Spilaborg Samfylkingar hrynur

Þrátt fyrir látlausann áróður tveggja stæðstu fjölmiðla landsins um ágæti aðildar að ESB og þrátt fyrir stíf fundarhöld Timo Summa um landið, á kostnað ESB, í sömu erindagjörðum, fækkar sífellt þeim sem vilja klára aðlögunarferlið að ESB.

Reyndar eru þessi fundahöld Summa ekki í takt við alþjóðlegar reglur um vist sendiráðsmanna í gistilandi og með ólíkindum að enginn skuli stöðva þessi lögbrot mannsins. En það er önnur saga.

Það liggur þó fyrir, samkvæmt þessari könnun Fréttablaðsins, að innan við helmingur landsmanna vill halda áfram á sömu leið. Meir en helmingur vill annað hvort leifa þjóðinni að kjósa um framhaldið, eða einfaldlega draga umsóknina alfarið til baka.

Enginn fjölmiðill hefur þó staðið í baráttu gegn veldi Jóns Ásgeirs, fréttastofu Óðins Jónssonar eða Timo Summa, í þessari mál. Morgunblaðið hefur verið næst því að reyna slíka baráttu, en þar skortir eitthvað upp á kjarkinn. Í besta falli er hægt að segja að sá fjölmiðill sé hlutlaus.

Það er því ljóst, í ljósi stöðunnar, þar sem allur áróður er á einn veg og ótakmörkuðu fjármagni er veitt til hans, að þetta er stór sigur fyrir sjálfstæðissinnaða Íslendinga, stór sigur fyrir þá sem vilja halda fullveldi landsins.

Við þá umræðu sem skapast hefur vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að hægt skuli á samningsferlinu, hefur opnast Pandórubox. Hver lygi stjórnarliða í þessu máli á fætur annari opinberast.

Össur hafði fyrir einhverjum misserum sagt að Ísland þyrfti ekki sérreglur vegna fiskveiðilögsögunnar. Samt er það skýrt í samþykkt Alþingis um aðidarumsókn að svo skuli vera.

Össur sagði á Alþingi fyrir tveim dögum síðan að ljóst væri að Ísland yrði að færa ESB töluverðann hlut af sjálfstæðinu, ef að aðild verður. Að fullveldi þjóðarinnar muni skerðast verulega.

Össur sagði í gærvöldi að makríldeilan væri hluti aðildarumræðunnar. Því hefur verið haldið fram til þessa að þessi tvö mál væru með öllu óskyld, af stjórnarliðum og ekki síst Össuri.

Það er því ljóst að Pandórubox aðildarumsóknarinar inniheldur mikinn sora og séð að næstu dagar munu verða fróðlegir.

Hluti þess fróðleiks mun liggja í yfirlýsingum Samfylkingarfólks nú þessa daganna, þar sem það fullyrðir að sama hvaða ríkisstjórn muni verða mynduð eftir næstu kosningar, þá verði haldið áfram aðildarviðræðum. Er hugsanlegt að í Pandóruboxinu sé einhver hótun frá ESB, sem Össur hefur lagt fyrir sitt fólk, til að róa það niður, um að sambandið mun taka það mjög stinnt upp ef aðildarviðræðum verði hætt? Að sambandið muni sjá til þess að jafnvel þó Samfylking ná ekki að komast í næstu ríkisstjórn, þá verði ferlið ekki stöðvað? Að þar sé einhver fjárhagsleg hótun í gangi?

Það er deginum ljósara að ef þingmenn hefðu vitað, sumarið 2009, að engar undanþágur kæmu um fiskveiðilögsöguna, að ljóst væri að fullveldið muni skerðast verulega og að allar deilur okkar við ESB yrðu tengdar umsóknarviðræðum, hefði aldrei náðst meirihluti fyrir því að sækja um aðild. Þessar staðreyndir liggja nú fyrir og koma frá sjálfum utanríkisráðherra.

Hvað fleira á eftir að koma í ljós, er spurning, en ljóst er að sannleikurinn er fjarri því að vera opinberaður, varðandi þetta ferli.

Það mun reynast æ erfiðara fyrir fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs, fréttastofu Óðins Jónssonar og sendiherrann Timo Summa að fela sannleikann.


mbl.is 48,5% vilja ljúka viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf að ganga hart fram í því að skoða hvort einhver slík hótun sé af hálfu ESB, og þá er engin spurning um að stöðva þarf þetta ferli strax.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2013 kl. 12:32

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Ásthildur, það þarf að ganga hart fram í að fá allan sannleik upp á borðið varðandi þessar viðræður. Þar liggur margt grafið enn.

Það væri t.d. fróðlegt að fá að vita hvernig okkar samningamenn hafi haldið uppi okkar málstað, eða hvort þeir hafa nokkuð gert slíkt, svona yfirleitt.

Sú leyndarhyggja sem yfir öllu málinu liggur, vekur vissulega upp tortryggni.

Því miður virðist sem stjórnarandstaðan sé algjörlega máttlaus í þessum efnum og þegar einstaka þingmenn gera tilraun til að taka það upp, er engin samstaða að baki þeim. Þar virðist hver hugsa um sinn rass.

Gunnar Heiðarsson, 18.1.2013 kl. 15:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ótrúlegt nokk þá er stjórnarandstaðan algjörlega bitlaus.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2013 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband