Það étur enginn sömu kökusneiðina tvisvar

 Aflátsbréfin svokölluðu, þ.e. sala á upprunaábyrgð framleiðslu orku, voru fundin upp af kontóristum ESB, suður í Brussel. Væntanlega strangtrúuðum kaþólikkum. Um aldir hafa slík aflátsbréf verið vinsæl hjá kaþólsku kirkjunni, þar sem syndarar hafa getað greitt sig frá syndum sínum.

Hvað um það, þessi viðskipti eiga sér stað og íslensk orkufyrirtæki hafa verið dugleg við að stunda þau. Héðan eru seldar upprunaábyrgðir fyrir framleiðslu á hreinni orku til kolaorkuvera á meginlandi Evrópu. Þau fyrirtæki skreyta sig síðan með þeim fjöðrum og selja sitt kolarafmagn sem hreina orku. Íslensku orkufyrirtækin taka á sig skítinn fyrir þau.

Vissulega geta íslensku orkufyrirtækin haldið því fram með sanni að þau framleiði einungis hreina orku, en þegar kemur að sölu til neytenda, er þessi orka langt frá því að vera hrein. Hreinleikinn var seldur úr landi, það étur enginn sömu kökusneiðina tvisvar.

Svona til upplýsinga þá seldu íslensku orkufyrirtækin aflátsbréf fyrir um 11% af sinni framleiðslu árið 2011, við neytendur fengum orku sem var framleidd 5% með kjarnorku og 6% með jarðefnaeldsneyti.

Árið 2015 var hluti aflátsbréfanna orðinn 79% af framleiðslu íslensku orkufyrirtækjanna, 20% fóru til kjarnorku og 59% til jarðefnaeldsneytis. Einungis 21% þeirrar orku sem íslenskir orkuframleiðendur framleiða telst vera endurnýjanleg orka!!

Smá viðbót:

Vegna þessara viðskipta sitjum við Íslendingar uppi með 154 kíló af geislavirkum úrgangi og höfum dælt 289.641 tonni af kóldioxídi út í andrúmsloftið. Þetta skrifast alfarið á Ísland.

Hreinleikinn var seldur úr landi!! 


mbl.is Rafmagnið 100% endurnýjanleg orka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband