Orðspor?

Orðspor er eitthvað sem ekki fæst keypt, er einungis hægt að vinna sér. Hvort orðspor Íslands muni batna eða veikjast við það að fylgja ESB eftir í útþenslustefnu sinni er stór spurning. Það mun ekki verða ljóst fyrr en síðar. Þá gæti allt eins komið í ljós að það orðspor sem utanríkisráðherra er að kaupa fyrir marga milljarða er að engu orðið.

Í deilunni um Úkraínu er ekki allt sem sýnist og fleiri vinklar á þeirri mynd en sú sem vestrænir fjölmiðlar gefa.

Fyrir það fyrsta voru haldnar frjálsar og opnar kosningar í Úkraínu, undir eftirliti ESA, en ESB telur sig víst hafa það vald að meta hvort kosningar í löndum jafnt innan sem utan sambandsins fari rétt fram, þó þetta sama samband eigi erfitt með að viðurkenna lýðræðisvilja þegna innan þeirra landa sem að því standa.

Í þessum kosningum, sem nb ESA taldi hafa farið rétt fram, var kosið til þings Úkraínu og þeir flokkar sem fengu þar meirihluta mynduðu ríkisstjórn, eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. Eitthvað fór fyrir brjóstið á ESB hvað þessi nýja ríkisstjórn hallaði sér mikið til austurs og því var beitt viðskiptaaðferðum til að veikja hana. Þegar það hafði verið gert var gengið hratt til verks og útsendarar ESB sendir til hjálpar við að efna til óeirða í Kiev. Með blóðugum átökum tókst síðan að fella þessa þjóðkjörnu stjórn og setja á nýja ESB vilhallari ríkisstjórn yfir Úkraínu.

Rússum var ekki skemmt. Krímskagi, sem um aldir hafa tilheyrt Rússlandi, utan 60 ára tímabil sem skaginn var hluti Úkraínu að nafni til, var nú í hættu að mati Rússa. Þar höfðu þeir sína stæðstu flotastöð og íbúar Krím að stórum meirihluta Rússar. Því sáu þeir sér þann kost einann í stöðunni að tryggja yfirráð sín yfir skaganum. Lái þeim hver sem vill.

Það voru því ekki Rússar sem hófu atburðarásina í Úkraínu, atburðarás sem olli stríði þar og ekki sér enn fyrir endann á. Það var ESB sem átti upptökin í anda sinnar útþenslustefnu. Þar innandyra eimir enn af þeim hugsanahátt sem ríkti í mið Evrópu á fjórða og fram á miðjan fimmta áratug síðustu aldar.

Það er því hæpið að telja að orðspor Íslands sé vel borgið við það að styðja þessa útþenslustefnu ESB, þegar til framtíðar er litið. Að það auki orðspor sjálfstæðrar þjóðar fylgja þeim að málum sem efna til ófriðar. Að það auki orðspor sjálfstæðrar þjóðar að setjast á bekk með þeim þjóðum sem fyrir örstuttu síðan tóku sig saman um að reyna að kúga af henni sjálfstæðið!

Hinn vinkill þessa máls er viðskipti okkar við Rússland. Hvort tapið vegna þessara fylgispektar utanríkisráðherra eru fáir milljarðar eða margir, skiptir ekki öllu máli. Viðskipti eru viðskipti, svo einfalt er það. Ef viðskiptum er fórnað, þá er þeim fórnað og mörg ár getur tekið að vinna þau aftur, ef það er þá yfirleitt hægt. Við sem lítil sjálfstæð þjóð höfum ekki efni á að fórna viðskiptum fyrir pólitískan hráskinnsleik stórvelda. Við eigum að halda okkur utanvið slík átök og vera sjálfum okkur samkvæm. Það þarf helvíti sterk rök til að færa slíkar fórnir og þau rök hefur utanríkisráðherra ekki fært fram.

Við skulum ekki gleyma sögu okkar, sem sjálfstæð þjóð. Saga okkar, frá því sjálfstæðið var endurvakið, er einstaklega friðsæl og hefur okkur tekist merkilega vel að halda okkur frá stríðserjum og meiriháttar deilum. Þó höfum þrisvar lent í stríði og einu sinni verið úthrópuð sem hryðjuverkaþjóð. Svo merkilegt sem það nú er þá voru þessi þrenn stríð sem við þurftum að heyja, gegn einni af þeim þjóðum sem telst til okkar mestu vinaþjóða og það var sú sama þjóð sem úrskurðaði okkur sem hryðjuverkafólk! Og ekki var stuðningur annarra svokallaðra vinaþjóða mikill við okkur. Þegar Bretar mættu upp að landsteinum okkar með herskip, hreyfðu Bandaríkjamenn hvorki legg né lið okkur til hjálpar. Þó voru þeir með flotastöð hér á landi, okkur til varnar, var sagt.

Og Bretar gerðu fleira en að koma hingað með sín vígtól, þeir lokuðu á öll viðskipti með fisk frá okkur. Það var þá sem Rússar (USSR) komu okkur til bjargar og keyptu af okkur allan þann fisk sem við þurftum að losna við. Það eru einmitt þau viðskipti, sá björgunarhringur sem utanríkisráðherra hefur fórnað, til stuðnings við ESB og þá um leið Bretland. Ekki vorum við þó úthýst úr hinum "vestræna" heimi fyrir þessi viðskipti þá og engin ástæða til að ætla að svo yrði nú. Til þess er staðsetning Íslands á kúlunni allt of mikilvæg.

Menn geta svo velt fyrir sér hvort orðspor þjóðar er betur sett með því að fylgja stórveldum í sinni útþenslustefnu og hernaðarbrölti og stinga þær þjóðir um leið í bakið sem komu okkur til hjálpar á erfiðum tímum, eða hvort betra sé, í nafni sjálfstæðis, að halda sig utan slíkra væringa og halda frið við sem flesta.

 


mbl.is Myndi skaða orðspor Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hægt að orða þetta betur. Þessi drusluráðherra er samnefnari þessarar ríkisstjórnar fyrir aumingja og gunguskap. Meðan hinir ráðherrarnir þegja og segja ekki neitt eru þeir að styðja þessa vitleysu. Hvar er stoltið fyrir því að standa á sínu eins og við gerðum þegar við höfðum alvöru stjórnmálamenn eins og í þorskastríðsdeilunni..?? Enn og aftur skal sleikt rassgatið á þeim sem hafa hvað mest hafa svikið okkur og stungið í bakið. Það er hlegið af heimskunni úti í  heimi af þessum vitleysingum sem hér stjórna og vitað mál að hægt er að bjóða Íslendingum uppá hvað sem er vegna þess að þeir hafa ekki kjark og þor, þ.e.a.s. stjórnvöld, til að standa á sínu. Það er orðsporið sem þetta fólk hefur skapað. Þjóðinn vill þetta ekki enda hefur hún hugrekki til að standa á sínu og sýndi það með Ice save. Það var alveg vafningalaust og ískalt mat þjóðarinnar að hún bæri ekki ábyrgð á því. Okkar ógæfa er hversu miklar mannleyusur eru í pólitík og spilltar upp fyrir haus og skiptir þá engvu í hvaða flokki.

M.b.kv. og þakkir fyrir góðan pistil.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 13.1.2016 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband