Píratar kunna þetta

Það verður að segjast að Pírötum hefur gengið vel að aðlagast íslenskri pólitík, þau sex ár sem þeir hafa verið til. Þegar búið er að drulla í buxurnar er einfaldlega sagt: "Okkur blöskrar gríðarlega"!

Eftir borgarstjórnarkosningarnar 2014 var ljóst að þessi flokkur hafði náð einum manni til setu í stjórn borgarinnar. Mikið lá við að koma þeim manni í meirihlutasamstarfið og í því skyni stofnað sérstakt embætti innan ofvaxins embættismannakerfis Reykjavíkurborgar og þessum nýja meðlimi meirihlutans færð yfirstjórn þess. Þetta embætti kallaðist "Stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar".

Þegar farið er á vef Reykjavíkurborgar má finna lýsingu á þessu nýja embætti. Þar segir m.a.:

"Þá fer stjórnkerfis- og lýðræðisráð með það verkefni að auka aðgang að upplýsingum og gera þjónustu við borgarbúa skilvirkari, markvissari og sýnilegri".

Ekki verður betur séð að samkvæmt þessu sé fulltrúi Pírata í meirihlutastjórn Reykjavíkur á síðasta kjörtímabili, hafi einmitt átt að sjá til þess að ekkert í líkingu við "Braggablúsinn" gæti komið upp, að hann sé einn þeirra sem mestu ábyrgðina ber, ásamt auðvitað sjálfum borgarstjóranum!

Þá er náttúrulega bera tilvalið að segja "Okkur blöskrar gríðarlega".


mbl.is „Okkur blöskrar gríðarlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband