Sigur Isis og allra öfgasamtaka

Tjáningarfrelsi er eitthvað mikilvægasta sem nokkur lýðræðisþjóð býr yfir. Því fylgja auðvitað bæði kostir og galla, en kostirnir eru yfirgnæfandi. Gallar óhefts málfrelsis eru að menn geta leift sér í nafni þess að segja hvað sem er, en það er jú þeirra sem hlusta að skilja hismið frá kjarnanum. Þannig munu orð þeirra sem offari fara verða marklaus, að sjálfu sér. Síðan er það dómstóla að kveða á um sekt, ef einhver telur frjálsa umræðu ganga of nálægt einkalífi sínu.

Að setja höft á málfrelsið er einhver hættulegasta aðgerð sem stjórnmálamönnum getur dottið til hugar. Hugsanlega trúa þeir að þessum höftum sé hægt að halda innan einhverra marka, en því fer fjarri. Um leið og fordæmi hefur verið gefið, verður auðvelt fyrir þá sem á eftir koma að hefta málfrelsi enn frekar, ef þannig þenkjandi fólk nær völdum. Þá er stutt í lok lýðræðisins.

Þá hafa öfgaöfl eins og Isis og önnur slík, náð markmiði sínu.


mbl.is Ræða þarf takmörkun tjáningarfrelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar - sem og aðrir gestir þínir, jafnan !

Ágætt - að þú, sem aðrir síðuhafar hér á Mbl. vefnum / sem og víðar, áttið ykkur á því:: hvílíkt óhræsis og lyga kvendi Eygló Harðardóttir hefir að geyma, Gunnar minn.

O já: alveg gæti verið, að hún ynni í þágu ISIL glæpa iðjunnar, sem og Saúdí- Araba, og annarra úrþvætta, þessarrar morknu veraldar, Gunnar minn.

Með beztu kveðjum - sem oftar og fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 20:27

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hver á að ákveða hvað er haturumræða og hvað er ekki, mér dettur í hug Austur þýska fyrirbærið Stassi er það það sem Eygló vill setja í gagnið á Íslandi.

Er manneskjan með öllu mjalla og hún er ráðherra sem augsýnilega vill stjórna með tilfinningasemi en ekki raunsæi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.11.2015 kl. 20:51

3 identicon

Sæll.

Eins og vanalega stendur bullið út úr ráðherranum. 

Hvað er hatursræða? Er það kannski þegar menn vilja ekki taka við flóttamönnum sem munu ekki aðlagast íslensku samfélagi eins og Eygló vill? Vill ráðherra skilgreina hatursorðræðu þannig? Er það haturræða ef menn lýsa yfir andúð á hommum, lesbíum, múslimum, hvítum körlum eða feitu fólki? Má núna bara hafa sumar skoðanir sem "góða" og "vitra" fólkið leyfir okkur að hafa? Hverjir eru þá í hópi "góða" og "vitra" fólksins?

Getur verið að áhersla Eyglóar á jafnrétti kynjanna sé í raun bara átilla hennar til að láta í ljós andúð sína á karlmönnum? Sú spurning á rétt á sér sé litið til löggjafar á Íslandi og þeirrar staðreyndar að kona hefur gengt forsetaembætti hérlendis. Nýlega lét kona af embætti rektors Háskóla Íslands. Skipta þessar staðreyndir Eygló engu máli? 

Fólk á að hafa rétt til að segja hvað sem er um aðra, innan ramma meiðyrðalöggjafarinnar, en þegar farið er að hvetja til ofbeldis verður að láta refsingar liggja við slíku. Ef ég t.d. hótaði GH ofbeldi vegna þess sem hann heldur fram er slíkt óásættanlegt.

Vandinn er að Eygló skilur ekki að það eru tengsl á milli velferðar og ríkidæmi þjóða og frelsis. Frelsi hérlendis þarf að auka m.a. með því að fækka reglum og minnka afskipti og umfang ríkisvaldsins. 

Ef hún vill takmarka tjáningarfrelsi er henni velkomið að flytja til slíkra landa og búa þar meðal skoðanabræðra og - systra sinna. 

Svo væri líka gott ef hún vill verða sér til skammar að hún sé ekki að blanda fjölmiðlum í málið. 

Helgi (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 21:06

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hata hatursorðæðu. Er það hatursorðræða?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2015 kl. 21:37

5 identicon

Góða fólkið er svolítið skondið fyrirbrigði.
Það berst gegn áhrifum kristinnar kirkju, með því að reyna að auka áhrif íslam.
Það berst gegn andúð almennings á óheftum innflutningi fólks, með því að auka innflutninginn enn frekar.
Það boðar aukin réttindi samkynhneygðra og kvenna, og boðar á sama tíma gagnrýnislausan stuðning við menningu múslima.

Og Eygló Harðardóttir, sannur fulltrúi góða fólksins, boðar aukið lýðræði með því að boða ritskoðun.

Eins og aðrir hafa bent á, þá er Eygló í röngum flokki.
Góða fólkið er í VG, Samfylkingu og Pírataflokknum.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 22:29

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað áttu við með "góða fólkið"?

Við erum vonandi öll góð.... eða svona sæmilega...

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2015 kl. 00:15

7 identicon

Það er alltaf falskur tónn í málflutningi góða fólksins.  Það er verið að kvarta yfir kynjahalla í fjölmiðlum en Arnþrúði Karlsdóttur er ekki boðið á ráðstefnuna.  Þau ættu að bjóða upp á Olweusarerindi á eftir þessu Skrekksatriði og reyna að læra að skammast sín.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 10:23

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hilmar gleymdi að segja Góða Gáfaða Fólkið þá eru sjóræningjarnir taldir með.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.11.2015 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband