaklega þegar "vitringar" eru látnir blása í kjölfarið. Þessu hefur verið mjög haldið á lofti á fréttstofu ruv, jafnvel svo vel að verki staðið þar að túlkun skoðanakanna hefur á stundum verið teygð vel til, svo réttur álitsgjafi geti gefið rétt álit.

Og nú ætlar útvarp K100, í eigu moggans, að feta sömu leið og nýta sömu "sérfræðingana". Það er mogganum til minnkunar.


mbl.is Viðreisn í oddastöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband