Til hvers?

Til hvers er Ísland að gerast aðili að asískum fjárfestingabanka, sem einungis mun starfa í Asíu? Til hvers er verið að nota 2.300.000.000 króna af skatt fé okkar landsmann í þennan leiðangur? Hver er ávinningur Íslands og íslenskra skattgreiðend af þessum banka?

Ég hef svo sem ekki mikla menntun og enga á sviði alþjóðaviðskipta. Kannski þess vegna er mér útilokað að sjá nauðsyn þess að færa 2.300.000.000 krónur af þeim sköttum sem landsmenn greiða, til þessa verkefnis. Mig runar að það séu fleiri skattgreiðendur hér á landi í sömu sporum og ég, að skilja ekki tilgang þessa fjárausturs. Það væri því ekki til of mikils mælst að fjármálaráðherra upplýsi þjóðina um þetta verkefni, upplýsi hana um hverjir munu hugsanlega getað hagnast á þessum banka, upplýsi hana um nauðsyn þess að greiða úr sameiginlegum sjóðum landsmanna 2.300.000.000 krónur til þessa banka. 

Hitt veit ég, sem hver annar þegn í þessu landi, að fjölmargir aðilar hér á landi hefðu gjarnan viljað taka við 2.300.000.000 króna fjárframlagi úr ríkissjóð. Ég veit líka, eins og flestir landsmenn, að þörf margra fyrir slíku fjárframlagi er ærin. Og víst er að auðvelt er að finna hér á landi stað fyrir þetta fé, að koma því í slíka notkun að góður arður hljótist af. Þarf ekki að nefna nema örfá dæmi því til sönnunar, s.s. heilbrigðiskefið og menntakerfið auk þess sem aldraðir og öryrkjar yrðu ekki ofhaldnir þó þetta fé rynni í þeirra vasa.

Hvort fjármálaráðherra hefur heimild Alþingis eða ekki, til að skeppa til Kína með milljarða í vasanum, skipir litlu máli. Það er vilji þjóðarinnar sem skiptir meira máli og víst er að þjóðin stendur ekki að baki ráðherranum í þessari för hans.


mbl.is Bjarni segir heimild víst liggja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er fjárhagslegur ávinningur Íslands og íslenskra skattgreiðend af þessum banka? Í versta falli græðist ekkert. En meiningin er að að færa 460.000.000 krónur af þeim sköttum sem landsmenn greiða, til þessa verkefnis og eiga í framtíðinni möguleika á að selja fyrir 2.300.000.000 króna eða meira. Ekki er víst að greiða þurfi meira en hinar upphaflegu 460 milljónir. Vilji þjóðar sem ekkert veit um málið fer eftir því hvaða hálfsannleik háværir andstæðingar málsins matreiða oní hana. Vilji þjóðar byggir oft á fáfræði.

Davíð12 (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 15:26

2 identicon

Ef þjóðin yrði spurð um þetta mál yrði svarið klárt NEI. Í sept-okt sl. voru allt í einu til 2 milljarða fyrir flótta menn og svo þessi vitleysa líka. Greinilegt að það eru þá til peningar til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Skömm af þessu öllu.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 15:28

3 identicon

Þetta er náttúrulega "vafningur" að hætti hússins.

freemason (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 16:47

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér í þessu máli, Gunnar, eins og oftar.

Jón Valur Jensson, 16.1.2016 kl. 17:05

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Skarpskyggni og skynsemi þín segir þér að þetta er flaustur,nema að Bjarni geti svarað,því sem Davíð spyr um hér,"hver er ávinningur íslenskra skattgreiðenda af þessum banka"? -- 

Helga Kristjánsdóttir, 16.1.2016 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband