Úr öskunni í eldinn

Flokkur sem selur sig flokk stöðugleika og lýðræðis er ekki að sýna í verka þann málstað.

Hlaupið er eftir skoðanakönnunum, skipt út formanni án aðkomu flokksfélaga og gengið framhjá réttkjörnum varaformanni. Ekki beinlínis merki um stöðuleika eða ást á lýðræði!

Svokallað ráðgjafaráð hefur nú sett Benna af sem formann, kannski fyrst og fremst vegna ummæla um að stjórnarslit hafi kannski verið ótímabær. Útskýringar Benna, um fylgisleysi, eru ekki trúverðugar. ÞAð væri viðurkenning á algerum aumingjaskap af hans hálfu.

Eins og flestir muna varð mikil gremja innan þessa svokallaða ráðgjafaráðs Viðreisnar yfir að BF skyldi verða á undan að slíta stjórnarsamstarfinu. Það var því ekki við öðru að búast, af þessu ráði en að Benni yrði að víkja, eftir sín ummæli um ótímabær stjórnarslit. Auðvitað kom ekki til greina að skipa Steina í embættið og einhverra hluta vildi ráðið ekki að réttkjörinn varaformaður tæki við. Ein var þó sem allan tíman hefur verið sammála ráðinu og það var Þorgerður Katrín. Hún fékk því blessun ráðsins.

En hvað er þetta blessað ráðgjafaráð? Var það kosið eða sjálfskipað? Ekki er hægt að finna hverjir skipa það né hversu mannmargt það ráð er. Þó fylgi flokksins sé lítið er varla hægt að segja að þetta svokallaða ráð sé meirihluti þess. Eða hvað?

Að skipa skipa ÞKG í formannstól flokksins er sannarlega farið úr öskunni í eldinn. Það hljómar vissulega í takt við stefnu flokksins, en eins og kjósendur vita er hún ein; að komast inn í brennandi hús ESB.

Kannski dreymir ÞKG um að verða fjármálaráðherra. Efnahagsleg stjórn hennar yrði þá væntanlega á þann veg að útdeila miklu fé og taka síðan kúlulán fyrir útgjöldunum. Fólk getur síðan ímyndað sér hvernig hún hugsar sér að greiða það lán!

 


mbl.is Þorgerður Katrín nýr formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þesssi gerningur er með hreinum ólíkindum. Allt að því heimskulegur, hvernig sem á hann er litið. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvernig landsbyggðin og bændur taka á móti Viðreisn, í komandi kosningum. Í ljósi afreka nýsetts formanns, sem landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, er nær öruggt að þessi flokksómynd fær ekki einn einasta þingmann og er það vel. Farið hefur fé betra.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.10.2017 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband