Landsbyggðaskattur

Bensíngjald, olíugjald, kolefnisgjald og virðisaukaskattur á þessi gjöld er tær landsbyggðaskattur. Á höfuðborgarsvæðinu þarf enginn að eiga bíl, frekar en hann kýs. Þar eru almenningssamgöngur þokkalegar, lagðir hafa verið stígar ( að hluta á kostnað landsbyggðafólks) vítt og breytt um borgina, þannig að göngu og reiðhjólafæri þar er með því betra sem þekkist í víðri veröld.

Landsbyggðafólkið er hins vegar nauðbeygt til að eiga bíl. Vinnu geta fáir sótt nema á eigin bíl, innkaup af öllu tagi eru útilokuð nema með eigin bíl og stundum þarf að fara langar leiðir til slíkra þarfa. Þjónusta er flest eða öll þannig að bíl þarf til. Og þar er enn verið að auka vegalengdir með sífelldri kröfu um stærri sveitarfélög, sem leiðir af sér að þjónusta, einkum ríkis og bæja, verður enn torsóttri.

Verst er þó með heilbrigðiskerfið. Þar er markvisst unnið að því að færa sem mest af allri slíkri starfsemi á einn stað, í miðbæ Reykjavíkur. Sjúkir og slasaðir verða því að sækja sífellt meira af slíkri þjónustu þangað. Fyrir landsbyggðafólk er það eitt slæm þróun og þegar síðan eina leið þess til að sækja slíka þjónustu er skattlögð enn frekar verður mismuninn enn frekari.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að stór hluti aðfanga út á land fara með vörubílum, hvort heldur þar er um að ræða klósettpappírinn fyrir heimilið eða rekstrarvaran fyrir fyrirtækið. Þá þurfa flest fyrirtæki að koma sinni framleiðsluvöru til baka, eftir sömu leið.

Það er því verið að skattleggja landsbyggðafólk umfram annað fólk hér á landi. Slík mismunun er óviðunnandi og líklega brot á 65.gr. stjórnarskrár.


mbl.is Skilar tveimur milljörðum aukalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega málið, Gunnar að almenningssamgöngur ERU EKKI þannig í Reykjavík að menn komist hjá því að eiga bíl nema aðeins ef menn hafa ótakmarkaðan tíma, sem ég held að séu afskaplega fáir.  Ég er 100% sammála því að þessi stefna að færa ALLA þjónustu í heilbrigðiskerfinu í miðbæ Reykjavíkur og marga aðra nauðsynlega þjónustu er arfavitlaus og sú ákvörðun er sennilega brot á stjórnarskránni.

Jóhann Elíasson, 20.12.2016 kl. 16:37

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Bara reka núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur næsta vor, svo einfallt er það.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 21.12.2016 kl. 01:40

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Möguleikinn er fyrir hendi á höfuðborgarsvæðinu, Jóhann Elíasson. Hvort mönnum þóknast svo sú þjónusta sem almenningssamgöngur bjóða uppá er allt annað mál. Á landsbyggðinni er einkabíllinn eini kosturinn.

Gunnar Heiðarsson, 21.12.2016 kl. 07:51

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Því miður Jóhann Kristinsson, þá eru ekki sveitarstjórnarkosningar fyrr en eftir eitt og hálft ár og því ekki hægt að reka núverandi borgarstjórnarmeirihluta fyrr en þá. Og jafnvel þá má búast við að kjósendur Reykjavíkurborgar muni styðja þetta alls óhæfa fólk til áframhaldandi setu.

Kemur þar einkum tvennt til, annarsvegar léleg stjórnarandstaða borgarinnar til margra ára. Það gæti þó lagast. Hinsvegar kjósendur borgarinnar. Þar er minni von til bóta!

Gunnar Heiðarsson, 21.12.2016 kl. 07:56

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gunnar, nei möguleikinn er EKKI fyrir hendi til að svo sé verður þjónustan að vera ásættanleg sem hún er alls ekki og á meðan svo er þá er ekki hægt að segja að þetta sé möguleiki.  Að fara úr miðbæ Hafnarfjaðar í Mjóddina á rúmum tveimur tímum er ekki hægt að bjóða neinum uppá og eiga svo eftir að fara til baka er nokkuð sem á bara heima í skáldsögum og reyfurum.

Jóhann Elíasson, 21.12.2016 kl. 09:15

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það átti ekki að vera Alþingiskosningar síðastliðið haust, en hvað gerðist.

Mér sýnist að það sé algjör lögleysa á Íslandi, því ekki að nota lögleysuna og losna við moðhausa borgarstjórn næsta vor.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 21.12.2016 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband