"Hin nýja, spenn­andi, kraft­mikla, fjöl­menn­ing­ar­lega para­dís"­

 

Fyrir ekki löngu síðan varð allt vitlaust innan sænsku stjórnmálaelítunnar vegna ummæla sem Trump lét frá sér um slæmt ástand í Svíþjóð, vegna stefnu þeirra í innflytjendamálum, eða öllu heldur stefnuleysis og þeirra vandamála sem því stefnuleysi fylgdi.´

Styttra er síðan norskum stjórnmálamanni var nánast vísað burt af sænskri grund, fyrir að nefna þennan vanda, sem Svíar hafa byggt sér.

Í báðum þessum málum varð sænska stjórnmálaelítan frávita af bræði, fullyrti að enginn vandi væri af innflytjendum þar í landi og fordæmdi alla þá sem efuðust.

Nú er ástandið orðið svo slæmt að forsætisráðherra landsins hótar að láta herinn í málið. Í umræðum á sænska þinginu sagði leiðtogi Svíþjóðardemókrata:

Þetta er hin nýja Svíþjóð; hin nýja, spenn­andi, kraft­mikla, fjöl­menn­ing­ar­lega para­dís ­sem svo marg­ir á þessu þingi hafa bar­ist fyr­ir svo lengi.“

Árið 2016, ári áður en þeir tveir stjórnmálamenn sem voguðu sér að nefna vandamál í Svíþjóð, voru 300 skotárásir og í þeim létust 106 manns. Hafi það ekki verið vandamál er ljóst að tíðni skotárása og dauðsfalla hefur aukist töluvert, úr því sænskir stjórnmálamenn, bæði innan og utan ríkisstjórnar, telji þörf á að kalla út herinn til að berjast gegn innflytjendum! Enn hafa tölur fyrir árið 2017 verið opinberaðar.

 


mbl.is Sænski herinn gegn glæpagengjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband