Röddin eða heilastarfsemin

Steingrímur telur að betra sé að missa röddina en heilastarfsemina. Þetta eru mikil speki hjá Steingrím, þó sögð séu í gríni.

En það er spurning hvort ekki leynist meiri sannleikur í þessum orðum Steingríms, en svo að rétt sé að hafa þau í flimtingum. A.m.k. mætti halda af þeirri ræðu sem hann flutti á flokkráðsfundinum að hann hafi sjálfur misst eitthvað af heilastarfseminni. Ef hann trúir sjálfur sínum orðum er ljóst að svo er, en sennilega er ræðan menguð af örvæntingafullri tilraun til að kaupa atkvæði.

Að koma korteri fyrir kosningar og lofa aðstoð við skuldug heimili, eftir stjórnarsetu í fjögur ár og megnið af þeim tíma sem fjármálaráðherra, er ekki trúverðugt.

Að koma korteri fyrir kosningar og segja að "kannski" muni flokkurinn taka upp sína stefnu í ESB málinu, eftir næstu kosningar, eftir að hafa í nærri fjögur ár barist fyrir aðlögun að sambandinu í algerri andstöðu við stefnu flokksins, er ekki trúverðugt.

Að rægja fyrrun og núverandi flokksfélaga sína, fyrir það eitt að vilja standa við grunnstefnu flokksins, ber ekki merki um heillindi eða visku formannsins.

Steingrím hefur aldrei skort röddina, jafnvel þó einhver kvefkranki hrjáir hann. Fyrrum notaði hann þesssa rödd sína til að berja á stjórnvöldum og lyftist þá gjarnan hnefinn á loft. Nú notar Steingrímur sína rödd helst til upphefja sálfann sig, enda fáir aðrir til þess.

Það er því spurning hvort skorar hærra hjá Steingrími, röddin eða heilastarfsemin!

En hann veit þó sem er að alltaf eru einhverjar saklausar sálir sem trúa málskrúðinu. Einhverjar saklausar sálir sem meta röddina meir en heilastarfsemina. Það sem Steingrímur áttar sig kannski ekki á, er að margar þessara saklausu sála eru þó ekki tilbúnar til að láta plata sig endalaust með sömu frösunum. Eru farnar að sjá í gegnum málskrúði hjá honum og hræðast ekki hnefann, þó hann lyftist frá púlti.

 


mbl.is Aðstoði skuldug heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kannski mest lýsandi fyrir stöðuna, að Steingrímur taldi upp tvö dæmi þar sem VG/ríkisstjórninni hefði tekizt að ljúka málum; rammáætlun og viðurkenningu Palestínu. Tvö mál! Eftir þrjú og hálft ár sem meirihlutastjórn hefur ekkert annað heppnazt hjá helfararstjórn Jóhönnu og Steingríms.

Þar eð ég er ekki flokksbundinn get ég frjáls sagt mína skoðun: Eina málið, sem mér fannst gott var kvótafrumvarpið, enda finnst mér að lögin um framseljanlega fiskveiðikvóta hreinn glæpur. En af því aðstjórnin byrjaði ekki á því máli fyrr en á fjórða stjórnarári var það dæmt til að verða óklárað. Því að stjórnin sóaði tímanum í að verja bankana gegn almenningi, skattleggja allt sem hreyfði sig, koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu í iðnaði og eyddi tíma og fjármunum í að framselja fullveldið.

Menn segja að Jóhanna sé veruleikafirrt, en það er Steingrímur svo sannarlega líka. Hann lýsti því yfir að flokkurinn myndi fá góða kosningu og lýsti frati á skoðanakannanir, sem eru trúverðugri en hann sjálfur. Hann heldur, að bara af því að hann segi það, þá rætist það.

Það er hins vegar rétt hjá honum, að það er þörf fyrir vinstriflokk í íslenzkum stjórnmálum. En það verður bara ekki VG sem er þörf fyrir. Þótt seint sé, þá álít ég að ef Jón Bjarnason, Hjörleifur Guttorms og fleiri munaðarlausir vinstrimenn stofni vinstriflokk, sem yrði mótvægi við VG, þá myndi sá flokkur fá öll þau atkvæði, sem VG hefur misst undanfarin þrjú ár.

Pétur (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 14:22

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Pétur, það er nauðsynlegt að hafa flokk á Alþingi sem fer fyrir stefnu þeirra sem hallast til vinstri í pólitík.

Sjálfur er minn hugur ekki á þann veginn, þó ég hafi reyndar ekki verið neitt sérstaklega óhress með þann sigur sem VG hlaut í síðustu kosningum. Ég, eins og svo margir aðrir, hélt að Steingrímur væri eitthvað meira en bara kjafturinn og hélt að kannski yrði tekið af alvöru á málum, með hagsmuni fólksins og fjölskyldna í fyrirrúmi. Hann hefur sannað svo ekki verður um villst að hann er gunga þegar kemur að verkum, þó kjafturinn á honum sé jafn frískur og fyrr. Því mun hann aldrei aftur geta orðið fulltrúi þeirra sem hallast til vinstri í íslenskri pólitík. Hans fylgi er einungis hjá tækifærissinum sem nota VG sem verkfæri fyrir sína persónulegu valdafíkn.

Það er því deginum ljósara að ef þeir munaðarlausu pólitíkusar sem áður voru innan VG, stofna nýjann flokk um vinstristefnuna, mun VG ekki fá þau 9% sem þeim mælist nú. Hvort sá flokkur nær fyrra fylgi VG er svo aftur annað mál. Það hafa margir brennt sig illilega á þeirri stjórn sem nú situr og segist vera fyrsta tæra vinstristjórnin. Hún hefur ekki einungis grafið undan fylgi VG, heldur fylgi til vinstri, svona yfir leitt.

Gunnar Heiðarsson, 26.1.2013 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband