Málið er skuggalegra en haldið hefur verið fram

Það er ljóst að sæstrengur er kominn mun lengra í kerfinu hér enn menn hafa látið í veðri vaka og ekki annað séð en að ráðherrar sé mjög vel meðvitaðir um þá staðreynd. Þetta skýrir kannski hvers vegna nokkrir ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir þó þar kannski fremst í flokki, leggja slíka ofuráherslu á samþykkt 3. orkumálapakka ESB. Ráðherrar hafa vísvitandi logið að þjóðinni.

Fyrir skömmu sagði Þórdís að "sum svör vildu menn ekki heyra" og bætti við "að talað væri niður til þeirra sem best vissu um málið".

Þetta eru vissulega orð að sönnu hjá ráðherranum. Hún hengir sig á álit eins lögfræðings, sem hann tók sér tvo heila daga til að semja. Annað vill hún ekki heyra og í hvert sinn sem hún er spurð erfiðra spurninga um málið, talar hún þóttalega til viðspyrjandans, rétt eins og kom fram á Alþingi, er hún svaraði fyrirspurn SDG.

Engu skiptir í huga ráðherrans þó norskur lögfræðingur með sérþekkingu á ESB rétti, sjái málið í allt öðru og skelfilegra ljósi. Eftir að hafa farið yfir lögfræðiálit það er ráðherrann keypti og tekið sér góðan tíma til þess, komst þessi evópufræðingur að því að ekki stóð steinn yfir steini í hinu keypta áliti, sem ráðherrann velur að nota sem sitt leiðarljós. Álit evrópusérfræðingsins er samhljóða áliti nokkurra íslenskra lögfræðinga, með sérþekkingu á ESB rétti, sem og hinna ýmsu fræðinga sem þekkja einna best til þessa máls, sumir búnir að kynna sér það í þaula.

Ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokks ættu aðeins að íhuga stöðu sína. Þeir hafa í sínu farteski umboð frá æðstu stofnun flokksins, landsfundi, um að hafna þessum pakka frá Brussel. Fari þeir gegn sínu baklandi þurfa þeir sennilega flestir að finna sér aðra vinnu eftir næstu kosningar. Það er alveg ljóst að það eru sumir ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokks sem draga þennan vagn fáviskunnar út í drullusvaðið. Framsókn er þar bara attaníossi og gerir það sem þarf til að halda stólum. Hugsun þeirra nær ekki fram til næstu kosninga. Og VG er kominn í þá stöðu að þeir geta ekki með neinum hætti gengið til kosninga. Alveg er á kristaltæru að Þórdís mun ekki njóta náðar kjósenda í sínu kjördæmi, breyti hún ekki afstöðu sinni í þessu máli.

Þá spyr maður sig; hvers vegna láta ráðherrar sjálfstæðisflokks svona? Ein skýringin er að þeir séu þegar komnir með sæstreng svo langt að erfitt er að snúa við, en það skýrir þó ekki allan illviljann til landsmanna. Getur verið að þetta fólk sem fremst stendur í samþykkt 3. orkupakka ESB, eða eittvað fólk sem er því nátengt, eigi einhverra hagsmuna að gæta?

 

3. orkumálapakki ESB snýr fyrst og fremst að orkuflutningum milli landa, auk ýmissa annarra aukaverkana. Á þeirri forsendu er lögfræðiálitið sem ráðherra keypti, byggt. Þó er ljóst að þó enginn strengur komi, munu áhrif pakkans verða nokkuð víðtæk. Um það má lesa í mörgum greinum sem ritaðar hafa verið, af fólki sem hefur mun meiri þekkingu en ég á þessu máli. Þar hefur Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, kannski verið fremstur í flokki, en ljóst er að hann hefur mikla og víðtæka þekkingu á málinu. Nú er ljóst að eina forsendan sem finnst í hinu pantaða áliti ráðherrans er brostin og strengur til Bretlands kominn á fullt rek.

Hingað til hefur fyrst og fremst verið deilt um hvort 3. orkupakki ESB sé bara slæmur fyrir okkur íslendinga eða hvort hann er mjög slæmur. Þetta var í sjálfu sér réttmætt deila, meðan hægt var að telja fólki trú um að enginn strengur væri á leiðinni. Nú þarf ekki lengur að deila um þetta og eftir stendur að samþykkt þessa pakka mun valda þjóðinni skelfingu.

Atvinnufyrirtæki munu leggja upp laupana, sum fljótlega en önnur, eins og stóriðjan, þegar gildandi raforkusamningar falla úr gildi. Þegar er ljóst að garðyrkjubændur munu allir hætta sinni starfsemi, enda rekstrargrundvöllur þeirra nánast brostinn nú þegar, eftir að orkufyrirtækin hér á landi hættu að selja þeim umframorku. Annar landbúnaður mun leggjast af, þar sem hækkun orkuverðs mun verða þeim ofviða og í framhaldi af því mun ferðaþjónustan skerðast gífurlega, enda landið þá komið í auðn á stórum svæðum.

Eftir munu einhver kaffihús í miðbæ Reykjavíkur standa og hinn nýi Landspítali, sem á að taka í gagnið á svipuðum tíma og lagningu strengsins er lokið, mun standa nánast tómur. Landsmenn verða að stærstum hluta fluttir úr landi.

Þetta er ekki glæsileg sýn sem fyrir augum ber, fái þessir misvitru ráðherra Sjálfstæðisflokks framgengt vilja sínum og lygum.

Hugguleg gjöf sem þeir ætla að færa þjóðinni, á fyrsta ári annarrar aldar sjálfstæðisins!!

 

 

 

 


mbl.is Ice Link-strengurinn á lista ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband