Íslendingar eru ekki fífl !

Hvað munu margir landsmenn trúa þessu bulli VG? Það er svo sem auðvelt að trúa því loforði að skattar verði ekki hækkaðir meira, enda vandséð hvar slík hækkun ætti að koma. Vasar launþega hafa verið þurrausnir af ríkisstjórn VG og Samfylkingar, það er ekkert meira að sækja til fólksins. Þó má mannin lengi reyna og nokkuð langt síðan fólk hélt að lengra væri ekki komist. Alltaf gat þó fyrrum formaður VG, með aðstoð sinna tryggu ráðgjafa, fundið nýjann skatt og hækkað þá sem fyrir voru. Það má vissulega hrósa honum fyrir hugmyndaflug á því sviði!

Sitt sýnist auðvitað hverjum hverjar afleiðingar þessarar skattstefnu, sem VG lofar að halda áfram, eru. Sumir sjá einhvern jöfnuð, meðan flestir sjá algera eymd á öllum sviðum. Staðreyndin er sú að þó skattar á þá efnameiri hafi verið hækkaðir, hafa skattar á þá efnaminni einnig hækkað. Bæði beinir tekjuskattar sem og allir hliðarskattar. Samhliða þessum auknu sköttum hafa allar gjaldskrár, ekki síst á vegum ríkis og bæja, hækkað óhóflega og í flestum tilfellum langt umfram mælda verðbólgu.

Nú boðar VG stórsókn í heilbrigðis, mennta og velferðarmálum. Það er engu líkara en þetta fólk haldi að það hafi verið í stjórnarandstöðu það kjörtímabil sem er að ljúka, hafi ekki setið í stjórnarráðinu og deilt út því fé sem var til ráðstöfunar. Þetta fólk áttar sig ekki á að Íslendingar eru bæði sjáandi og heyrandi, þeir vita að VG hefur undanfarin fjögur ár verið í ríkisstjórn og lengstan þann tíma var það formaður þessa flokks sem hélt um buddu þjóðarinnar!

Íslendingar vita hvernig VG hefur staðið sig í forgangsröðun verkefna, eða réttara sagt forgangsröðunnarleysi. Það hefur ekki staðið á fjármunum til hinna ýmissa gæluverkefna, sem flest eða öll hafa beðið skipbrot og því þeim fjármunum sóað til einskis. Tugir milljarða hafa verið lagðir til verkefna sem ekki kemur grunnþjónustunni við á neinn hátt, meðan skert er fjármagn til sjúkrahúsa og heilbrigðiskerfisins. Núna þykjast VG liðar ætla að snúa við blaðinu. Hvers vegna gerðu þeir það ekki fyrr, meðan þeir höfðu aðstöðu til þess? Þykir þeim kannski betra að lofa núna, vitandi að þeir þurfi ekki að standa við loforðin.

Þá boðar VG hjálp til skuldsettra heimila landsins. Þessi flokkur hefur haft fjögur ár til að hjálpa fólki landsins, hjálpa fjölskyldum. En það hefur ekki verið hægt, þar sem fjármagnsöflin hafa átt allan hug þessa fólks. Meðan stjórnvöld hlupu til við hverja ósk frá fjármagnsöflunum, hvað sem þær óskir kostuðu, mátti ekki einusinni minnast á að fjölskyldur landsins þyrftu hjálp. Slík umræða var einfaldlega bannfærð af hálfu þessarar ríkisstjórnar.

Vissulega tók núverandi ríkisstjórn við slæmu búi, um það deilir enginn. Þess heldur hefði forgangsröðunin átt að vera skýrari og betri. Að þeir fjármunir sem til skipta voru væru notaðir frekar til heilbrigðiskerfisins en til gjaldþrota tryggingarfélaga, gjaldþrota fjármálastofnanna, efnislausrar endurskoðunnar stjórnarskrár sem ríkisstjórnin hafði aldrei kjark eða dug til að fylgja eftir eða aðildarumsóknar að ESB, gegn vilja stórs meirihluta landsmanna. Það er í raun sama hvar komið er niður á verkum þessarar ríkisstjórnar, hryllingurinn blasir hvarvetna við. Grunnstoðir þjóðfélagsins og grunnur þess, fjölskyldur landsins, voru alltaf látnar mæta afgangi, meðan gengið var undir fjármagnsöflin!

Það er annars merkilegt að ekki er minnst einu orði á að leiðrétta skuli það órétti sem núverandi ríkisstjórn beitti aldraða og öryrkja þessa lands, þá sem minnst mega sín og hafa minnstu getu til mótmæla. Þessi aðgerð, sem minnir helst á óþokkann sem gefur barni sælgæti og rífur það síðan úr hendi þess og étur sjálfur, var eitthvað mesta níðingsverk sem nokkur ríkisstjórn hefur afrekað frá lýðveldisstofnun. Þetta níðingsverk mun ekki gleymast. Sennilega voru tryggustu kjósendur VG einmitt meðal þessa fólk sem fékk þessa útreið af hálfu fyrrverandi formanns flokksins!

Þessi vinnubrögð VG hafa landsmenn þurft að horfa uppá með forundran, allt þetta kjörtímabil. Nú þykjist þetta fólk vera þess umkomið að lofa einhverjum bótum, eftir látlaus svik í fjögur ár!

Íslendingar eru ekki fífl, þó halda mætti að álit hins nýja formanns á þjóðinni væri á þann veg!

 


mbl.is Ekki frekari niðurskurður eða skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JÚ; Íslendingar eru fífl !!

Kristinn J (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 18:30

2 identicon

Sæll.

Þetta hljómar allt saman voðalega vel hjá Vg en þetta er ekkert annað en orðagjálfur, það sem flokkurinn vill gera er ekki hægt. Tal um auðlindarentu er t.d. bara bull, hún mun ekki aukast þegar fyrirtæki í sjávarútvegi fara á hausinn - auðlindarentan mun búa til atvinnuleysi.

Af hverju er jöfnuður  í samfélaginu markmið? Það vita allir sem eru eldri en tvævetur að fólk er mismunandi og er það gott. Af hverju mega sumir ekki verða ríkir? Hvað er svona slæmt við það?

Svo gleyma Vg liðar því auðvitað að þeirra stefna hefur verið við líði hér í 4 ár og valdið fólksflótta, neikvæðri eiginfjárstöðu margra heimila, risavöxnum og vaxandi skuldum ríkissjóðs og fjölda glataðra tækifæra, Bakki og gagnaverið eru 2 dæmi.

Það sem skiptir máli er hvað stjórnmálamenn gera, ekki hvað þeir segja. Vonandi átta sem flestir kjósendur á því þannig að Vg þurrkist út í næstu kosningum - þá yrðu þingmenn og ráðherrar Vg fórnarlömb eigin stjórnarstefnu.

Helgi (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 13:17

3 identicon

Velkominn til landsins, velkominn til Jarðar. Ég sé á fyrirsögninni að þú hefur dvalist undanfarinn áratug utan sólkerfis okkar og að minnið er verulega farið að gefa sig.

Hafþór (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband