Tvíbent sverð

Það er vissulega tvíbent sverð þegar opinberir aðilar og aðrir ganga fram í hefndaraðgerðum. Vopnin bíta oftast þá sem síst skyldi.

Þetta höfum við Íslendingar orðið fyrir, þegar við tókum afstöðu með svokölluðum vinaþjóðum okkar gegn ákveðnu þjóðríki. Niðurstaða þess var að við töpuðum stórt meðan þetta þjóðríki sem átti að refsa, varð ekki vart við okkar aðgerðir.

Nýlegasta dæmið, þar sem hefndarvopni var beitt, er þó einmitt frá Israel. Ákveðið fyrirtæki þar í landi, sem stundaði viðskipti um allan heim, lenti fyrir slíkum árásum. Í gær var svo þessu fyrirtæki lokað. Eigendurnir töpuðu vissulega einhverjum fjárhæðum, en er þeir gengu út úr sínu fyrirtæki misstu um eitt þúsund manns vinnuna. Og hvaða fólk var það svo sem missti þarna atvinnu sína? Jú, Palestínumenn.

Eitt þúsund Palestínumenn misstu sitt lifibrauð, vegna einmitt þessara hugsjóna sem Björk ber með sér, hefndarhugsjóna. Það verður sennilega erfitt fyrir hana að útskýra fyrir því fólki sem hún hyggst nú fara til hjálpar við, ef það kemst að því að hún hafi flutt tillögu í stjórnkerfinu hér á landi, tillögu sem gæti haft atvinnu af þessu fólki.

Hvaða áhrif hafði síðan lokun þessa fyrirtækis á Israelsk stjórnvöld? Akkúrat ekki nein! Þeir haga sér á nákvæmlega sama hátt og áður.


mbl.is Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Haha!

Ásgrímur Hartmannsson, 15.9.2015 kl. 15:43

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú hlærð af óförum þeirra Palestínumanna sem misstu vinnuna gær, Ásgrímur.

Það er ljótt!

Gunnar Heiðarsson, 15.9.2015 kl. 18:30

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta "kvikindi"líklega af marðarætt! Á auðvitað við myndina.

Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2015 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband