Friðarverðlaunahafinn lýsir yfir stríði

Þessi frétt er ein sú ógnarlegasta sem flutt hefur verið um langann tíma. Þar breytir einu hver á í hlut, heldur hitt að vestrænt þjóðfélag skuli láta sér detta til hugar svona eftirlit, í þessu tilfelli samband margra þjóða.

Eftirlit á netinu er í sjálfu sér ekkert tiltölumál, þ.e. ef verið er að fylgjast með glæpum. En eftirlit með pólitískri umræðu er aftur alvarlegra og ljótara mál. Það sýnir og sannar vanmátt þess er eftirlitið stundar. Gefur tilefni til að ætla að sá aðili sem slíkt eftirlit vill stunda, hafi eitthvað að fela, þoli ekki umræðu.

Þetta eftirlit er þó ekki ætlað til að sjá hvaða gagnrýni er sett fram og bregðast við henni með breyttum og bættum vinnubrögðum. Nei, eftirlitið er ætlað til að grípa inní með áróðri gegn gagnrýninni. Þetta minnir óneitanlega á vinnubrögð lokaðra kommúnistaríkja, eins og Norður Kóreu.

Þingmenn Evrópuþingsins virðast telja sig æðri öðrum. Það er svo sem ekkert nýtt, en sennilega hefur þó aldrei áður verið svo harkalega ráðist gegn lýðræðinu eins og þessi tillaga ber með sér. Því fer þó fjarri að það fólk sem er í forsvari fyrir sambandið eða sitja þing þess, hafi sýnt einhver merki þess að búa yfir sérstakri stjórnkænsku.

Það væri nær fyrir Evrópuþingið að spá svolítið í hvers vegna efasemdir og andúð hefur aukist svo mjög gegn sambandinu. Reyna að átta sig á vandanum og leysa hann. Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af netinu eða fjölmiðlum.

Hvar er Birgitta Jónsdóttir nú? Hún hefur ekki sparað stóru orðin gegn þeim sem vilja einhver höft eða eftirlit á netheima. Kemur þessi hugmynd kannski frá röngum aðila í hennar huga? Þarf allt sem hún gagnrýnir að eiga uppruna sinn vestan Atlantsála?

Það er ótrúlegt að aðildarríki ESB láti þetta yfir sig ganga og ef svo verður, er ljóst að það litla sem eftir var af lýðræði innan þeirra, hefur verið fórnað.

Þá hefur ESB, friðarverlaunahafi Nóbels, lýst yfir stríði á hendur íbúum Evrópu!!

 


mbl.is Vill taka á gagnrýni á ESB á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband