Aðildarsinnar "fjölmenna" á Austurvöll

Einhver bjartasti dagur Íslandssögunnar er að kvöldi komin. Ríkisstjórnin hefur loks endanlega lokið þeirri helför sem síðasta ríkisstjórn hóf.

En ekki eru allir ánægðir. Aðildarsinnar, eða öllu heldur landsölufólkið, getur illa sætt sig við staðreyndir. Stjórnarandstaðan nýtir sér auðvitað málið, jafnvel þó sumir stjórnarandstöðuflokkarnir séu gamalgrónir andstæðingar aðildar. Það breytir litlu, enda ekki málefnið sem ræður þeira máalflutning, hverju sinni.

Og það sést vel á Austurvelli nú, hversu fámennur hópur það er sem aðhyllist afnámi lýðræðis á Íslandi. Þar hafa nú staðið yfir mótmæli í tæpa klukkustund, mótmæli gegn ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. Sennilega eru flest allir aðildarsinnar á Austurvelli þessa stundina, eitthvað um fimmtíu manns standa þar og norpa. Það verður að segja að mikið leggja aðildarsinnar á sig, að fjölmenna með þessum hætti niður í bæ!

Líklega mun fara hrollur um stjórnarherranna við þessa sjón, sælu hrollur!!


mbl.is Telur ríkisstjórnina ekki hafa umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já drengur minn mjög líklega sæluhrollur,til allrar hamingju.

Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2015 kl. 21:22

2 identicon

Hvernig væri að RUV fari að spurja félaga Össur hvers vegna hann þorði ekki að sýna okkur inn í sjávarútvegskaflann. Eini kaflinn sem skiptir einhverju máli að "kíkja í" en þegar loks kom að honum þá?

Grímur (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 21:24

3 Smámynd: Lífsréttur

Ég er sammála þér um það, Gunnar, að ekki eru innlimunarsinnar miklir bógar, þetta eru sannkallaðir landsölumenn.

En bjartari hefði dagurinn verið í mínum huga, ef ríkisstjórnar-flokkarnir hefðu tekið á sig rögg og lagt fram tillögu til þingsályktunar um að draga Össurarumsóknina formlega til baka og drifið í því að láta samþykkja hana á Alþingi.

Aðferð Bjarna og Gunnars Reynis virðist mótast af hræðslu þeirra við freka stjírnarandstöðuna, en kannski býr meira og verra undir af hálfu þessara stjórnarliða ...

Lífsréttur, 13.3.2015 kl. 04:01

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnar, viltu taka hitt innleggið út (frá öðru bloggsetri, ég var óvart ekki búinn að útskrá mig af því).

Ég er sammála þér um það, Gunnar, að ekki eru innlimunarsinnar miklir bógar, þetta eru sannkallaðir landsölumenn.

En bjartari hefði dagurinn verið í mínum huga, ef ríkisstjórnar-flokkarnir hefðu tekið á sig rögg og lagt fram tillögu til þingsályktunar um að draga Össurarumsóknina formlega til baka og drifið í því að láta samþykkja hana á Alþingi.

Aðferð Bjarna og Gunnars Reynis virðist mótast af hræðslu þeirra við freka stjírnarandstöðuna, en kannski býr meira og verra undir af hálfu þessara stjórnarliða ...

Jón Valur Jensson, 13.3.2015 kl. 04:03

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nargt sem má spurja félaga Össur um í sambandi við alögunnarviðræðurnar Grímur.

Sæll Jón Valur. Það er allt í lagi að láta báðar færslurnar standa.

Og vissulega má segja að hreinlegra hefði verið að fara með þetta mál gegnum Alþingi. Eins og staðan er á því í dag erum við ekki umsóknarríki en með því að láta þingsályktunartillöguna frá 16. júni 2009 standa gætu óprúttnir menn sagt hana í gildi, komist þeir til valda.

Varðandi afgeiðslu málsins sem slíkt og stöðu okkar gagnvar ESB skiptir þó litlu hvor leiðin er valin. Varðandi stjórnarandstöðuna og störf innan Alþingis breytir þetta einnig litlu. Hún var búin að segja að hún myndi halda uppi málþófi og mun einnig gera það nú.

Hins vegar er afgreiðslu málsins gagnvart ESB lokið, hvernig sem fer á þingi. Sú ákvörðun verður ekki aftur tekin.

Ekki er ólíklegt að bori verði upp vantrausttillaga á ríkisstjórnina. Þá reynir á þá þingmenn Sjálfstæðisflokks sem ekki geta unnt því að starfa eftir samþykktum síns flokks. Vonandi verður sú tillaga lögð fram fyrr en seinna, þar sem með henni er málinu endanlega lokið. Standi´ríkisstjórnin slíka tillögu af sér er það yfirlýsing meirihluta þingmanna um stuðning við endanleg lok aðlögunnarviðræðna.

Gunnar Heiðarsson, 13.3.2015 kl. 06:54

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fréttir ruv í gærkvöldi af mótmælunum voru undarlegar. Fyrir það fyrsta tókst þar að koma fjöldanum upp í 200 manns og hefur sennilega þurft að telja hvern mann a.m.k. tvisvar til þess. Þá var mikið gert úr því hversu stuttur boðunnartíminn var.

Það var ekki kjarkur eða vilji til að segja fréttina út frá staðreyndum, að þarna mættu örfáir. Mótmælin voru brandari.

Gunnar Heiðarsson, 13.3.2015 kl. 06:59

7 identicon

Næsta ríkisstjórn sem ég óttast að verði 3-4 flokka vinstristjórn, getur endurvakið innlimunina með 2009 afgreiðslunni. Gunnar Bragi who?

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 09:09

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held þú fylgist ekki nógu vel með fréttum, Gunnar. Það fór líka sem búast mátti við, að landsölumennirnir, fleiri jafnvel með þeim, myndu vefengja lögmæti þessarar ákvörðunar ráðherranna og framhaldandi gildi hennar –– hún er alls ekki jafn-hyggindaleg og hún virtist á ytra borði snaggaraleg!

Mig grunar reyndar, að hún sé ekki endilega fyrst og fremst mótuð af hræðslu, heldur lykti af hráskinnaleik manna (ráðherra) sem eru ekki nógu einarðir í andstöðu við Evrópusambands-innlimun.

Þú segir, að ef þingsályktunartillagan frá 16. júní 2009 sé látin standa, geti óprúttnir menn sagt hana vera í gildi, komist þeir til valda. En þeir halda því einmitt fram ennþá, að hún standi!!!

Þó að klaufinn, gungan eða refurinn Bjarni Ben segist „álíta“ (eða segi jafnvel ríkisstjórnina „álíta“ – „be of the opinion“ yrði þetta þýtt) að umsóknin sé ekki lengur í gildi, þá er Össurargengið, Helgi Hjörvar og yfirleitt margir stjórnarandstæðingar á þveröfugri skoðun, og Árni Páll hótar jafnvel að klaga út til Brussel, að „ríkisstjórn Íslands hafi enfaldlega verið að reyna að afvegaleiða Evrópusambandið með yfirlýsingunni sem afhent var í dag [í gær], vegna þess að hún standist ekki grundvallarregur vestrænna lýðræðislegra stjórnarhátta.“ (Esb-Frbl. í dag, s.4).

Allur þessi andróður var fyrirsjáanlegur, og Bjarni mátti vita það. Af hverju vildi hann frekar andróður (og útifundi) af þessum rótum heldur en andróður gegn því að leggja bara fram þingsályktunartillöguna um, að formlega verði umsóknin dregin til baka?

Ég held að Bjarni kunni hér að leitast við að vera „kænn sem höggormur“, og það megum við svo sem vera, segir Jesús sjálfur, en því aðeins, að við séum „falslausir sem dúfur“ um leið (Matth.10.16). Um falsleysið efast ég í þessu tilviki!

Jón Valur Jensson, 13.3.2015 kl. 14:03

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er ég, Gunnar minn, algjörlega sammála Styrmi Gunnarssyni um þetta mál, sem ég var að lesa hjá honum á vef hans, og er feginn því, að þar finnst þó einn, sem er sammála mér, en ekki ykkur, sem fagnið atburðum gærdagsins af lítilli fyrirhyggju að mínu mati. Hér er grein hans með sínu upphafi, en smellið á titil hennar til að lesa hana ALLA -- hún er frábær!

Illa haldið á stóru máli

Föstudagur, 13. mars 2015

Að afturkalla aðildarumsókn Íslands að ESB er tiltölulega einföld aðgerð. Í ljósi þess að aðildarumsóknin var samþykkt á Alþingi sumarið 2009 var og er hinlýðræðislega aðferð að sjálfsögðu sú, að þingið ákveði að draga umsóknina til baka. Það var  líka niðurstaða ríkisstjórnarinnar  fyrir ári, þegar utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis á þingi. Og þar til á síðustu dögum eða vikum voru það augljóslega áform ríkisstjórnarinnar að leggja slíka tillögu fyrir þingið á ný.

Lýðræðið tekur sinn tíma en í lýðræðisríki fer bezt á því að stjórnvöld reyni ekki aðstytta sér leið, bæði vegna efni málsins en líka af þeirri ástæðu að þá er búið til fordæmi, sem aðrir geta notað síðar af öðru tilefni.

[.....]

Jón Valur Jensson, 13.3.2015 kl. 15:19

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Ég tek undir með þér Jón að betra og hreinlegra hefði verið að afgreiða málið á Alþingi.

Úr því sem komið er eru tvær leiðir til að klára málið; annars vegar að stjórnarflokkarnir hysji upp um sig og beri afturköllunnartillöguna aftur upp á þingi, hin leiðin er að stjórnarandstaðan lýsi vantrausti á ríkisstjórnina.

Munurinn er kannski sá að afturköllunnartillagan kallar á mikið þref á þingi, meðan að lokinni vantrausttillögu er málið dautt. Standist ríkisstjórnin vantraust er þingheimur búinn að samþykkja þessa leið stjórnvalda.

Það er hins vegar skelfilegt að hlusta á fréttastofu ruv um málið. Bæði í fréttatímum og fréttaskýringaþáttum eru dregnir valinkunnir landsölumenn til að segja sitt álit. Auðvitað er það allt á einn veg.

Gunnar Heiðarsson, 13.3.2015 kl. 15:42

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki við öðru að búast af Rúvinu.

Þetta máttu Bjarni og Gunnar Reynir vita fyrir fram.

Að þeir fóru þessa leið, er því undarlegt. Þeir völdu ekki á milli mótspyrnu og ekki-mótspyrnu.

Orð í grein Styrmis geta verið ti marks um, að hann hafi komizt á snoðir um eitthvert baktjaldamakk á vegum utanríkisráðuneytisins eða ríkisstjórnarinnar annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar:

„Einhvern tímann á síðustu þremur vikum eða svo hefur orðið breyting á þeim farvegi sem þetta mál var í. Það hafa bersýnilega hafizt samskipti á milli íslenzka utanríkisráðuneytisins og höfuðstöðva ESB í Brussel sem hafa leitt til þessara undarlegu samskipta, sem kynnt voru í gær og ráðherrarnir eiga bersýnilega í vandræðum með að skýra.“ (Tilv. lýkur.)

Ekki er að búast við góðri niðurstöðu úr þeim samsuðupotti sem Evrópusambandið hefur lagt til efni eða hugmyndir í, varðandi okkar framtíðarstöðu í þessum málum. Miklu fremur má búast við svikræði og lymskulegum ráðagjörðum úr þeirri áttinni.

Ráðamenn okkar áttu að beita sér í þessu máli með hreinskiptum, einörðum hætti uppréttra manna sem láta stórveldi ekki komast með kámuga puttana í lagningu nýrra pólitískra lína okkar Íslendinga í þessum efnum. Við höfum þegar séð svikræði ESB í makrílmálinu og sérstaklega í Icesave-málinu, þar sem sambandið með öllum þremur fulltrúum sínum (Seðlabanka Evrópu, framkvæmdastjírnar ESB og ESB-dómstólsins í Lúxemborg) í gerðardómi síðla hausts 2008 dæmdi okkur sek saka og borgunarskyld að fullu í þvi máli --- þvert gegn ESB-tilskipuninni um innistæðu-tryggingar! --- ennfremur með meðaðild ESB að málsókn Bretlands og Hollands gegn okkur fyrir EFA-dómstólnum.

Ég held, ef þarna hefur verið samkrull við ESB um umsóknarmálið og þetta niðurstaðan, þá séu þeir Bjarni og Gunnar Bragi annaðhvort aular eða svikarar.

Jón Valur Jensson, 13.3.2015 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband