Að berja hausnum við stein

Enn berja formenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks haus sínum við stein, enn er haldið áfram vonlausri stjórnarmyndun, enn hæðast þessir stjórnmálamenn að lýðræðinu og kjósendum!

Afstaða Framsóknar að þessum viðræðum eru kannski skiljanleg. Þar er formaður með skýr skilaboð frá æðstaklerk flokksins; minn flokk í ríkisstjórn sem er án SDG, málefni eru aukaatriði, einungis stólar skipta máli. Einföld skilaboð sem formaður verður að hlýða í einu og öllu.

Um hina tvo flokkana er aftur erfiðara að átta sig. Ljóst er að innan VG eru þegar komnar raddir, opinberlega, um að þetta fen eigi ekki að æða út í. Grasrótin, með hinn nýja varaformann flokksins, reynir að tala um fyrir Kötu, setur fram kröfu sem er óásættanleg fyrir viðsemjandann. Hún vill ekki heyra, enda stólarnir þægilegir! Vinnubrögð Kötu eru farin að minna skuggalega mikið á forverann.

Innan Sjálfstæðisflokks þegja menn þunnu hljóði. Þar þorir enginn að tjá sig, enda úthlutun stóla kannski á næsta leiti. Hver vill fórna stól fyrir stefnu?! Bjarni hefur sennilega fryst á sér hausinn, svona eins og í Icesave málinu. Vonandi þiðnar hann upp áður en illa fer.

Það er deginum ljósara að það er ekki verið að reyna myndum ríkisstjórnar um málefni, heldur menn. Slík ríkisstjórn mun engu koma í gegn. Stjórnarsáttmáli slíkrar ríkisstjórnar getur aldrei orðið afgerandi í einu né neinu, yrði einhverskonar moð sem allir telja sig geta túlkað á sinn hátt. Við fengum nasasjón af slíkum stjórnarsáttmála skömmu eftir síðustu áramót. Allir þekkja hvernig fór.

Nú hafa stæðstu tapflokkarnir á þingi myndað bandalag, enda er þeim loks að skiljast að þjóðin hafnaði þeim til landsstjórnar. Viðreisn, sem afneitaði sinni trú skömmu eftir kosningar, er genginn í vinstri blokkina. Hvað næst?

 

 


mbl.is „Þetta hefur bara gengið vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skyldi Sigurður Ingi kunna því hlutverki vel að vera sá sem geltir þegar honum er sigað????

Jóhann Elíasson, 11.11.2017 kl. 22:48

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hann stendur sig vel í því hlutverki - ennþá.

Gunnar Heiðarsson, 11.11.2017 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband