Þjófótta þjóð

Forsvarsmenn verslunar í landinu barma sér. Þeir segjast skila hverri krónu sem til verður vegna ytri aðstæðna um lækkun á vöruverði. Þeir segja Íslendinga þjófótta og ekki síst starfsmenn verslana.

Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir að verslunin segist ekki nýta sér ytri aðstæður til að hækka álagninguna og segjast halda henni í algjöru lágmarki og þrátt fyrir að Íslendingar ræni verslanir þeirra fyrir fjóra til sex milljarða króna á ári, er hagnaður verslunarinnar ævintýralegur. Svo mikill er hagnaður margra verslana í Íslandi, sérstaklega þeirra sem snúa að verslun með matvæli, að undrun þykir. Hagnaður Haga eins sér nam nokkrum milljörðum á síðasta reikningsári fyrirtækisins.

Það er hins vega ámælisvert að væna heila starfsstétt um þjófnað, hvað þá heila þjóð, eins og Andrés Magnússon gerir.  


mbl.is Er íslenskt starfsfólk þjófóttara?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband