Þrífur skítinn úr buxunum

Bankastjóri Landsbankans reynir í örvæntingu að þríf skítinn úr buxunum. Hefði ekki verið skynsamara fyrir hann að gera frekar í klósettið.

Það hefur aldrei þótt mikil fjármennska eða heppileg aðferð í samningum að krefjast upplýsinga eftir viðskiptin. Það á að leita allra upplýsinga áður en samningur er gerður. Þetta klikkaði með öllu hjá Landsbankanum í viðskiptum við Borgun, eða ekki.

Ekki getur bankastjórinn skýlt sér bak við kunnugleysi, þar sem þessar upplýsingar lágu fyrir löngu áður en til viðskipta milli bankans og Borgunar kom. Með því að vísa í þekkingarleysi er bankastjórinn að lýsa yfir eigin getuleysi til að stýra bankastofnun.

Þá er bara eitt eftir, að bankastjórinn hafi þekkt staðreyndir málsins en ákveðið að líta framhjá þeim. Það gerir hann einnig óhæfan til stjórnar bankastofnunnar.

Það er því einungis eitt í stöðunni fyrir bankastjórann, það er uppsögn. Skaðinn er skeður og ekkert hægt að gera við því og bankastjórinn bera á þeim skaða fulla ábyrgð, hvort heldur er af fávisku eða spillingu!!

 


mbl.is Vilja skýr svör frá Borgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það er rétt að Borgunarmenn hafi komið með ráðgjöf um verðlagningu og leynt mikilvægum upplýsingum sem leiddu til að þeir gátu sjálfir keypt hlut Landsbankans á slikk, þá lyktar þetta af innherjasvikum. Slíkt þarf að rannsaka sem hvern annan glæp.

En þá er það salan á landinu, þegar þetta tvent kemur saman þá er þetta líka farið að lykta af vanhæfni bankastjórans. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.2.2016 kl. 23:29

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Látum ekkert í friði sem orkar tvímælis!

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2016 kl. 02:44

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

heyrst hefur að "nýjir" eigendur hafi greitt sér um 800 mill arð nokkrum dögum eftir kaupin ma til að greiða fyrir "kaupin" ?

Jón Snæbjörnsson, 7.2.2016 kl. 13:15

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Engar braekur í vídri veröld taka vid ödru eins magni af skít og braekur íslenskra bankastjóra. Hefur svo verid um árabil og engin teikn á lofti um ad nein breyting sé thar ad verda á. 

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.2.2016 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband