Tapað spil hjá Jóhönnu og Steingrím

Það er ljóst að það litla traust sem stjórnvöld nutu er rokið út í veður og vind. Eftir dæmalausar árásir Steingríms á launþegaforustana í ríkisútvarpinu og enn alvarlegri árásir Jóhönnu á sömu forustu, í ræðustól Alþingis, er ljóst hver hugur þeirra tveggja er til meir en eitt hundrað þúsund landsmanna.

Árás Steingríms á forsvarsmanns launþega í ríkisútvarpinu var fordæmalaus. Þar var þó fulltrúi launþega til andsvara, þó frekar hafi hann verið máttlaus. Árás Jóhönnu í ræðustól Alþingis var þó alvarlegri. Þar var enginn til að verja launþega. Stjórnarandstaðan leit þetta sem tækifæri til að niðurlægja stjórnvöld, en gerði enga tilraun til að verja launafólkið í landinu. Því var sú árás Jóhönnu alvarlegri en svo að við verði unað.

Bæði Jóhanna og Steingrímur persónugerðu sínar árásir á Gylfa Arnbjörnsson, sem er einungis boðberi launþega. En sú persónugerð dugir þeim ekki. Sá sem ræðst á boðberann, ræðst á sendanda boðanna, launþega landsins!! Það vita allir að auglýsingin sem sett var í fjölmiðla og fór svo mikið fyrir brjóst valdhafa, kom ekki úr vasa Gylfa Arnbjörnssonar. Sú auglýsing kemur til vegna þess að langlundargeð launþega er búið og með þau skilaboð hittust formenn stéttafélaga á fundi hjá ASÍ. Gylfi er einungis boðberi þeirra skilaboða.

Eftir slíkar heiftar árásir valdhafanna á launþega landsins ber þeim skilyrðislaust að segja af sér. Það er engin önnur lausn til!!

Jóhanna mun ekki bjóða sig fram í næstu kosningum, en það ætlar Steingrímur að gera. Hann væri meiri maður ef hann drægi til baka þá ósk sína. Sá sem niðurlægir svo hressilega meir en eitt hundrað þúsund landsmanna, nærri einn þriðja þjóðarinnar, á ekki erindi í opinbert starf og alls ekki á Alþingi!!

Dragi Steingrímur ekki til baka sitt framboð, er hann gunga og ónytjungur. Hans er valið.

 

 


mbl.is Eldar loga milli ASÍ og ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lagði það á mig að hlusta á átökin á milli Gylfa og Steingríms í Speglinum og einnig í Kastljósinu, en er staddur erlendis.

Algjör falleinkun fyrir Gylfa. Steingrímur rassskellti kallinn.

Auglýsingin var ekki aðeins ósanngjörn, heldur einnig banal. Og auðvitað kom hugmyndin frá Valhöll og Gylfi samþykkti hana, lét spila með sig. Er svo rassskelltur fyrir vikið, bæði í útvarpi og sjónvarpi og Vilmundur og Vilhjálmur hlægja, skellihlægja að honum.  

Ef Alþýðusambandið hefur ekki betri mann til að vera í forystu, ættu þeir að loka sjoppunni.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 13:38

2 identicon

Sæll.

Hinn ágæti HK er allur í samsærinu, Gylfi er auðvitað bara viljalaus strengjabrúða sem tekur við fyrirmælum úr Valhöll. Trúir þú þessu virkilega sjálfur? Ég er þó sammála þér varðandi Gylfa, hann er og hefur alltaf verið hrikalega slappur. Hvað með Helga Hjörvar og lögin sem hann beitti sér fyrir í mars um undanþáguheimild til handa SÍ? Er HH strengjabrúða kröfuhafa bankanna eða er hann bara hrikalega vanhæfur eins og allir þingmenn Sf og Vg?

@GH: Gylfi er ekki fulltrúi launþega í landinu, því fer fjarri. Launþegar í landinu vildu ekki Icesave, launþegar í landinu vilja ekki ESB. Gylfi er að þessu sjálfs sín vegna, sennilega er farið að hitna undir honum innan ASÍ.

Helgi (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 14:00

3 identicon

Hroki og yfirgangur Steingríms náði nýjum hæðum í gær, þrátt fyrir að hann hafi verið kominn ansi hátt áður. Ég vona að við sjáum aldrei svona fígúru á þingi aftur.

Björn (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 14:03

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Haukur, það er rétt að Gylfi stóð sig ekki. En trúir þú virkilega bullinu í Steingrím? Hversu lengi hefur þú verið erlendis? Það er klárt mál að hvorki Valhöll né Hádegismóar eiga þátt í þeirri auglýsingu sem birt var í Fréttablaðinu. Sú auglýsing kemur til vegna þess að langlundargeð launafólks er þrotið gagnvart stjórnvöldum og svikum þeirra. Það er ekki eins og þau svik séu að byrja nú, þau hafa staðið yfir frá því þessi ríkisstjórn var mynduð!!

Helgi, Gylfi er því miður formlegur fulltrúi launþega, þó flestir vildu hann frá og það fyrir löngu síðan. Hitt er rétt, hann hefur alla tíð verið hrikalega slappur og látið pólitík þvælast fyrir sér. Um þetta hef ég skrifað marga pistla á þessu bloggi. En sem stendur er hann formlegur fulltrúi þó auðvitað hann ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér.

Ég er sammála þér Björn, Steingrímur náði nýjum hæðum í hroka og frekju í þessum viðtölum. Maður sem fer fram með þeim hætti sem hann gerði á ekkert erindi á þing. En það má heldur ekki gleyma þætti Jóhönnu í þessu máli. Hún valdi sér Alþingi til að niðurlægja launþega landsins!

Gunnar Heiðarsson, 15.12.2012 kl. 14:19

5 identicon

Er svona fólk virkilega til sem býr til svona bull eins og HK gerir hér. Er þetta ekki grín sem maðurinn er að segja.  Ekki er þetta ein af þessum 199 glórulausu sem vilja Steingrím á þing aftur. Hvað kemur fólki til að skálda svoa rugl. Er þetta dæmi um gáfumannaumræður á pöbbunum í 101. Illugi, Hallgrímur, Guðmundur Andri, Mörður og fleiri að súpa lettikaffi og spjalla og HK hlustar og nemur. Hádegismóar, MBL, Davíð, útgerðarmenn, LÍÚ, og annað er rætt og mykjudreift.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 16:15

6 Smámynd: Sólbjörg

Það að er rétt Gunnar að maður sem fer fram með þeim hætti sem Steingrímur gerir á ekki ekkert erindi á þing.

Við kjósendur þurfum líka að taka framförum, læra að hlusta vel á frambjóðendur og kanna hvort þeir kynna málefnalegar lausnir og samvinnu fremur gífuryrðum. Hafi vel ígrundaðr hugmyndir og drög að lausnum sem eru til hagsbóta fyrir atvinnuvegi og almenning.

Kjósum ekki yfir okkur fólk þó mælsk séu sem býður eingöngu upp á skrúðmælgi, hatursfulla hefnd, steytta hnefa og hótanir. Ef frambjóðendur ætla að fleyta sér áfram á slíku munu þeir aldrei geta stýrt þjóðarskútunni til góðs, staðan í dag sannar það rækilega.

Almenningur er ekki í framboði til alþingis, en er meira eins og virk stjórnarandstaða í pistlum sínum og bloggi, kjarnyrt og bendir oft á augljósa vankanta og fær i gang umræður margra sjónarmiða.

Sólbjörg, 15.12.2012 kl. 19:29

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki þori ég að nefna "lattelepjandi" hér Jón. Síðast þegar ég notaði það orð var skrifaður langur pistill um það af einum bloggaranum og ég talinn hinn heimskasti maður. Ég get þó samsinnt þinni athugasemd að fullu.

Það er rétt hjá þér Sólbjörg. Þeir sem eru haldnir hatri á háu stigi og geta helst ekki tjáð sig nema með gífuryrðum og steyttum hnefa, ganga jafnvel að öðrum þingmönnum og slær þá í öxlina, eiga ekkert erindi á Alþingi. En sumir trúa svona bullukollum, sumir halda að hávaðinn, gífuryrðin og hnefinn telji. Þeir skylja ekki mátt samstöðunnar og sáttarinnar, skilja ekki rökræður. Því miður er allt of margt fólk sem er þannig þenkjandi.

Það er von að augu sem flestra þeirra hafi opnast á þessu kjörtímabili.

Gunnar Heiðarsson, 16.12.2012 kl. 09:45

8 identicon

Skil vel að Steingrímur var sár í viðtölunum með Gylfa. Satta að segja dáðist ég þó nokkuð af stillingu hans og kurteisi við hann.

Auglýsingin marg nefnda var virkilega óforskömmuð, á þýsku mundi maður segja “gemein”. Og auðvitað kom hugmyndin að henni frá SA, sem er Valhallar sjoppa, hefur alltaf verið.

Það að ásaka ríkistjórnina fyrir gengi krónunnar og verðbólgu er algjörlega galið. Krónan hefur alltaf verið ræfill og verðbólgan er landsins forni fjandi. En málið er að Íhaldið hefur komið sínu fólki fyrir allstaðar í okkar samfélagi. Ekki aðeins í stjórnsýslunni eins og hún leggur sig, einnig í héraðsdómum, Hæstarétti og menntastofnunum. Og svo einnig í samtökum launafólks, sem sýnir mætavel hvað innbyggjarar eru ósjálfbjarga.  

Varð t.d. ekki lítið hissa þegar ég las að meðlimir VR, en í því félagi eru margir lægst launuðu, kusu Stefán Einar Stefánsson sem formann, Valhallar monthana og siðleysingja. Enda var eitt af hans fyrstu verkum að ráð í starf lögfræðings bólfélaga sinn. Sú stúlka var ekki einu sinni lögfræðingur, nei, en hún ætlaði sér að verða lögfræðingu. Ekki frábært?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband