Vilhjálmur Bjarnason ætti að tala varlega

Framsókn verður í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili, hjá því verður ekki komist nema Sjálfstæðisflokkur nái einhverju fylgi aftur og fari í samstarf við vinstriflokkana. Kannski er það óskastaða Vilhjálms Bjarnasonar, kannski telur hann að fjármálaöflunum verði best borgið með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar?

Árásir Sjálfstæðismanna á Fremsóknarflokk eru frekar undarlegar. Bæði vegna þess að þangað hefur stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokks flúið og ekki síður vegna þess að ríkisstjórn framfara verður einungis mynduð með Sjálfstæðisflokki og Framsókn.

Fyrra atriðið, flótti kjósenda yfir til Framsóknar, er kannski það sem Sjálfstæðismenn ættu að íhuga. Það er ljóst að þeir ná ekki því fylgi til baka með árásum á Framsókn, einungis með því að færa sína stefnu nær stefnu Framsóknar. Það fólk sem þangað hefur flúið, hefur flúið vegna óánægju með það sem Sjálfstæðisflokkur býður uppá. 

Hitt atriðið, með að ekki verði mynduð hér ríkisstjórn framfara nema með þessum tveim flokkum, ætti að vera Vilhjálmi skýrt. Ríkisstjórn með vinstri afturhaldsöflunum hefur aldrei skilað öðru en afturhaldi og skattpíningu.

Því ætti Vilhjálmur frekar að reyna að mynda brú milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og gera með því fært fyrir þá óánægði kjósendur Sjálfstæðisflokks sem þangað hafa flúið, að snúa aftur. Með látlausum árásum á Framsókn, er þessu fólki gert útilokað að snúa til baka. Það herðist bara í vantrú sinni á Sjálfstæðisflokki.

Um Íbúðalánasjóð þá ætti Vilhjálmur að tala varlega, hans flokkur var í ríkisstjórn þegar Alþingi ákvað að auka lán sjóðsins. Þá er ljóst að sú 90% regla sem þá var samþykkt var aldrei til nema á pappír. Þak var sett á þessi lán og jafnvel þó einhver ætlaði að kaupa sér ódýra gamla blokkaríbúð, var vart hægt að ná 90% láni frá Íbúðalánasjóð. Þetta veit Vilhjálmur og hann veit líka að húsnæðisbólan er af öðrum toga, er vegna lána einkabankanna, sem hann hefur sennilega átt hlut í. Þeir bankar lánuðu allt að 100% og ekkert þak var á þeim lánum. Reyndar áttu slík lán einungis við um höfuðborgarsvæðið, því landsbyggðin var utangátta hjá þessum einkabönkum. T.d. strax hér upp á Akranesi var hlutfall það sem þessir einkabankar lánuðu komið niður í 80%, meðan lánað var 100% hinu megin Hvalfjarðargangna. Þessi lán einkabankanna var orsök húsnæðisbólunnar, ekki einhver ákvörðun um 90% lán frá Íbúðalánasjóð, sem aldrei var hægt að ná.

Vandi þessa sjóðs kemur þessum lánum ekkert við. Vandi Íbíðalánasjóðs er nákvæmlega sami vandi og vandi heimila landsins, VERÐTRYGGINGIN. Sjóðurinn fjármagnar sig að mestu með verðtryggðu lánsfé og meðan 100% skil er til sjóðsins frá lántakendum er það í lagi.Um leið og vanskil til sjóðsins verða, myndast ósamræmi millitekna og gjalda sjóðsins og þegar sjóðurinn þarf að taka til sín eignir eykst þetta ósamræmi hröðum skrefum. Nú á sjóðurinn hundruði ef ekki þúsundir fasteigna, semhann fær engar tekjur af. Lánin sem hann tók til að endurlána þeim sem þessar eignir hafa misst eru hins vegar verðtryggð og valda sjóðnum miklum skaða.

Það er því verðtryggingin sem er að leggja þennan sjóð á hliðina, ekki ákvörðun sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók fyrir nærri áratug síðan!

Verið getur að Vilhjálmur Bjarnason óski þess heitast að hér verði mynduð vinstristjórn að loknum kosningum, með aðstoð Sjálfstæðisflokks. Hugsanlega velur hann að fara með fleypur gegn Framsóknarflokki í þeim tilgangi!

 

 


mbl.is „Syndir framsóknarmanna eru stórar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er flott hjá Vilhjálmi, það virðist hafa farið fram hjá honum að reynslan hefur kennt okkur að svona árásir snúast oftast upp í andhverfi sína þegar við kjósendur eigum í hlut.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 13:12

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Vilhjálmur Bjarnason er með árásir á Framsóknarflokk, vegna þess að hann er að vonast eftir ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Vilhjálmur er einn æstasti ESB-sinni sem sögur fara af. Verði Framsóknarflokkur sterkur bresta þær vonir og Vilhjálmur verður hafður úti í horni.

Sem betur fer munu þessi læti í Vilhjálmi, valda því að fleirri kjósendur xD munu kjósa xB. Vilhjálmur er ekki að smala köttum, heldur að hrekja þá frá Sjálfstæðisflokknum. Það verða að teljast góðar fréttir fyrir andstæðinga ESB.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 14.4.2013 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband