Örfá orð um hina svokölluðu Vigdísarskýrslu

Fátt hefur vakið meiri athygli en skýrsla meirihluta fjárlaganefndar um síðari einkavæðingu bankanna, skýrsla sem nú er reyndar nefnd við formann nefndarinnar, Vigdísi Hauksdóttur. Og sjaldan hefur þarfara verk verið unnið.

Það hefur því vakið undrun að efni þessarar skýrslu hefur alveg fallið í skuggann í umræðunni og hún snúist að mestu eða öllu um form skýrslunnar, höfunda hennar og þar fram eftir götum. Fréttamiðlar hafa einstaka sinnum tekið einhver takmörkuð efnisatriði skýrslunnar til umfjöllunar, slitið þau úr samhengi og snúið staðreyndum á haus.

Þessi skýrsla er ekki löng, einungis upp á 36 blaðsíður, með forsíðu, efnisinnihaldi og heimildaskrá. Það ætti því ekki að vefjast fyrir fólki að lesa skýrsluna alla, þannig að það hafi svona örlitla hugmynd um hvað í henni stendur, áður en það tjáir sig um hana.

Ekki ætla ég að kryfja skýrsluna hér, enda aðrir mér hæfari til þess verks. Marinó G Njálsson þekkja flestir landsmenn og vart hægt að hugsa sér traustari og skynsamari mann, sér í lagi þegar kemur að því að plægja þarf í gegnum fjármálalega órækt. Góð greining sem hann setur fram á bloggsíðu sinni ætti að vera öllum skyldulesning. Það eina sem hann setur út á þessa skýrslu er að í hana vanti meira af tölulegum staðreyndum, sem raunar koma allar fram í fylgiskjölum skýrslunnar. Þennan löst tel ég hins vegar kost, þar sem það gerir skýrsluna auðlesnari, þó kannski manni verði á að missa af einhverjum enn frekari hryllingsupplýsingum.

Það er hins vegar ekki heiglum hent að finna þessa ágætu skýrslu í netheimum. Einungis einn fréttamiðill lætur svo lítið að opinbera hana í heild sér, þegar skýrslan ætti auðvitað að vera opin á öllum fréttamiðlum. Um það snýst jú fréttamennska, að upplýsa og fræða almenning.

Til að auðvelda fólki lestur skýrslunnar set ég hér fyrir neðan link á hana, þar sem ég fann hana hjá Útvarpi Sögu. Einnig set ég link á greiningu Marinós G Njálssonar á skýrslunni.

Skýrsla meirihluta fjárlaganefndar (Vigdísar skýrsla)

Greining Marinós G Njálssonar á skýrslunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband