Svarti-Pétur?

Er þetta fólk ekki með fulla fimm? Heldur það að það sé í einhverju samkvæmisspili? Hvaða máli skiptir hver er Svarti-Pétur?

Fimm flokkar setjast að borðum og reyna myndun ríkisstjórnar. Það tókst ekki, enda mjög langt á milli stefnu og boðskap þessara flokka í mörgum málum. Þá er þetta bara búið, skiptir andskotans engu máli hver Svarti-Pétur er.

Möguleikunum fækkar og í raun einungis einn möguleiki eftir, myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og einhvers þriðja flokks. Eins og staðan er í dag þá eru Björt framtíð og Viðreisn búin að rotta sig saman, Píratar búnir að tala sig frá ríkisstjórn og því  í raun einungis Framsókn sem getur tekið stöðu þriðja flokks í slíku samstarfi. Eins og formaður þess flokks hefur talað frá kosningu, ætti honum ekki að verða skotaskuld í því að heilla bæði VG og Sjálfstæðisflokk, jafnvel samtímis.

En það er langt á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. Þó vissulega mörg mál liggi saman, eins og efling grunnþjónustunnar, er aðferðafræðin til að nálgast það markmið svo gjörólík. Vinstri græn vilja fara skattaleiðina að markinu, meðan Sjálfstæðisflokkur vill fara virðisaukaleiðina.

Skattaleið til tekjuöflunar hefur verið reynd víða um heim, með skelfilegum afleiðingum. Hér á landi var sú leið valin á síðasta kjörtímabili, sem olli því að hagkerfinu tókst illa eða ekki að komast í gang. Ofsköttun leiðir af sér samdrátt í framleiðslu, sem aftur leiðir af sér aukið atvinnuleysi og í kjölfarið samdrátt í grunnþjónustu.

Núverandi ríkisstjórn sneri blaðinu við, skattar og gjöld hafa verið lækkuð og kerfið einfaldað. Nú er atvinnuleysi í lágmarki og staða ríkissjóðs hefur snarbatnað. Erlendar skuldir hafa lækkað verulega. Með lækkun skulda ríkissjóðs skapast tekjur, mun meiri tekjur en hægt væri að ná með skattaálögum. Þær tekjur eru raunverulegar og til framtíðar. Þannig er hægt að efla grunnþjónustuna, þannig að sómi sé af.

Það er því ljóst að grundvallar aðferðarfræði þessara tveggja flokka er gjörólík, annars vegar afturhalds skattastefna, byggð á froðu og hins vegar framsækni, byggð á traustum grunni. Annars vegar peningaplokkun af lýðnum og hins vegar peningaframleiðsla með verðmætum. Fyrir leikmann er útilokað að sameina þessi tvö sjónarmið.

Hins vegar er ljóst að kjörnum þingmönnum ber skylda til að reyna allar leiðir til stjórnarmyndunnar. Því ber að reyna þessa leið. Þetta þarf að gera sem fyrst, þannig að hægt sé að boða til nýrra kosninga.

 


mbl.is Hver er Svarti-Pétur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður sem oftar, Gunnar!

Jón Valur Jensson, 25.11.2016 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband