Snilld VG nær nýjum hæðum

Það verður seint sagt um VG liða að þeir stundi hefðbundin stjórnmál. Vorið 2009 unnu þeir sinn eina kosningasigur. Eitthvað hafa hinir nýkjörnu þingmenn flokksins misskilið þann sigur og sitt hlutverk í framhaldi hans, þar sem þeirra fyrsta verk var að svíkja þá kjósendur, sem af stórhug höfðu veitt þeim sitt atkvæði. Næstu fjögur ár voru svo samfelld svikasaga þessara þigmanna og undir lok kjörtímabilsins var ekki að finna eitt einasta atriði sem flokkurinn hafði staðið við. Það skal þó haldið í heiðri að örfáir þingmenn þessa flokks gerðu sitt besta til að reyna að halda uppi heiðri flokksins, en þeim var fyrir vikið úthýst. Auðvitað varð svo svar kjósenda við hæfi, vorið 2013.

Síðustu daga hefur verið mikil umræða um hvort draga eigi umsókn Íslands að ESB til baka. Þingmenn VG hafa verið eins og vinglar í þessu máli, þó stefna flokksins sé kristaltær. Þessir þingmenn geta ekki með nokkru móti samþykkt neitt sem kemur frá "vitlausum" flokkum, jafnvel þó slík tillaga sé fullkomlega í samræmi við stefnu VG. Einstaka þingmaður, eins og fyrrverandi formaður og núverandi varaformaður, hafa þó tekið skýra stefnu. Að mikilvægara sé að vera á móti, vegna þess hvaðan tilagan kemur. Samþykktir flokksins vega minna að þeirra mati.

Núverandi formaður virðist þó gera sér grein fyrir að svo megi ekki vera og því flytur hún nú fram tillögu í nafni síns þingflokks. Og vart verður sagt annað en þessi tillaga er nokkuð undarleg. Annað hvort er þingflokkur VG svo gjörsamlega utangátta í okkar þjóðfélagi, eða þeir eru að reyna að gera grín að Alþingi.

Tillagan er í raun í  fernu lagi:

Að gert skuli formlegt hlé á viðræðum. 

Að ríkisstjórninni verði falið að gera ESB grein fyrir þeirri niðurstöðu.

Að ekki skuli hafnar viðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Að efnt skuli til slíkrar atkvæðagreiðslu fyrir lok kjörtímabilsins.

Landsmenn allir, utan þá sem sitja á þingi fyrir VG, vita að hlé var gert á viðræðum í upphafi árs 2013 og að loknum kosningum fór nýr utanríkisráðherra til Brussel og formfesti það hlé. Þar með eru tveir fyrstu liðir tillögunnar þegar komnir til framkvæmda.

Í tillögu utanríkisráðherra, þar sem lagt er til að draga umsóknina til baka, er ákvæði um að ekki verði hafnar aftur viðræður nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Því liggur næst VG liðum að samþykkja þá tillögu.

Síðasti hluti tillögu VG, þar sem tímamörk eru sett á þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál, gæti hins vegar átt rétt á sér. En þar sem megin hluti tillögu þeirra er annað hvort þegar kominn til framkvæmda eða er í tillögu utanríkisráðherra, lægi beinast við fyrir þingflokk VG að gera breytingartillögu við tillögu ráðherra, þar sem við myndi bætast að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB færi fram fyrir lok þessa kjörtímabils. Þá yrði sú bretingartillaga afgreidd á undan megintillögunni.

Það er fáheyrt að þingmenn leggi fram tillögu á Alþingi um eitthvað sem þegar er komið til framkvæmda, man reyndar ekki eftir að slíkt hafi áður gerst. En þegar slík tillaga kemur frá heilum þingflokk, fer maður virkilega að efast um heilbrigði þeirra sem þann flokk mynda, sér í lagi þegar haft er í huga hvernig þessi flokkur brást við miklu fylgi, vorið 2009.

 

 

 


mbl.is Stefnt verði að þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

VG eru auðvitað bara dottin í ruglið.

"Vorið 2009 unnu þeir sinn eina kosningasigur."

Já, en fyrir það eitt að vera andsúin ESB aðild þegar fólk sá  fram á það að vinstriflokkarnir yrðu í næstu ríkisstjórn. Mikill fjöldi fólks kaus þá VG sem annars hefði aldrei gert það, til þess eins að tryggja að andstaða við ESB yrði sem sterkust í þeirri ríkisstjórn.

Skemmst er frá því að segja að þau svikust undan þeim merkjum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2014 kl. 00:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og til þess að hylma örlítið yfir svikin fann VG (WC) upp á máltækinu "AÐ KÍKJA Í PAKKANN" í sjálfu sér má segja að í þessu hafi falist snilldarlausn því landsmenn halda flestir að það sé eitthvað til sem heitir "AÐ KÍKJA Í PAKKANN"................

Jóhann Elíasson, 26.2.2014 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband