Ráðherra niðurlægir kjósendur!

Eitt af stóru kosningaloforðum Framsóknar fyrir kosningarnar haustið 2017, var að vegagjöld yrðu aldrei tekin upp kæmist flokkurinn til valda. Formaður flokksins (SIJ) var duglegur að halda þessu kosningaloforði á lofti og koma vart fram í fjölmiðlum eða fram á fundum án þess að nefna einmitt þetta kosningaloforð.

Í fyrstu tveim viðtölum við fjölmiðla, eftir að hafa tekið við stól samgönguráðherra, ítrekaði SIJ enn og aftur þetta atriði. Síðan komu áramót, með sinni gleði og glaum. Eitthvað hefur ruglast í kolli ráðherrans í þeim gleðskap, því í fyrsta viðtali hans við fjölmiðla á árinu 2018, innan við viku frá því síðasta, var komið annað hljóð í kallinn. Nú voru veggjöld allt í einu orðin hans hugðarefni og hafa verið síðan.

Í þeirri frétt sem þessi pistil er hengdur við, er í fyrsta skipti sem fréttamaður nefnir þessar staðreyndir við ráðherrann og hann krafinn skýringa. Svar ráðherrans er vægast sagt undarlegt. Annað hvort er hann að hæðast að kjósendum og niðurlægja þá, nú eða eitthvað stórkostlegt er að í kolli ráðherrans!

Nú heldur hann því fram að hann hafi aldrei verið á móti veggjöldum, bara á móti tollahliðum. Hann nefnir sem dæmi að aðferðarfræðin við Hvalfjarðargöng þóknist honum! Er minni ráðherrans svo skert að hann man ekki að hann sjálfur var síðasti maður Íslands til að greiða toll í tollskýli Hvalfjarðargangna!! Íslenskir stjórnmálamenn hafa verið krafðir um geðrannsókn fyrir minna rugl!

Það er nú svo að nú þegar eru flest verk í vegagerð unnin af verktökum og því engin stefnubreyting þar á hjá ráðherra. Hitt má vel hugsa sér að verktakar taki einnig yfir hönnun og fjármögnun verkefna. Þá á einfaldlega að semja við þá verktaka um ákveðna greiðslu á ári hverju af vegafé. Veggjöld eiga ekkert að þurfa að koma til.

Hitt má svo aftur skoða að taka upp einhverskonar aðra aðferð við fjármögnun vegaframkvæmda en nú er. Það hlýtur þá að skoðast í því ljósi að núverandi aðferð leggist þá niður fyrir einhverja aðra. Tvísköttun á ekki og má ekki koma til greina, aldrei!!

Það er ljótt að hæðast að fólki, enn verra þegar ráðherrar telja sig þess umkomna að gera slíkt við sína kjósendur. Þingmenn og ekki síst ráðherrar eru starfsfólk kjósenda, ekki öfugt!!


mbl.is Aðkoma einkaaðila flýti framkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband