Brexit og afl sveitavargsins

Enginn efast um að niðurstaða kosningar í Bretlandi, um úrgöngu þess úr ESB, er einhver stæðsti viðburður það sem af er þessarar aldar, á heimsvísu.

Viðbrögðin hafa hins vegar verið blendin. ESB elítan, fjölmargir fjölmiðlar, hagfræðingar og ekki síst fjármálamenn, líta þetta sem svartan dag, meðan almenningur fagnar. Þarna var í raun baráttan milli lýðræðis og fjármálaræðis háð og lýðræðið hafði sigur.

Ein fyrsta fréttin af niðurstöðu kosningarinnar, sem ruv flutti, var nokkuð undarleg. Þar sagði að meirihluti Skota og Norður Íra, ásamt flestum borgum Englands og Wales, hefðu kosið áframhaldandi veri í ESB. Mikið andskoti er sveitavargurinn í Wales og Englandi þá öflugur!

Það hefur verið með eindæmum að fylgjast með fréttum af þessum atburði, hér á landi. Þekktir aðildarsinnar vita ekki hvar á þá stendur veðrið og margar stórundarlegar yfirlýsingar hafa oltið af vörum þeirra. Sá sem talinn er vera ríkasti maður landsins segir þetta vera "efnahagslegt sjálfsmorð" Bretlands.  Stofnandi nýjasta stjórnmálaflokks landsins, sem stofnaður er í þeim eina tilgangi að koma Íslandi inn í ESB, segir þetta vera "áfall fyrir alla heimsbyggðina".

Lengst gengur þó fyrrverandi formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, þegar hann segir þessa kosningu vera "flipp". Og hann gengur enn lengra og skilgreinir lýðræðið alveg upp á nýtt, reyndar ekki hægt að sjá neitt lýðræði eftir, yrðu hans skoðanir ofaná. Það má sem sagt einungis vera lýðræði um ákveðna hluti, þá hluti sem eru þóknanlegir og ef niðurstaða kosninga er rétt. Oft hefur þessi maður opinberað fávisku sína, en sjaldan sem nú!

Einn er þó sá íslendingur sem sér hlutina í öðru ljósi. Það er forseti vor. Hann skrifar góða greiningu á hver áhrif Brexit geti orðið, á Bretland sjálft, okkur íslendinga og heimsbyggðina. Fáir íslendingar hafa betri og skarpari sýn pólitík en einmitt Ólafur Ragnar, hvort heldur er innlenda pólitík eða erlenda. Hann, eins og meirihluti kjósenda Bretlands, sér tækifærin.  

"Látum ekki taka Evrópu frá okkur" segir utanríkisráðherra Þýskalands. Þessi orð lýsa vel hugsanahætti þess fólks sem ráðskast með þjóðir ESB. Í þeirra hug er ESB Evrópa! Þvílíkt bull!

Evrópa liggur yfir landsvæði sem telur 10.800 ferkílómetra. Af því þekur ESB einungis 4.320 ferkílómetra, eða nærri 40%. Nálægt 60% af landsvæðum Evrópu eru utan ESB!! Það getur enginn tekið Evrópu frá einum né neinum, hins vegar gætu kjósendur þeirra landa sem mynda ESB tekið þann óskapnað frá elítunni, fengju þeir tækifæri til þess.

Kosningar eru hornsteinn lýðræðis. Eftir að kosið hefur verið og niðurstaða liggur fyrir, hefur lýðræðið talað. Þetta virðist þó ekki eiga við í hugum þeirra sem aðhyllast ESB. Nú er hafin undirskriftasöfnun meðal Breta um að endurtaka kosninguna. Ástæða þess er að nú telja sumir að aukinn meirihluta þurfi til. Engum datt þó í hug að nefna þetta fyrir kosninguna. Í kosningunni sjálfri kusu 16,8 milljónir kjósenda útgöngu úr ESB. Undirskiftasöfnun nú, svo skömmu eftir kosningarnar, þarf því að telja að minnsta kosti þann fjölda, eða fleiri. Að hætti ESB vilja þeir sem aðhyllast sambandið í Bretlandi nú kjósa aftur og svo aftur og aftur, allt þar til "rétt" niðurstaða fæst.

Eins og áður sagði, þá er þessi atburður tvímælalaust sá stæðsti á þessari öld. Hvernig úr spilast fer eftir því hvort ráðamenn nálgast það verkefni sem vandamál eða tækifæri. Í öllum málum má sjá vandamál og í öllum málum má sjá tækifæri. Niðurstaðan fer að öllu leyti eftir því hvor leiðin að markinu er valin.

Því miður er ekki að sjá að ráðmenn ESB líti þetta sem tækifæri, þvert á móti hafa margir sagt þetta vera vandamál sem nánast er óyfirstíganlegt. Þar liggur kannski vandinn sjálfur, ráðamenn átta sig ekki á hvað þeir eru að gera rangt. Lýðræðishalli innan sambandsins er slíkur að þegnarnir vilja ekki við una. Þá er annað stórt vandamál, en það er yfirgangur fárra stórþjóða innan sambandsins og hinum minni gert að hlýða. Í viðtengdri frétt við þetta blogg er ekki að sjá að skilningur forseta Frakklands sé mikill, þar sem hann leggur til að Frakkar og Þjóðverjar taki enn frekar yfir stjórn sambandsins. Hvernig er erfitt að sjá, þar sem þessar þjóðir hafa nú þegar tögl og haldir í stjórn þess.

Eina leiðin fyrir ESB, svo það fái lifað í einhverri mynd, er að auka enn frekar rétt þjóða til lýðræðis. Að auka vægi smærri þjóðanna og láta af öllum hugmyndum um eitthvað stórríki Evrópu. Þá þarf að draga stórlega úr því sukki sem tíðkast í rekstri þessa sambands, en sem dæmi hafa reikningar þess ekki fengist samþykktir í áraraðir, vegna misræmis. Þjóðir sem hvattar eru af sambandinu sjálfu til að sýna fyrirhyggju og ráðdeild í fjármálum, sætta sig ekki við það sukk sem tíðkast í rekstri ESB. Þetta þarf að vinna hratt og vel. 

Að öðrum kosti munu fleiri lönd fylgja fordæmi Breta. Þá gæti farið svo að innan skamms tíma verði einungis eitt ríki innan ESB, Þýskaland.

 


mbl.is Frakkar og Þjóðverjar taki frumkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og við mátti búast, er þessi grein alveg stórkostleg og góð greining á tilfinningum "krata", því Viðreisn er ekkert annað en safn "laumukrata" úr Sjálffstæðisflokknum og viðbrögðum þeirra í þessu máli.

Jóhann Elíasson, 27.6.2016 kl. 06:51

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Evrópa er líklega með skemmtilegri svæðum jarðar, Amk. fyrir  menn, vegna fjölbreytileika þjóða.  Evrópusambandið var smíðað til að eiða þeim mismun.

Hrólfur Þ Hraundal, 27.6.2016 kl. 12:22

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vel komið að vandamáli ESB í þessum pistli, eins og þérer vant Gunnar.

Ekki alveg sammála firstu málsgreininni í pistlinum, enginn vafi Brexit er stór viðburður, en sennilega þá er íslenska landsliðið í knattspyrnu einn af stærstu eða jafnvel sá stærsti viðburður undanfarið.

Munurinn á Brexit  íslenska landsliðinu er að það vissu allir að ESB sinnar mundu tapa áður en kosið var, en það eru all flestir sem eitthvað þykjast vita um knattspyrnu í sem eru starfandi í fjölmiðlum, útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum,  að Ísland ætti ekkert erindi á EM. 

En hvað er að gerst, eftir næsta sunnudag þá er það annaðhvort Ítalir eða Þýskaland, skiptir ekki máli fyrir íslenska liðið hvort er, þetta eru ESB lið hvort eð er.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.6.2016 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband