Hæðst að lýðræðinu

 

 

Fyrir tæpum tveim vikum óskuðu stjórnmálamenn eftir umboði þjóðarinnar, til næstu fjögurra ára. Þjóðin kaus og eins og gjarnt er fyrir slíka kosningu, voru loforð stjórnmálamanna stór og falleg.

Niðurstaða þessarar kosningar var nokkuð skýr, þó flestir eða allir teldu sig hafa unnið sigur, jafnvel sá flokkur sem þurrkaðist út af þingi! Þetta sýnir kannski best hversu utangátta við kjósendur og yfirleitt utangátta í þjóðfélaginu, stjórnmálastéttin er. Þessi stétt, sem við ætlumst til að stjórni landinu virðist búa í sínum eigin heimi, kíkja út um gluggann í nokkra daga fyrir kosningar og deila út loforðum, en loka síðan glugganum strax aftur, að loknum kosningum.

Fyrir okkur kjósendur var niðurstaðan skýr, það voru sigurvegarar, flokkar sem rétt náðu að vernda sína stöðu og síðan taparar.

Björt framtíð var auðvitað stæðsti taparinn, flokkurinn sem átti heiðurinn af því stutta kjörtímabili sem nú er lokið. Tapaði öllum sínum þingmönnum og fékk einungis stuðning tæplega 2.400 kjósenda, á landsvísu.

Píratar töpuðu litlu minna, misstu nærri helming sinna þingmanna, tæplega 10.000 kjósendur sneru við þeim baki.

Viðreisn, spútnik flokkur fyrir ári síðan, rétt náði að halda sér á þingi. Tap þess flokks var stórt, frá því að hafa 10,5% kjósenda að baki sér niður í 6,7%. Mátti þakka fyrir að missa ekki alla sína þingmenn.

Samfylking náði að klóra í bakkann, náði reyndar að auka sitt fylgi frá síðustu kosningu nokkuð, eða sem svarar kjósendum systurflokksins, BF. Það er þó langt frá væntingum og fjarri því að vera viðunnandi fyrir eina flokkinn sem nú er á þingi og kennir sig við jafnaðarstefnu. Á sínum mektarárum var þessi flokkur með yfir 30% fylgi, fékk nú einungis 12%. Auðvitað er þessi flokkur ekki tapari núna, en varla hægt að halda því fram að einhver sigur hafi unnist. Mun frekar að flokkurinn sé kannski rétt búinn að forða sér frá andláti og hugsanlega byrjaður að vinna sig upp. Næstu kosningar skera úr um hvort þessi flokkur verður talin með smáflokkum áfram, eða hvort hann verður megnandi.

Vinstri grænir höfðu miklar væntingar til þessara kosninga. Fylgisaukning upp á 1% var því mikil vonbrigði fyrir flokkinn. Sennilega fælir margann kjósandann minningin um störf þessa flokks, á árunum 2009 - 2013. Ekki bara hvernig flokkurinn afneitaði öllum sínum málum á þeim árum og tók harða afstöðu með fjármagnsöflunum, heldur einnig hitt að þessi flokkur er einstaklega óstöðugur á þingi. Á því tímabili sem VG var í ríkisstjórn, hlupu fimm þingmenn hans úr flokknum, ýmist yfir í aðra flokka eða störfuðu sjálfstæðir á þingi. Þetta fólk fékk á sig stimpilinn "VILLIKETTIR". Ríkisstjórn með flokk sem býr að slíkum fénaði, þarf helvíti góðan meirihluta til að standast ágjöf. Meirihluti upp á 2 þingmenn mun aldrei duga!

Sjálfstæðisflokkur tapaði nokkuð, eða 3,8% af sínu fylgi. Reyndar verður að segja eins og er að miðað við látlausar árásir fjölmiðla á flokkinn, einkum formann hans, sé þetta ágætur varnarsigur fyrir hann. Þessi flokkur er enn móðurflokkur íslenskra stjórnmála. Á tímabili leit út fyrir að hann myndi tapa þeim titli. Er enn langstæðsti stjórnmálaflokkurinn, þrátt fyrir að lykilfólk flokksins hafi yfirgefið hann fyrir ári síðan. Sjálfstæðisflokkur má þó muna fífil sinn fegurri.

Framsókn kom á óvart og hélt sínu fylgi frá síðustu kosningum. Flestur gerðu ráð fyrir að klofningur flokksins, rétt fyrir kosningar, myndu höggva skarð í fylgið. Það var því mikill sigur fyrir flokkinn að halda sínu fylgi, mun stærri sigur en margur heldur. Hvort þetta fylgi muni halda til framtíða veit enginn, en víst er að mörgum kjósandi flokksins er farið að líða illa yfir því hvernig formaðurinn hefur haldið á spilum sínum frá kosningu. Þar virðist sem annað hvort persónulegar ástæður formanns ráði, nú eða öfl innan flokksins sem eru utan dagsljóssins.

Flokkur fólksins er stórsigurvegari í þessum kosningum. Einungis tveim dögum fyrir kosningar virtist sem þessi flokkur næði ekki inn manni. Að enda síðan með 4 þingmenn er nánast kraftaverk.

Stæðsti sigurvegari þessara kosninga var þó Miðflokkurinn. Stofnaður örfáum dögum fyrir kosningar og náði fylgi tæplega 11% þjóðarinnar. Aldrei í sögunni hefur nýjum flokki tekist að vinna slíkan sigur. Er með rétt rúmu 1% minna fylgi að baki sér og jafn marga þingmenn, og þriðji stæðsti flokkur landsins.

Þegar þetta er skoðað, er alveg með ólíkindum að enn skuli þeim tveim flokkum sem þjóðin sannarlega veitti umboð til landsstjórnar, verið haldið utan viðræðna. Að stjórnmálamenn þessa lands skuli ætla að reyna með öllum tilteknum ráðum að mynda hér ríkisstjórn án aðkomu þessara flokka, ætla að mynda ríkisstjórn flokka sem þjóðin ýmist hafnaði er var hlutlaus gegn. Flokka sem eru svo fjarri hvor öðrum í stefnu, að vandséð er að þeir geti starfað saman til lengri tíma, að ógleymdu kattafárinu sem einn þeirra flokka er haldinn.

 

Þarna hæðast stjórnmálamenn fullkomlega að lýðræðinu og þjóðinni!!

 

 


mbl.is Fundað áfram á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tek undir hvert orð, í niðurlagi þessa pistils. Þjóðarhag hent út í hafsauga, fyrir persónulegt pot og illgirni í garð ákveðinna flokka.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.11.2017 kl. 22:55

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góð greining hjá þér, eins og við var að búast og tek ég heilshugar undir hvert orð......

Jóhann Elíasson, 11.11.2017 kl. 11:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stór hluti kjósenda flúði VG og starfandi þingmenn og ráðherrar, þegar Steingrímur stólakrækir sveik alla stefnuskrá flokksins til að þóknast hrunflokknum Samfylkingunni. Stefnuskrá sem hann hlaut kjör sitt fyrir.

Nú sýnist mér sama óbragðið í munni kjósenda hans, þingmanna og ráðherraefna, fari hann í samvinnu við Sjálfstæðisflokk. Endurtekið efni.

Þetta er ávísun á sömu upplausn. Ríkistjórn Jóhönnu hékk á horriminni fyrir stuðning eins manns utan flokksins, svo halda mætti við hinni hreinu tæru. Ekki víst að  flokksnefnurnar litlu stigi fram til að slíkt drullumall haldi. Þeir munu ekkert gera til að halda saman stjórn sem sjálfstæðisflokkur er aðili að.

Menn mæra þessa hugmynd í rósrauðri glýju um að hér verði ný viðreisnarstjórn, sem er svo fullkomlega galið að maður skilur það ekki. Nú eru ekki sömu tímar og þá. Hvernig væri að fólk rifjaði upp þær kringustæður sem sú stjórn varð til. Líka Styrmir Gunnarsson. Hann er oft spakur, en núna freyðir hann og bullar um þetta sem besta valkost og sjálfstæðismenn éta ruglið upp eftir honum. 

Viðreisnarstjornin var rétt stjórn á réttum tíma og við réttar aðstæður og var sterk stjórn. Enginn samanburður við núverandi stjórnarmyndunarhugmyndir kemst nærri í samanburði.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2017 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband