Þegar ekkert annað er eftir ....

Það er leiðinlegur ljóður á stjórnmálamanninum Össur að benda alltaf á gallana hjá andstæðingnum, í stað þess að leggja fram eigin kosti. Nú þykist þessi maður hafa efni á að vara Sigmund Davíð, handhafa umboðs forseta til stjórnarmyndunnar, við Sjálfstæðisflokki.

Hvers vegna bendir Össur Sigmundi ekki frekar á kosti þess að hann leiti til vinstriflokkana um samstarf, í stað þess að vara hann við andstæðingnum. Það væru meiri heillindi í slíkum málflutningi. Hefur Össur kannski ekki yfir neinu að hælast og telji sig því knúinn til að níða niður stjórnmálalegann andstæðing sinn. Það eru reyndar ekki margir dagar síðan hann og flokkfélagar hans vöruðu þjóðina við Framsóknarflokki, þó rétt sé að halda til haga að hann sjálfur hafi verið fyrstur krata til að gefa í skyn að þær væru kannski ekki fráleitar. Össur er enginn nýgræðingur í pólitík og las fljótlega í kosningabaráttunni að þessar tillögur féllu að vilja þjóðarinnar. Því er líklegt að hann hafi ljáð máls á því að þær væru ekki alvitlausar, stafaði frekar af von um atkvæði, en ást á Framsókn.

Niðurstaða kosninganna var nokkuð skýr, skýrari en um langt skeið. Umboð hennar til Samfylkingar var nánast þurkað út og ljóst að þjóðin var ekki að kjósa þann flokk til stjórnarsetu.

Það hefur sennilega aldrei komið jafn skýr skilaboð frá kjósendum og í þessum kosningum. Vanin er að einn stjórnarflokka og einn stjórnarandstöðuflokka séu stæðstir eftir kosningar. Niðurstaða þessarar kosningar var þó á þann hátt að báðir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa hvor um sig meira fylgi þjóðarinnar en samanlagt fylgi beggja stjórnarflokkanna. Skýrari getur vilji landsmanna vart orðið.

Talað hefur verið um að fylgistap Samfylkingar megi líkja við hamförum. Hvort það er rétt eða hvort flokkurinn er nú loks kominn á þann stað sem hann á heima, ætla ég ekki að dæma um. Hitt er ljóst að þessi flokkur setti Íslandsmet í fylgistapi.

Þetta hlýtur að leiða til alvarlegs uppgjörs innan flokksins, uppgjörs sem enginn veit hvernig endar. Meðan slíkt uppgjör hefur ekki farið fram mun þessi flokkur ekki verða stjórntækur. Það er merkilegt, miðað við þetta að Össur skuli telja að Sjálfstæðisflokkur skuli vera stjórnlaus.

Enn undarlegra er að lesa að Össur skuli telja Samfylkingu liggja nær landsbyggðarfólki en Sjálfstæðisflokkur. Þetta veltur óneitanlega upp þeirri spurningu í huga manns hvort það gífurlega fylgistap Samfylkingar hafi skaðað dómgreind þingmannsins enn frekar.

Össur Skarphéðinsson ætti að taka samflokkskonu sína, Valgerði Bjarnadóttur, sér til fyrirmyndar og gefa Sigmundi tíma til sjórnarmyndunar. Hann hefur umboð forsetans og hann ræður ferðinni. Það er í valdi þess sem með umboðið fer að reyna að mynda ríkisstjórn. Enn sem komið er hefur Sigmundur einungis sýnt vönduð vinnubrögð, enda á vel að vanda til þess sem vel á að standa. Auðvitað eru kandídatar til samstarfsins órólegir vegna vandaðra vinnubragða Sigmundar. Þeir bíða milli vonar og ótta.

Össur vill komast í ríkisstjórn. Hann óttast að ormagrifja ESB viðræðna opnist ef hann yfirgefur stjórnarráðið. Og þegar ekkert annað er eftir telur hann einu leiðina þá að níða niður Sjálfstæðisflokkinn, í von um hylli Sigmundar.

Upp gæti komið sú staða að Sigmundur telji sig verða að skila inn umboðinu til stjórnarmyndunarviðræðna. Þá er líklegt að Bjarni fái það umboð og gaman verður þá að fylgjast með því hvort Össur vari hann ekki við Framsóknarflokknum.

 

 


mbl.is Össur varar við Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Niðurstaða kosninganna var nokkuð skýr, skýrari en um langt skeið. Umboð hennar til Samfylkingar var nánast þurkað út og ljóst að þjóðin var ekki að kjósa þann flokk til stjórnarsetu.

Það hefur sennilega aldrei komið jafn skýr skilaboð frá kjósendum og í þessum kosningum..."

Það má segja krötunum til varnar að fylgið fór hvorki til hægri né vinstri, í raun klofnaði Samfylking í tvo flokka sem þó eru alveg eins.  

Allt öðru máli gildir um Sjálfstæðisflokk. Þar er ekki um neinn klofning að ræða, ekki fór t.d. kjaftur til Hægri-grænna. Fylgistapið hja Sjálfstæðisflokki er rauntap. Eftir þessum rökum þínum að ofan er vilji þjóðarinnar   skýr, hún er að hafna Sjálfstæðisflokknum (ég er ekkert að segja að ég sé endilega sammála þeim vilja en hann er skýr engu að síður.)

Réttast er kanski að orða það sem svo að mestur flótti kjósenda sé frá þeim gildum sem Sjálfstæðismenn tala fyrir, svo sem skattalækkunum og svo náttúrulega skattalækkunum. En loðmullulegar hugmyndir Samfylkingar um jöfnuð og svo áframhaldandi daður við ESB hafa ekki glatað aðdráttarafli sínu á hefðbundna kjósendur hennar, þó sumir leiti nú skjóls hjá Bjartri framtíð með þær sömu hugmyndir!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 09:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sitt sýnist hverjum Bjarni. Það verður þó ekki hjá þeirri staðreynd komist að Samfylking setti Íslandsmet í fylgistapi. Hver ástæða þess er má auðvitað deila, en tapið er staðreynd og ljóst að þjóðin treystir ekki þeim flokk til stjórnarsetu!

Ef þessir flokkar, Samfylking og Björt framtíð eru í raun einn og sami flokkurinn, hvers vegna voru þeir þá að bjóða fram undir tveim merkjum. Hefði þá ekki legið beinast við að þeir færi fram sameinaðir undir einu nafni til kosninga.

Það er vissulega staðreynd að Björt framtíð er klofningur út úr Samfylkingu, en hvers vegna kemur sá klofningur til? Er það ekki vegna þess að þeir sem að því framboði standa telja sig ekki geta fundið samhljóm með Samfylkingu? Það er ljóst að málflutningur Bjartrar framtíðar var um margt frábrugðinn stefnuskrá Samfylkingar, þó þessir flokkar liggi nálægt hvorum öðrum í ESB málinu. Það er jafnljóst að margur kjósandinn sem kaus Bjarta framtíð hefði aldrei lagt mannorð sitt nálægt Samfylkingu.

Staðreyndin er einföld, þjóðin hafnaði Samfylkingu, sama hvernig það mál er skoðað. Því fyrr sem kratar gera sér grein fyrir því og viðurkenna það tap, því fyrr geta þeir farið að leyta leiða til að vinna trúnað kjósenda.

Að öðrum kosti gæti þessi flokkur hæglega þurkast endanlega út úr íslenskum stjórnmálum í næstu kosningum. Ekki að ég myndi sjá neitt sérstaklega eftir því.

Gunnar Heiðarsson, 4.5.2013 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband