Salernispappír

Eitthvað hafa þessar skýrslur kostað. Hvað ef það fjármagn hefði verið nýtt til uppbyggingar á salernisaðstöðu ferðastaða? Hvað hefði verið hægt að leysa mörg salernisvandamál ferðastaða á þeim tíma sem tók að gera þessar skýrslur?

Væri ekki rétt fyrir Stjórnstöð ferðamála að girða sig í brók og láta frekar verkin tala. Það er endalaust hægt að gera skýrslur um hluti, en slíkar skýrslur leysa ekki vandann, nema kannski sem salernispappír, eftir að aðstöðunni hefur verið komið fyrir.

Salernisaðstaða er ekki flókin í sjálfu sér, en hún verður heldur ekki byggð á svipstundu. Frárennsli verður auðvitað að vera eftir lögum og reglum og húsin sjálf að vera boðleg. Til að leysa bráðasta vandann þarf að koma fyrir bráðabyrgða aðstöðu, ferðaklósettum. Það er einfalt og hægt að gera á mjög skömmum tíma. Slík aðstaða getur þó einungis verið bráðabirgðalausn, meðan varanleg aðstaða er byggð.

Meðan Stjórnstöð ferðamála lætur búa til fyrir sig skýrslur er fjármunum og dýrmætum tíma sóað. Svo einfalt mál, sem uppsetning salernisaðstöðu, ætti ekki að kalla á mikla skýrslugerð og erfitt er að sjá þörf á aðkomu verkfræðistofu að svo einföldu verki!!


mbl.is Salernismál ferðamanna í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

 Það er ekki von að stjórnvöld vilji setja mikið í innviðina vegna ferðamennskunnar.  ÉG HEF TALAÐ VIÐ NOKKRA SEM ERU MIKIÐ Í FERÐABRANSANUM OG BER ÖLLUM SAMAN UM ÞAÐ AÐ FERÐABRANSINN SKILI MJÖG LITLU EF NOKKRU TIL ÞJÓÐARINNAR.  MÖNNUM BER EKKI SAMAN UM TÖLUNA EN ÞAÐ ER FULLYRT AРMILLI 70 - 80% AF ÖLLUM TEKJUM Í FERÐAÞJÓNUSTUNNI SÉ "SVÖRT VINNA".  En ferðamennirnir nota samgöngukerfið, heilsugæsluna, löggæsluna og fleira en borga svo ekki fyrir nokkurn einasta hlut. Eftirlit er svo slakt, sem dæmi voru Japanskir ferðamenn, sem gistu á Snæfellsnesi, þeir komust á staðinn þá voru þeir á ÞRIÐJA bílnum.ÖKUMAÐURINN HAFÐI VELT TVEIMUR BÍLUM við að komast á staðinn.ÞÁ HAFÐI HANN BARA FARIÐ Í EINHVERN ÖKUHERMI Í JAPAN Í TVÖ EÐA ÞRJÚ SKIPTI, ÞAÐ VAR ALLT SEM HANN GERÐI Í ÖKUNÁMI FYRIR ÍSLANDSFERÐINA.  Og ekki var verið að hafa fyrir því að skipta um ökumann í þessu tilfelli.  OG SVO HAMAST ALLIR VIÐ AÐ TALA UM HVERSU MIKLU FERÐAMANNAIÐNAÐURINN SKILI OKKUR.  ÞETTA ER EKKERT SEM HÆGT ER AÐ BYGGJA Á...

Jóhann Elíasson, 20.1.2017 kl. 09:12

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessar skýrslur voru unnar í ráðherratíð Ragnheiðar Elínar. Það er nauðsynlegt að halda því til haga vegna þess, að öllum hlýtur að vera ljóst hversu illa sá ráðherra hélt á þessum málaflokki. Verktakar eins og Elfa gera bara það sem um er beðið svo ekki er við þá að sakast. Hitt er svo annað mál að það þarf ekkert að vera einfalt mál, Gunnar, að laga salernisaðstöðu. Þar þarf að liggja stefnumörkun að baki. Hvernig á að haga þessu til langframa. Það er ábyggilega það sem verkfræðistofan er að leggja til.

Persónulega fyndist mér fáránlegt að drita niður útikömrum alls staðar þar sem ferðamenn stoppa og teygja úr sér. En sjálfsagt er hins vegar að skylda veitingamenn, sjoppuhaldara og bensín-olíusala við hringveginn, til að hafa þessa sjálfsögðu þjónustu i lagi að viðlögðum leyfismissi. Þá væri þeim líka leyfilegt að innheimta gjald fyrir þegar um skipulagða fjöldatúristahópa er að ræða. Það er ekki nema sjálfsagt að rútufyrirtækin taki tillit til þessa þáttar í þjónustunni og borgi sjálf fyrir hana.

En aðalatriðið er að þessi þjónusta sé tiltæk allan sólarhringinn, allt árið.  Alveg á sama hátt og eldsneytissala og núna hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Þannig á að standa að salernismálum við hringveginn.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.1.2017 kl. 13:16

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skýrslugerð á skýrslugerð ofan hefur þann eina tilgang að tefja eða drepa viðkomandi mál fyrir ákvarðafælna valdhafa.

Þegar ekki verður lengra komist í skýrslugerð og loks ráðist í verkið er næsta víst að lítið, eða nánast ekkert, verður nýtt úr allri þessari skýrslugerð og málinu klúðrað eins og frekast er unnt.

Ragnheiður Elín er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera, án nokkurs vafa, verkminnsti ráðherra allra tíma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.1.2017 kl. 18:23

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það kostar að skíta. Það þarf nefnilega að hreinsa afturendann með einhverjum hætti, að athöfn lokinni. Á sá sem skítur að borga, eða sá sem skeit ekki neitt? Sá sem skeit ekki neitt þarf um síðir að skíta. Á hann þá að innheimta greiðann, hjá þeim sem skeit á undan, eða bara slengja hunraðkalli í sjálfsalann?  Rosalega er umræðan orðin skrýtin.

 Villtu skíta? "Get an offer"

 Að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.1.2017 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband